Veðrið í dag og Duggholufólkið.

Jæja ekki var nú mikið bjart yfir okkur í dag, eins gott að margir hafa sett upp jólaljósin.

IMG_0503

En það sést þó í fjöllinn, má segja.

IMG_0504

Reyndar voru þessar teknar fyrir hádegi.  En dimmt er yfir Ísóheim.

IMG_0505

Ekki varð nú bjartara en þetta.  Svo sem ágætis veður reyndra.

 

En ég átti að vera á frumsýningu á Duggholufólkinu.  Ég lagði ekki í að fara suður þegar veðrið var svona leiðinlegt í gær. Svo ég hringdi bara í leikstjórann í morgunn hann Ara Kristins, þakkaði gott boð og bað að heilsa þeim öllum.  Ég verð með þeim í huganum. Hann sagði reyndar að þau myndu gera eitthvað úr frumsýningu hér heima, seinna.  Því myndin er jú að mestum hluta tekinn upp hér.  Þá gerum við eitthvað skemmtilegt sagði hann.  Og miðinn minn gildir áfram.

Ég óska þeim bara til hamingju með myndina og vona að hún verði vel sótt. 'Eg er alveg klár á að þetta er mjög skemmtileg mynd.  Og fjallar um efni fyrir alla fjölskylduna, ævintýri eins og þau gerast best.

Góða skemmtun  öll !Wizard Og takk fyrir skemmtilega viðkynningu.

Duggholufólkið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei nákvæmlega Arna mín.  En ég hef þá meiri tíma í að dunda yfir verkefnunum mínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl góða frú Ásthildur!

"Vísnafuglinn" tók flugið til þín fyrr í dag og ætti að lenda hjá þér fljótlega!

Hér nyrðra er hláka og það vaxandi, stærðarinnar dropar falla nú niður af húsi mðinu svo maður verður bara holdotur við það eitt að fara út með ruslið!Kveðja að norðan.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 16:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður bara gaman þegar þú sérð hana heima hjá þér Ásthildur mín.  Brrrr. hvað það er dimmt hjá ykkur, en jóló, endalaust jóló.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jenný mín, ég hlakka til þess, mjög svo.  Heehe jamm þetta er jóló.

Takk Magnús minn, ég hlakka til að skoða ljóðin þín.  Það er hláka hér líka, því er nú verr, betra væri að hafa bara snjóinn, þegar hann er kominn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Ásthildur mín nú er dimmt það verður gaman þegar þú sérð hana ljósið mitt.Þá meina ég myndina.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, takk Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 19:09

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ljóð er nú að mestu orðum aukið, þó að í vissum kafla megi kenna ljóðrænu saman við "Leirbarninginn"!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 19:22

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Rosalega er dimmt hjá ykkur!!  Ég ætla með stelpurnar mínar á þessa mynd, ég gæti alveg trúað að hún sé skemmtileg, leiðinlegt að þú skildir ekki komast á frumsýninguna.

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 19:48

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl kæra vinkona. Takk fyrir góðar kveðjur til mín og minna.  Yndislegar myndir að vanda, no. 1 finnst mér frábær.  kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 20:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús minn, ef þar er eitthvað sen snertir, þá er leirinn meyr.

Mér lýst vel á að þú farir með stelpurnar þínar á myndina,  Þetta er falleg saga sem þarna er sýnd Huld mín.

Jamm þessi númer eitt takk fyrir það Ásdís mín.  Takk fyrir góðar kveðjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 20:10

11 identicon

Ofboðslega er þetta fallega blár litur, sérstaklega á efstu myndinni. Stundum er kalt alveg óviðjafnanlega fallegt - faðmlag úr norðrinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:00

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flottar myndir frá þér. Það er eitthvað voða ævintýralegt við þá efstu, með fjöll og einn trjátopp.

Hugsa að ég reyni að tosa RK-vinkonu mína með mér á Duggholufólkið , ætti að vera akkúrat mynd fyrir okkur, verst hvað það er alltaf dýrt á íslenskar myndir, þó búið sé að gefa öryrkjaafsláttinn, þess vegna segi ég "tosa"

Kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:06

13 identicon

Blessuð  Ásthildur Frissi hér ég og Kiddy fórum á frumsýningu, frábær mynd fyrir alla unga sem aldna, gaman að sjá kunnulega fjallasýn og hvað heldurðu kallinn kom í mynd ;-) Kærar kveðjur vestur.

Frissi og Kiddý (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:31

14 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir að deila öllum þínum fallegu myndum með okkur kæra Ásthildur bloggvinkona.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 5.12.2007 kl. 23:47

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er ábyggilega skemmtileg mynd ef hún er eitthvað í anda Stikkfrí sem er reyndar orðin gatslitin af áhorfi á þessum bæ.

Hvað segir þú var Dugguholufólkið tekið upp fyrir vestN?? 

Solla Guðjóns, 6.12.2007 kl. 02:03

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég sé myndirnar þínar get ég vel hugsað mér að koma vestur.

Jóhann Elíasson, 6.12.2007 kl. 10:16

17 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú gengur þetta ekki lengur, Ásthildur, ég var búinn að segja þér það að allar þessar fallegu myndir hjá þér væru að gera mig brjálaðann af heimþrá.  Nú er búið að taka ákvörðun, ég ætla að flytja aftur vestur í byrjun næsta árs.  Ég get greinilega hvergi verið ánægður nema á Vestfjörðum og Ísafjörður hefur alltaf skipað sérstakan sess í minningunni hjá mér, en þar var ég öll sumur frá 8-10 ára aldri hjá afa og ömmu í Sundstræti 23.  Afi hét Jakob Falsson.

Jakob Falur Kristinsson, 6.12.2007 kl. 11:38

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

efsta myndin er nú bara jólamyndin í ár!...með jólatré og fegurð

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:56

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll mikið eruð þið yndæl.

Anna mín kaldur koss ísdrottningarinnar

Gréta mín, já vonandi er verðið ekki of hátt, en ég er viss um að þetta er falleg mynd fyrir alla.  Fékk að heyra söguþráðinn og það veit ég að þarna var unnið af alúð og fallegum hugsunum.  Hið dulúðlega fékk gott pláss.

Hehehe Frissi minn ég öfunda ykkur af að vera búin að sjá myndina.  En Ari lofaði að það yrði eitthvað gert skemmtilegt í sambandi við sýninguna hér líka.

Takk fyrir minn kæri Kalli Tomm mósómaður, ég les nú líka ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt um Mosfellsbæ hjá þér.

Jamm Solla mín, öll útiatriði voru tekinn hér fyrir Vestan, sérstaklega á ættarslóðum Jóns Steinars bloggvinar skilst mér, og hér í nágrenninu, og heilan dag var skotið á nýja Fjórðungssjúkrahúsinu, hvar ég eyddi deginum með frábæru fólki, leikurum og upptökumönnum sminkum og leikstjórum. 

Vertu velkominn Jóhann minn.

Jakob minn þú hefðir ekki getað sagt mér betri fréttir elskulegur.  Vertu bara velkomin heim aftur, hvaðan þú komst og þar sem þú tilheyrir.  Náttúran kallar heim sitt fólk, með æ sterkari rödd. 

Æ Takk Anna mín.  Já það er skondið með þetta jólatré, sem kíkir upp fyrir röndina, vildi vera með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 12:42

20 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég var svo lánsöm að fá miða á frumsýningu í gær og myndin er bara frábær. Tók Delphin með, minn sjö ára gutta og hann skemmti sér konunglega. Hvet alla til að sjá þessa mynd, því hún er vel gerð, sagan bæði falleg og spennandi. Vestfirsk náttúru í öllu sínu veldi og frábær leikur hjá krökkunum. Þá er ekki verra að styrkja við bakið á leiknum íslenskum bíómyndum fyrir börn. Varð einmitt hugsað til þín Ásthildur mín þegar ég sá kreditlistann. Skimaði eftir þér en sá þig ekki. En það var líka troðfullt hús og ekki séns að sjá alla sem maður þekkir á svona samkomum.

Takk fyrir allar fallegu myndirnar af hinum mjög svo seiðandi heimabyggðum forfeðra minna. Ætlaði vestur í sumar en komst ekki. En ég er einmitt að verða brjáluð af þrá eftir þessari náttúru og að kíkja í minn heittelskaða Dýrafjörð.

Skelli svo Ljóðinu sem þú baðst um inn á bloggið hennar mömmu á morgunn.... Ástar og birtukveðjur frá náttúrubarninu sem er týnt í borginni sinni.

Birgitta Jónsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:55

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Birgitta mín.  Já það er ekki von að þú sæir mig, því það var ekki flogið.  En ég hafði samband við Ara Kristins og hann lofaði að það yrði gert eitthvað úr frumsýningu hér fyrir vestan.  Ég hef mjög gaman af að setja inn þessar myndir, þær eru líka flestar teknar samdægurs.  Ætti samt að geta fundið mynd af Dýrafirðinum ef ég leita vel.  Ef þú kemur vestur, þá kíkirðu við í kúlunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband