30.11.2007 | 14:01
Hvernig myndi þér líða ?
Ef barnið þitt sem hefði verið í rosalega góðum málum núna í marga mánuði og sýnt ótvíræðan vilja og getu til að koma sér í venjulegt líf, en fyrrverandi fíkill, sem var kominn langt niður, væri fallinn og berðist af alefli við að komast inn á Vog.
Ef þú vissir að það yrði sífellt meiri barátta við fíknina, sem lengra liðið til að komast inn, og nú væri kominn langt í mánuður.
Ef bæði læknir og trúnaðarmaður væru búnir að hringja og reyna að koma honum inn, en ekkert gengi.
Þú svæfir illa og værir með sífelldar áhyggjur af afkvæminu, af því að reynslan hefði sýnt að hann getur farið ansi langt niður og þar með hafið ferli sem endar með ósköpum.
Ef þú svo uppgötvaðir svo að það er bara einn maður sem ræður því hvort hann kemst inn eða ekki, það eru engir biðlistar, eða röð, bara ákvörðun manns sem öllu ræður.
Og að þú hafir frétt að það er oftar en ekki maður sem þekkir mann sem þekkir mann sem gengur fyrir, og þú ert svo sannarlega ekki í þeim hópi.
Að í rauninni eru sárafá úrræði fyrir mann sem vill reyna að komast aftur upp á yfirborðið, getur það ekki sjálfur, og fær ekki að komast að.
Þá er hægt að spyrja;
Er þetta ríka þjóðfélagið sem við erum alltaf að gorta okkur af?
Er þetta samfélagið þar sem allt er í svo góðu lagi, best á heimsmælikvarða ?
Er þetta það sem okkur þeim mörgu sem erum aðstandendur óláns fólks er boðið upp á ?
Já því miður. Hér sárvantar fleiri meðferðarstofnanir, svo að þeir sem vilja snúa við blaðinu, geti komist að strax ekki á morgun ekki eftir 6 mánuði, heldur í gær. Við erum hér að tala um fólk sem hefur missts taumhald á lífi sínu, getur ekki bjargað sér sjálft, en hefur samt sýnt að það vill bjargast.
Og að lokum vil ég sýna hér blogg frá annari móður í svipuðum aðstæðum. Þetta bara gengur ekki lengur. Hér á ekki að minnka hjálpina, og fækka heimilum, heldur stórauka aðgengi bæði fíkla og aðstandenda að hjálpinni.
http://www.daudansalvara.blog.is/blog/daudansalvara/entry/378387/
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2022885
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður á vont með að ímynda sér að einhver í þessu velferðarþjóðfélagi þurfi að ganga í gegnum svona hremmingar (þeir eru víst ófáir)
Á meðan er hægt að rífast á hinu háa alþingi um hvort hvítvoðungar eigi að vera í bleiku og bláu !!!!!!!!!!
HVAÐ ER AÐ !!!!!!!!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:31
Sæl Ásthildur.
Sammála fallega englinum Örnu. Já því miður er þetta staðreynd á meðan er verið að prédika yfir okkur að á Íslandi sé svo mikið góðæri, við skráð á einhverja lista út í hinum stóra heimi um að við séum ein af ríkustu þjóðum veraldar miðað við íbúafjölda og framleiðsla pr. mann er mega flott hér miðað við annars staðar.
Þetta er nú meiri hræsnin. Hér býr fólk á götunni, margir eru þjáðir og svangir, mikil fátækt og eymd, margir berjast við fíkn og úrræði alltof fá. Fangelsismál ekki uppá marga fiska o.sv.frv. Fyrst að við erum svona rík ættum við að byggja fleiri meðferðarheimili fyrir þá sem berjast við fíkn og eins þarf að byggja almennilegt fangelsi þannig að fangar sem hafa stolið einu belti í búð séu ekki hafðir á sama stað og alvöru glæpamenn. Það þarf að hlúa að þessu fólki. Væri miklu skynsamlegra að nota peningana í að hjálpa þeim sem eiga bágt en að byggja sendiherra glerhallir út um allan heim eins og var gert í Berlín. Ásthildur, þú komst við viðkvæman blett hjá mér núna. Arg. Gangi þér vel í baráttunni. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:37
Held þetta séu nú ekki réttar ályktanir að það sé klíkuskapur sem um ræður þegar fólk þarf að komast inn á Vog, hvert tilfelli fyrir sig er metið, hvort um lífshættu sé að ræða og hvort virkilega örvænting sé í gangi eða eitthvað annað og þá er ég að tala um alka sem hafa farið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar inn, einnig er farið eftir hvort viðkomandi hafi nýverið þarna inni á Vogi, hvort hann hafi þá lokið meðferð eða hvort hann hafi hlaupið út.
Finnst ekki rétt að halda svona fram að um klíkuskap sé að ræða og engir biðlistar séu, það geta allir leitað á bráðamóttöku Vogs og er þá metið eins og ég sagði hvort bráðainnlögn sé þörf.
Óvirkur alki (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:38
Sæl Ásthildur. Því miður þarf ég að taka undir hvert orð hjá þér þar sem ég hef þurft að vera í þínum sporum. Gangi þér rosalega vel.
Við óvirkan alka vil ég segja: Því miður er þetta svona og það er hrikalega sárt. Frá starfsmanni Vogs fékk ég þau skilaboð þegar ég bað um hjálp fyrir fárveikan aðstandenda: "Haltu honum inni" Hann hvílir nú í Gufuneskirkjugarði
Sóley Valdimarsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:46
Takk öll.
Eftirfarandi símtal er staðreynd;
Sonur minn er á biðlista eftir að komast inn á Vog.
starfsm. Ertu ****** þ.e. stuðningsfulltrúi drengsins.
Nei ég er faðir hans. Hvenær kemst hann inn ?
Ég get bara ekki sagt það. Það fer eftir því hvenær hann verður dreginn út.
Dreginn út ? er þetta þá eins konar lotterí ?
Nei alls ekki. En það eru biðlistar og forstöðumaðurinn ræður alfarið hverjir eru teknir inn.
Geturðu þá ekkert sagt mér um hve lengi hann þarf að bíða enn.
Nei því miður, það er allt undir forstöðumanninum komið.
Annað símtal.
Ég er að fara inn á Vog.
Nú er langt síðan þú sóttir um.
Nei það eru tíu dagar.
Nú minn sonur er búin að bíða í a.m.k. þrjár vikur.
Ég fer allavega inn á morgun og er að vinna í að fá vinkonu mína með mér inn líka.
Ég er ekki að segja að það sé klíkuskapur, ég er að segja að það eru ekki allir teknir inn eftir röð. Ég get ekki metið ástandið á fólki, en minn er í sárri neyð og þörf fyrir að komast inn. Og það er sárt að horfa upp á hann bíða og bíða, og verða vonlausari og vonlausari.
En þetta er ef til vill einkarekinn stofnun og þá er ekkert við því að gera að það taki menn mislengi að komast að.
Ég vona bara að þessari bið fari að ljúka, því það er margt í húfi, ekki bara sonur minn, heldur svo margt í kring um alla fjölskylduna. Og hann hefur staðið sig svo vel núna svo lengi, að það er synd að sjá alla uppbygginguna fara sífellt neðar, meðan hann bíður eftir að komast að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 15:52
Sóley mín ég samhryggist þér, og þetta er ekki sá fyrsti, og þetta er alltaf hræðslan sem lónir á bak við. það er bara svo sálarslítandi að það hálfa væri nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 15:54
Þetta er náttúrulega hræðilegt. Í hvað fara áfengisskattarnir sem við erum að borga?
Byggingar á tónlistarhúsum eða sendiráðum í Kína?
...eitt er víst að það virðist ekki vera heilbrigðis, forvarnar og meðferðarúrræði eins og ætti að vera.
Það þarf gagngera endurskipulagningu á þessum málum.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.11.2007 kl. 16:00
Svona virðist þetta vera, því miður. Minn gat komist inn á notime með hjálp vinkonu sinnar ef hann vildi, en hann var bara ekki tilbúinn að fara þá. Mér var sagt þegar ég talaði við Vog að það gætu tekið nokkrar vikur þar til að hann kæmist inn, hann hefði þá verið að fara í fyrsta skiptið. Fíklarnir okkar þurfa að komast inn núna ekki eftir margar vikur, þegar þeir eru kannski komnir miklu neðar í neyslunni heldur en þeir vor þegar þeir voru tilbúnir að fara í meðferð.
Og svo til að kóróna þetta allt getur farið svo að foreldrahúsinu verði lokað.
kidda, 30.11.2007 kl. 16:09
Já það er hræðileg tilhugsun, miðað við hvað það hefur hjálpað mörgum foreldrum. Ég að vísu hef ekki aðgang að svoleiðis hjálp. En ég get alveg skilið hve nauðsynlegt það er að geta leitað eitthvað þar sem fólk mætir skilningi og velvild. Það þarf að gera svo miklu miklu meira fyrir fólk í þessum sporum. Vandamálið er risastórt og teygir sig út í allt samfélagið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 16:15
Það væri svo sem alveg ágætt að fá útttekt á því J.Einar minn í hvað álögur VÁTR fara. Þeir skattar ættu að fara í að bjarga þeim sem ánetjast hafa bæði vímuefnum og reykingum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 16:18
Á.T.V.R. á þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 16:19
Þetta
Kristín Katla Árnadóttir, 30.11.2007 kl. 16:24
Þetta er alveg hræðilegt elsku Ásthildur mín mér mundi líða skelfilega baráttukveðjur til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.11.2007 kl. 16:27
Sæl aftur. Það er skömm að þessu fyrir þetta þjóðfélag sem þykist vera svo frábært. Það verður að auka þessa þjónustu. Eins þjónustu fyrir þá sem þurfa að fara af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda og bíða kannski í tvö ár eftir að komast á Reykjalund til að fá lausn mála sinna og á meðan á biðinni stendur versnar oft ástandið eins og með þá sem bíða eftir meðferð. Maður hugsar oft um krónuna og aurana í þessum málum. Hvort ætli sé nú dýrara að hafa allt þetta fólk á biðlistum eftir úrræðum eða hjálpa þeim svo þau geti komist aftur út á vinnumarkað hvort sem það er fólk sem eru fíklar eða fólk sem hefur lent í slysum eða eru að sligast undan sjúkdómsbyrðinni sinni. Við vitum að sumt fólk fer ekki aftur út á vinnumarkaðinn en það er nauðsynlegt að hjálpa fólkinu þannig að þeim geti liðið BETUR. Það á ekki einu sinni að þurfa að krefjast þess. Þetta eiga að vera sjálfsögð mannréttindi í góðærisríkinu Íslandi.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:37
Takk stelpur mínar. Og alveg rétt sem þú segir Rósa mín. Það er alveg með ólíkindum hve lappirnar eru alltaf dregnar þegar þeir eiga í hlut sem minnst mega sín.
En ég var mikið að hugsa um hvort ég ætti að þora að opna þessa umræðu. Var eitthvað hrædd um að það að ræða þetta svona myndi jafnvel bitna á drengnum. Vona samt ekki. En hvað veit ég. ég er bara sárreið móðir, sem hef barist við þennan fjanda, eiturlyfin, afkvæmið, kerfið og meðferðarstofnanir í yfir 20 ár. Og þó segja megi að eitthvað hafi þokast í rétta átt, þá hefur það allt saman verið í mýflugumynd.
Hér vantar að halda stóra ráðstefnu þar sem allir tækju þátt, sem hlut eiga að, dómarar, lögregla, fangelsismálayfirvöld, sálfræðingar, geðlæknar, læknar, meðferðaraðilar, félagsmálastofnun, tryggingafélög aðstandendur og fíklarnir sjálfir. Því hvort sem þið trúið því eða ekki, þá koma málefni fíkla inn á borð allra þessara aðila að einhverju leyti.
Hér þurfa allir að bera saman bækur og skoða hvort ekki er hægt að spara með því að fylgja betur eftir því sem verið er að reyna að vinna inn í málaflokknum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 16:47
Ég óska ykkur alls hins besta og vona svo sannarlega að biðinni fari að ljúka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 17:54
Sæl aftur.
Ég skil að þetta var erfið ákvörðun að skrifa um þetta en mikið er ég fegin að þú skildir drífa í því. Þurfum við ekki að virkja duglegu Ásdísi okkar og fleiri hér á blogginu og byrja með nýjan undirskriftarlista og skora á þá sem fara með ríkismálin okkar að koma með lausnir. Ég vil að fólkið sem við höfum kosið setji kraft í málefnin sem við höfum rætt hér.
Strákurinn þinn hlýtur að sættast á þetta því þú gerðir þetta vegna þess að þú elskar hann og fjölskyldu hans.
Hér er líka slæmt veður. Blæs hraustlega. Njóttu þín á staðnum okkar.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:22
Takk báðar tvær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 18:37
Ég vona innilega að eitthvað fari að gerast í þessum málum hjá ykkur og biðinni fari að ljúka. Gangi ykkur sem allra, allra best
Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 20:07
Takk Sunna Dóra mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 20:21
Blessuð... ég veit allavega um eitt pláss sem losnaði í dag... minn gékk út og er kominn aftur á fullt... hann kvartaði sáran þessa fáu daga hvað það væri leiðinlegt þarna inni núna það væri engin sem hann þekkti....spurning hvort er fámennt eða hvað.... hann þekkir nokkuð vel góðan fjölda af undirheimafólki.
Knús
Kristín Snorradóttir, 30.11.2007 kl. 21:02
Æ Kristín mín leitt að heyra þetta. Sem segir okkur að það þarf að vera til lokuð meðferðarstofnun, sem þau komast ekki upp með að ganga svona út, fyrr en meðferð lýkur. Það eru svoleiðis stofnanir á hinum norðurlöndunum. Menn eru hreinlega dæmdir í meðferð. Knús til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 21:48
Elsku vina, biðin er alltaf verst í svona tilfellum....útbúa þarf einhvers konar athvarf fyrir þá sem bíða...undir eftirliti fagfólks..þar sem haldið er utan um fólkið á meðan það bíður..einhvers konar fyrsta hjálp..
Vona að pláss losni sem fyrst.....og forstöðumaðurinn sjá nafnið hans
knús til ykkar allra í kúlunni
Katrín, 30.11.2007 kl. 21:56
Þetta er eitt af þeim málum sem fær mig til að verða sótilla og skammast mín fyir þjóðfélagið okkar.Líðanin hlýtur að vera djöfulleg.
Mér er þetta frekar óskiljanleg þar sem all flestir komast unir læknishendur ef um beinbrot eða blóðtappa eða bara eitthvað annað er að ræða.
En að meina manneskju sem virkilega vill breyta og berjast fyrir að endurheimta líf sitt er anskotanum ómannúðlegra......afsakaðu orðbragðið en ég er ægilega reið að heyra um svona lagað.
Risafaðmlag til þín Ásthildur mín
Solla Guðjóns, 1.12.2007 kl. 02:06
Elsku Ía mín, þú átt svo sannarlega alla mína samúð. Og líka alla mína aðdáun. Það er aðdáunarvert hvernig þú tekur á þessu, bæði þín vegna og drengsins.
Í hádeginu í fyrradag fór ég á bænasamverustund í Laugarneskirkju. Þar skráði ég í bók, ósk um að beðið yrði fyrir unga fólkinu sem á í erfiðri baráttu við áfengis- og vímuefnafíkn. Ég veit ekkert af hverju ég gerði þetta, ég hafði ekki hugsað mér það áður en ég mætti á staðinn. Kannski einhverjir straumar frá þér hafi stýrt mér.
Höldum áfram að biðja fyrir þessu unga fólki - og þeim sem þau elska. Biðjum líka fyrir þeim sem geta hjálpað.
Laufey B Waage, 1.12.2007 kl. 10:50
Takk elsku Laufey mín, það hefur mikið að segja að biðja fyrir þessum elskum. Það er eins og þau séu ljósnæm, ég veit að það skilar sér. Flest af þeim sem lenda í svona eru einmitt næmar sálir, sem geta ekki alveg fótað sig í þessari veröld. Svo skrýtið sem það er.
Já Ollasak maður skammast sín stundum fyrir skilningsleysið og í raun og veru kæruleysið um náungann sem ríkir svo sannarlega í þessu þjóðfélagi.
Katrín það er alveg rétt sem þú segir, það þarf að koma þessu fólki strax undir hendur fagaðila. Og það hlýtur að vera ódýrara en það sem gerist þegar allt er látið reika á reiðanum með þessa einstaklinga.
Takk allar saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 11:45
Ég bara veit ekki hvað ég á að segja, ég fæ kökk í hálsinn og verk í brjóstið þegar ég rifja upp gönguna með syni mínum. Oft hélt ég að hann lifði þetta ekki af, en hann gerði það og virðist vera í góðum málum eins og er. Ég veit samt hversu viðkvæmt það er. Hinn sonur minn glímdi við þroskaröskun og ýmislegt því tengt, þar var þjónustan nánast engin. Hann er í Gufuneskirkjugarði. Þriðja soninn á ég sem betur fer er í lagi
Ragnheiður , 1.12.2007 kl. 13:32
Mér sýnist stefna i það að við mæðurnar þurfum að skera upp herör gagnvart þessu kerfi. Við eigum rétt á því að börnin okkar séu meðhöndluð sem manneskjur en ekki dýr. Í stjórnarskrá stendur að ALLIR skuli jafnrétt háir í þjóðfélaginu. En í dag er það eins og í sögunni Animalfarm, að sumir eru rétthærri en aðrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 14:01
Sæl Ásthildur mín
það er til skammar að grasrótarsamtök S.Á.Á. skuli hafa 1 forstöðumann eins og sagt er í samtalinu hér að ofan,hugsið ykkur það er alltaf talað um langan biðlista þegar verið er að afla fjár fyrir þessi grasrótarsamtök sem SÁ.Á eru en ef einn forstöðumaður er að fara yfir hann þá gerir hann nu lítið annað.
Var S.Á.Á. ekki að opna bráðamótöku ?
Það að þurfa að þekkja mann og annan er ekki gott ef það þarf til að koma fólki á sjúkrahús S.Á.Á ,hugsum okkur aðra lífshættulega sjúkdóma ef maður mundi þurfa að þekkja réttu mennina til að fá forgang til að komast á sjúkrahús. það er ummræða um að halda foreldrahúsi opnu og það er vel og Guð gefi að það verði hægt.
en þarf ekki að athuga eitthvað með S.Á.Á. ættli forstöðumaðurinn sé bara ekki orðinn þreyttur á að lesa innlagnarbeiðnir alla dag,og kanski farinn að hlaupa yfir eitthvað af beiðnum.
Gangi þér vel og drengnum þínum
kveðja vinur
Vinur (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:42
Takk fyrir góðar óskir vinur. Já ég hugsa að það þurfi eitthvað að skoða þarna yfirumsjón. Til dæmis að það þurfi að leggja fram skriflegar umsóknir, tilgreina ástand og aðstæður fólks, svo hægt sér að fara eftir því hvað hver einstakur sjúklingur þarf. Það er það eina rétta í þessu. Vonandi kemur fljótlega að mínum syni. Hann er svo sannarlega í þörf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 15:20
Þetta er ljótt að heyra, vonandi mun þetta ganga hjá ykkur. Langaði að spyrja hins vegar hvort þið hafið prófað bráðadeild geðdeildar Landsspítalans? Í geðdeild LSH er afeitrunardeild... ég veit að það er sama sagan þar, fólk þarf að vera metið ansi veikt til að komast þar inn, en svo er líka Teigur, þar sem hálfsmánaðarlega byrja nýjar 6 vikna meðferðir. Mögulega gæti þetta verið kostur...?
Hvað með... (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:29
Já ég þekki til með Geðdeildina. Á dálítið erfiðar minningar um það. Þegar hann var þar síðast fyrir nokkrum árum, þá labbaði hann sig út, sem á ekki að vera hægt, fékk bæjarleyfi eftir tvo daga, og hvarf, "skrýtið". Það varð lítið um svör þegar ég spurðist fyrir um drenginn. Hafði þá frétt af honum á flandri í Hafnarfirði, þegar ég vissi ekki betur en hann væri inni á Geðdeildinni. Og hafði verið sagt að hann fengi ekki að fara neitt, nema í fylgd.
En ég ætla að skoða þetta með Teig, hef ekki heyrt um það. Málið er að hann vill fara inn á Vog. Og við það situr. Þetta er erfitt, það get ég sagt. Svo lónir alltaf óttinn á bak við hjá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 13:16
Krísuvíkursamtökin eru að vinna mjög gott starf og á Hlaðgerðarkoti er líka hægt að fá hjálp.
lipurtá, 5.12.2007 kl. 00:24
Takk Lipurtá mín. Ég veit um þessa staði, Krýsuvík var sá staður sem hjálpaði honum upp úr vímunni í upphafi. Það var í fyrsta sinn sem hann sá ljósið eftir margra ára neyslu, þegar hann var þar í 5 mánuði. Síðan fór hann á Hlaðgerðarkot síðast þegar niðurbrotið var. En málið er að nú vill hann bara inn á Vog. Reyndra er 2ja vikna biðlisti inn á Hlaðgerðarkot núna, eftir því sem mér er sagt.
Það er ekki auðvelt við að eiga stundum. En aftur takk fyrir ábendinguna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.