28.11.2007 | 11:49
Jafnrétti -
Ég ætlaði mér svo sannarlega ekki að taka þátt í umræðunni sem hér hefur tröllriðið þjóðfélaginu undanfarið.
En umræðan hefur þróast á frekar óheillavænlega braut.
Ég er jafnréttissinni, ég veit að það hefur hallað á konur gegnum tíðina, hef fundið það á eigin skinni. Þó ég hafi ekki látið það aftra mér frá því að ná fram því sem ég hef viljað.
En málið er, að það eru sterkar umræður í þjóðfélaginu á báða bóga, og mér hugnast hvorugt. Það hefur aldrei neitt gott áunnist með stríði.
Í jafnréttismálum er slíkt ekki hægt. Þegar tekist er á um slík mál, þarf málamiðlanir.
Ég horfi upp á allskonar árásir kvenna sem eru talsmenn feminista (kvenrembur) á karlmenn, og því er svarað af hörku af karlmönnum (karlrembum) sem finnst á sig ráðist. Hvorugur þessara hópa eru beint líklegir til að koma af stað vitrænum umræðum um málefni kynjanna. Þar sem öfgar eru aldrei vænlegar til árangurs.
Þess vegna tel ég þessar konur, sem að mínu mati eru öfgafeministar séu ekki heppilegir framsögumenn kvenna í leið að jafnrétti, frekar en ég tel að karlremburnar séu heppilegir talsmenn karlanna.
Þetta stríð milli kynjanna er því háð af öfgatoppum á sitt hvorum vængnum, meðan meirihluti fólks vill ræða þetta á hlutlausari hátt, á báða bóga. Hvað það er sem skortir á að konur geti notið sín í samfélaginu, og hvað það er sem þarf að leysa til að karlmenn sitji við sama borð og konur í öðrum málum ekki síðri.
Sumir vilja segja að það dugi ekkert minna en svona upphlaup. Ég segi að það skili litlu sem engu, nema að æsa fólk hvort gegn öðru, og setja málin í enn harðari hnút en áður.
Boð og bönn hafa aldrei skilað neinu. Þau leiða einungis til þess að vandamálin sem þau eiga að leysa fara undir borðið og í leyndarhjúpa, sem miklu erfiðara er að nálgast. Og gerir fólki enn erfiðara fyrir að lifa við þau skilyrði sem þeim eru búin.
Þess vegna þarf að leysa vandamál með umræðum og fræðslu. Jafnvel að leyfa þeim að þróast til betri vegar með meiri upplýstum umræðum, og fræðslu.
Hausatalningar eru frekar pínlegar að mínu mati. Það skiptir ekki máli hve margir karlar eða konur eru í viðtölum heldur hvernig það fólk talar sem þar kemur fram. Sem betur fer eru flestir bæði karlar og konur á því að jafnrétti kynjanna sé það æskilega, og þó seint hafi gengið, þá þokast hlutirnir í rétta átt.
Ég sá komment einhversstaðar um að það mætti rekja launamun kvenna og karla m.a. til þess að konur gerðu ekki sömu kröfur og karlar um betri laun. Þessu get ég alveg trúað. Það býr í okkur sjálfum ákveðið "umburðarlyndi" og jafnvel minnimáttarkennd gagnvart okkur sjálfum, sem konur þurfa að ráða bót á. Ég er nokkuð viss um að þar þarf hver og ein að taka til í sínum ranni, þar vinnst ekkert með hausatalningum og upphrópunum.
Hinsvegar er alveg ótrúlegt hvað sumir karlmenn láta út úr sér um, og við þær konur sem eru þó samkvæmt bestu vitund að vinna konum brautargengi. Því þær eru að þessu í bestu meiningu, þó ég sé ekki sammála aðferðunum.
Ég er því á því að hér þurfi að taka málin öðrum tökum, fá aðra formælendur, og jafnvel taka málin upp á víðari grundvelli. Ég er ekki feminist, og ég vil ekki láta samsama mig með þeim aðferðum sem þær hafa beitt. Þó dáist ég að þessum konum og veit að þær eru að vinna að málefnunum með þeim aðferðum sem þær telja réttastar.
Það sem ég á við er, að það lagar enga stöðu að reyna boð og bönn til að gera hlut kvenna betri. Þar þarf sameiginlegt átak okkar allra kvenna og karla. Það fæst ekki með öfgafullum aðferðum.
Þær gera það einungis að verkum að fólk sem vill leggja þessu máli lið af sanngirni hellist úr lestinni. Eins og alltaf gerist þegar fólk gengur of langt í öfgum. Þá fara hinir friðsömu og yfir gefa skotgrafirnar. Ekki er það það sem við viljum.
Svona er ég nú stemmd gagnvart umræðunni um Jafnrétti. Við erum örugglega flest á þeirri línu að allir eigi að vera jafnir og hafa sem bestan aðgang að lífsins gæðum. Okkur greinir bara á um áherslur og aðferðir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr,heyr, eins og talað út úr mínu hjarta og munni
kidda, 28.11.2007 kl. 12:02
Þarna er ég enn og aftur sammála þér.það er óþarfa rugl og rifrildi og öfgar a báð bóga í þessum efnum.......ég hef stundum sagt að femínistar séu að eiðileggja karlmennskuna ......en það er nú önnur saga .......
ég get víst gert við bílinn minn sjáf
Solla Guðjóns, 28.11.2007 kl. 12:13
Jahérna.. nú býr nýrra við!
Gott að sjá að Cesil hefur skoðað þessi mál og snúið baki við fyrri yfirlýsingum um að hún sé femínisti. En það er eins og mig minnir til að hún hafi einmitt lýst yfir í árdaga Málefna.com að hún væri Femínisti.
Og svo sannanlega hefur hún rétt fyrir sér að öfgar tala engu máli, nema hinu gagnstæða. Og ég skal manna fyrstur viðurkenna sök mína í því að missa mig í tilfinningasömum "umræðum" og reiðast, oft að óþörfu, stundum vegna lítilla saka.
Og þess ber að geta að oft býr meir að baki ofstopanum en við fyrstu sýn sýnist. Og þegar "jafnréttissinnar" eins og femínistar tala um í hörðum tón hversu vondir karlar séu, dragi fram alla þá ógeðslegu glæpi sem þeir segja þá seka um og spara ekkert, þá hljóta sumir að velta fyrir sér, hvað liggur undir. Hverju vilja þessir einstaklingar í raun fá framgengt?
Eru þeir að bera hag minnimáttar fyrir brjósti sér?
Eru femínistar að þruma yfir okkar ríkistjórn um lág laun kvenna, bágborinna réttinda skúringakvenna, kvenna sem eiga erfitt vegna veikinda, barnamegðar, lárra launa osfv. osfv?
Nei.. það gera þeir ekki. Þeim virðist vera skítsama um allar konur nema þær sem lenda í klónum á "karlkyninu"
Vissulega les ég og fleiri karlahatur út úr svona "baráttu" Les út úr þessu, að Femínistar séu fyrst og fremst að koma höggi á karlmenn og vekja upp samúð með konum almennt.
Síðan, kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum kröfur um jafna hausatalningu, jafnan aðgang að völdum, hvort sem er í opinberum geirum eða einkafyrirtækjum.
Er lágkúran virkilega svo mikil að heil baráttusamtök séu svo nauðaómerkileg að þau hiki ekki við að nýta sér eymd annarra til að ota sínum tota?
Að svona samtök séu að vekja upp samviskubit karlmanna gegn konum með syndum brenglaðra einstaklinga sama kyns og umleið noti sér það sem vogarafl til meiri áhrifa og valda?
Að mínu áliti, 100% réttmæt spurning!
Svo er nú það!
feu (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:40
Takk stelpur mínar.
Aldrei hef ég sagst vera Feministi. En ég hef oft haft samúð með málfluttningi margra þeirra, og margt af því sem konur sem eru feministar segja er satt og rétt. Það eru öfgarnar á báða bóga sem mér leiðast. Ég hef alltaf sagt að ég sé jafnréttissinni. Og ég tel að það sé einmitt það sem flestir vilja vinna að. Jafnrétti nær líka yfir jöfn tækifæri allra í samfélagi þjóðarinnar. Þar hefur bilið aukist mikið. Hér þarf samstillt átak allra ekki bara sumra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 13:51
Þá byðst ég afsökunar og dreg þar með þá skoðun mína hér með 100% til baka.
Feu (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:06
Ég er femínisti og hætti því ekkert þó einhverjir aðrir ákveði að endurskilgreina hvað femínisti er, rakka niður orðið femínisti og gera það að blótsyrði. Samkvæmt skilgreiningu femínistafélags Íslands er femínisti karl eða kona sem sér að jafnrétti er ekki náð og vill gera eitthvað í því. Það er einmitt það sem ég vil.
Ég sem femínisti berst fyrir réttlátara þjóðfélagi, þó einhverjir segi að ég sé að berjast fyrir forréttindum og gegn karlmönnum er það ekki rétt. Ég læt ekki fólk, jafnvel nafnlaust fólk, segja mér hvað mér finnst eða skilgreina mína baráttu eða skoðanir upp á nýtt. Ég læt slíkt sem vind um eyru þjóta og held áfram að benda á óréttlæti, hvetja konur áfram, hvetja til breytinga og bæta þar sem ég get. Það er líka allt í lagi þó sumir vilji frekar kalla sig jafnréttissinna og vilji vinni að þeim markmiðum þannig, því fleiri því betra.
Mér virðist sem fólk hafi oft ranghugmyndir um hvað femínisti er og byggir skoðun sína jafnvel á orðrómi eða rifrildum um smámál. Mikið vildi ég óska þess að þeir sem segjast vilja ræða um jafnréttismál æsingalaust gætu gert það án þess að missa sig í enn eitt skítkastið á femínista.
Eins og fram hefur komið undanfarið viljum við það sama, réttlátan heim og þó okkur greini á um aðferðir getum við vel komið réttlætinu í framkvæmd. Nú er mál að hætta að rífast og fara að vinna ég hlakka til að sjá frá ykkur jafnréttissinnunum tillögur og umræðu. Ekki mun standa á mér að bakka ykkur upp og berjast við hlið ykkar.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.11.2007 kl. 15:07
Heyr heyr Matthildur!!!!! Það liggur við stundum að maður fari bara undir sæng þegar maður les eða verður vitni að árásum, jafnvel svæsnum persónulegum árásum á "öfgafeminista" eins og sumir vilja orða það. Þar nefnilega liggja öfgarnir.
Fyrirlitningin sem úsar frá þessum einstaklingum er svo mikil að maður veltir því stundum fyrir sér hvort ekki sé allt í lagi heima hjá þessu fólki.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 28.11.2007 kl. 15:20
Það er allt í lagi heima hjá mér.
Mér dettur heldur ekki í hug að gera orðið Feministi að blótsyrði. Félagsskapur fólks sem berst fyrir sínum málum er líka í lagi. Það sem ég var að benda á, er að öfgar sama á hvorn veginn er, eru ekki vænlegir til að vinna málstaðnum fylgi. Það er fullt af flottum konum sem ég þekki sem eru feministar, í feministafélagi Íslands eða hvað það nú heitir, eða fylgja þeim ágæta félagsskap. Það sem ég á við er, að það hefur gerst sem svo oft vill verða að sumar konur eru að ganga of langt - nóta bene - að mínu mati í málfluttningi. Það hefur ekkert með félagsskapinn að gera í sjálfu sér.
Sumir karlar eru líka að mínu mati að ganga of langt í því að rægja og lítillækka þær konur sem hvað harðast ganga fram. Það er þess vegna sem ég er að segja það mitt álit, að svona málfluttningur skilar ekki árangri.
En það er sennilega sama með þetta og innflytjendamálin, þau eru of viðkvæm, svo það má eiginlega ekki ræða þau. Það er allt tekið á versta veg, á báða bóga.
Ég er nú samt á því að markmiðin séu þau sömu hjá flestum, bara spurning um hvaða leið við viljum fara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 16:08
Ásthildur mín við þurfum greinilega að fara yfir jafnréttismálin yfir rauðvínsglasi fljótlega
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.11.2007 kl. 16:52
Já ég hugsa að það sé til ágætis staður til þess hann heitir Langi Mangi
Ég er alltaf til að ræða þessi mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 17:20
Já, það getur verið að það eigi við í vissum tilvikum. En ekki í öðrum, ég vil ekki bera saman baráttu kvenna fyrir kosningarétti eða baráttu fyrir lokun súlustaða. Í öðru tilvikinu lítur málið að löggjafanum að setja lög um að konur megi kjósa. Þá er ekki hægt að banna konum að fara á kjörstað. Það er líka hægt að lögleiða bann við súludansi, en bannið mun samt ekki koma í veg fyrir súludansinn. Hann þvælist bara neðanjarðar og fer í felur. Það er eitthvað svona sem ég er að tala um í sambandi við boð og bönn. Sumt er bara ekki hægt að fylgjast með, meðan annað er uppi á borðinu. Og ég er alls ekki að mæla súludansi bót, eiturlyfjum eða vændi. Þetta er allt saman í heimi sem ég vil ekki vera í. En ég vil bara meina að meðan bæði er til framboð og eftirspurn, þá gengur ansi erfiðlega að fylgja banninu eftir.
En annars erum við komin aðeins út fyrir efnið. Það sem ég var að gagnrýna er aðferðarfræðin. Hún er að mínu mati ekki að virka. Ég er ekki á móti því að hér verði komið á jafnrétt, heldur einungis spá í hvort ekki séu aðrar leiðir vænlegri núna árið 2007 í samfélagi sem ætti að vera upplýstara en fyrir mörgum áratugum síðan.
Og feminsimi getur ekki alveg þýtt jafnréttissinni, því orðið femin er að mínu mati allavega notað um kvenpersónur, en ekki karlmenn. Þannig að um leið og konur tala um að ráðherra og þingmaður séu óheppileg karlkennd nöfn, sem nóta bene ég get alveg tekið undir, þá að sama skapi, hlýtur orðið feminismi að vera kvenlægt orð og verða þess valdandi að jafnréttisbaráttan hallast óneitanlega í kvenlega átt. Það eru nefnilega líka brotalamir á jafnrétti karla. Samanber forræðismál og umgengni við börn og slíkt.
En þetta er bara mín skoðun á þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 18:31
Nei þú ert ekki öfga sinni Halla mín. Málið er sennilega í hnotskurn að þið sem eruð að berjast í þessu af alhug, samsamið ykkur við allar þær konur sem eru að berjast á þessum vígstöðvum. Það er málið. Svo þegar deilt er á þær sem lengst ganga, þá fylkið þið liði í stað þess að staldra aðeins við og spyrja ykkur sjálfar, er þessi leið að skila árangri ?
Ég vil sjá hag kvenna sem mestan og hag allra sem jafnastan. Ég vil full réttindi allra. En ég er að horfa upp á klofning í samfélaginu, sem verður þegar sumir forsprakkar ganga of langt, vekja upp andúð, sem gerir fólk fráhverft málefninu, sem á a vera sameiginlegt mál allra. Og þar í hópi eru bæði konur og karlmenn. Það er málið sem mér finnst sorglegt. Og það er það sem ég er að benda á.
Við viljum það sama markmið, það eru leiðirnar sem greinir á um. Það er ekkert sem segir að svona aðferðir flýti fyrir, heldur sýnist mér líklegra að aukaatriðin verði að aðalatriðum, eins og hausatalning, hvort ungabörn klæðist bleiku og bláu, og slíkt. Það sem skiptir máli er að ræða málin af skilningi og vitrænu. Þetta kalla ég ekki að gera það. Ég hlustaði á samræður Egils Helga og konu sem ég man ekki nafnið á Dröfn minnir mig að hún heiti. Hún heimtaði að það væri jöfn tala af hvoru kyni sem kæmi í þættina hans Egils. Hann var að reyna að segja henni að hann hefði tekið tillit til umræðunnar og stóraukið aðgang kvenna að þættinum. Fyrir mér væri það miklu skynsamlegra að hrósa honum fyrir að taka þetta tillit, og í leiðinni bjóða honum að hafa ennþá fleiri konur í þættinum. Frekja og yfirgangur, þó maður hafi réttinn sín megin, skilar minna en hrós og pepp. Það er mín reynsla þegar til lengri tíma er litið.
Hvar er hin kvenlega slægð og klókindi ? Konur geta í raun og veru gert alveg heilmikið með sínu hyggjuviti. Það eru margar konur þarna sem geta gert stórátak ef þær bara vilja fara þá leiðina. Hvar eru kvenþáttastjórnendurnir ? Er ekki rétt að byrja þar. Hafa menn líka eitthvað spáð í hvort það eru fleiri eða færri konur sem koma í spjallþætti sem konur sjá um ? Það er vel ef svo er. En það er einhvernveginn bara tekist á um Egil Helgason, eins og hann sé lykillinn að allri okkar velferð.
Við komum til dæmis rosalegum framförum af stað með kvennafrídeginum. Miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir. Þar var ekki volað og vælt, hausatalning eða bleikt og blátt. Þar sameinuðust konur undir merkjum sameiginlegs áhugamáls. Við stóðum allar saman. Ég segi fyrir mig þar er stór munur á.
Þetta er nú bara ég. Ég vona svo að við getum sest yfir eitt rauðvínsglas eða svo næsta laugardag, og rætt um .................................... eitthvað allt annað og skemmtilegra en feminsima.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.