27.11.2007 | 22:06
Menningarblogg.
Ég ætlaði að vera í leikhúsi í kvöld. En sýningunni var því miður frestað.
Skuggasveinn var víst fyrsta leikritið sem sýnt var á Ísafirði. Því er gaman að Litli Leikklúbburinn skuli nú sýna það leikrit hér í fyrsta sinn i nýjum sal Edinborgarhússins. Við höfum lengi átt draum um leikhús, og nú hefur það ræst. Vonandi kemst ég á sýningu hjá þeim síðar.
Mig langar líka til að sjá sýningar Elvars Loga Jónas Hallgrímsson á Hótel Ísafirði, og Jólasveina Grýlusyni í Tjöruhúsinu. Ég er viss um að þessar tvær sýningar eru vel þess virði að koma og njóta þeirra.
En á næstu helgi verð ég í borg óttans, ætla á miðstjórnarfund Frjálslyndaflokksins, og svo á jólahlaðborð. Hlakka mikið til að hitta félaga mína þar og eiga við þau létt spjall yfir veisluföngum.
Þá ætla ég líka að nota tækifærið og fara á myndlistarsýningu hjá bloggvinkonu minni Katrínu Snæhólm. Vonast jafnvel til að hitta fleiri bloggvini þar.
En í dag datt inn um bréfalúguna hjá mér boðsmiðar á frumsýningu á kvikmyndinni Duggholufólkið, Nútíma ævintýri, sem verður 5. desember n.k.
Sjá hér;
Duggholufólkið frumsýnd um jólin
Barna- og fjölskyldumyndin Duggholufólkið verður frumsýnd um jólin en hún er fjallar um Kalla, 12 ára borgarbarn og tölvuleikjaunnanda, sem sendur er til Vestfjarða til að dvelja hjá föður sínum yfir jólin. Þar kemst hann í hann krappan þegar sýndarævintýri skjáheima breytast í alvöru ævintýri. Þar sem sagan gerist að stórum hluta á Vestfjörðum og fóru töluvert af tökunum fram fyrir vestan. En innitökur fóru hins vegar fram í stúdíói í Reykjavík. Myndin byggir lauslega á sögu um að eitt sinn endur fyrir löngu hafi 18 manns farist við Dugguholu Gilsbrekkudal í Súgandafirði á leið frá jólagleði að Hóli í Bolungarvík. Í burðarhlutverkum eru tvö 11 ára gömul börn, þau Þórdís Árnadóttir og Bergþór Þorvaldsson. Auk þeirra fara með helstu hlutverk Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Erlendur Eiríksson og Magnús Ólafsson. Auk þess eru margir Vestfirðingar í aukahlutverkum.
Leikstjóri og handritahöfundur er Ari Kristinsson en hann er einna þekktastur fyrir barnamyndirnar Pappírs-Pési og Stikkfrí sem slógu svo rækilega í gegn fyrir nokkrum árum.
Þessa mynd tók ég út Bæjarins besta.
Ég var með í upptökum einn dag í vor. Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að eyða deginum með þessu skemmtilega og yndæla fólki. Við fórum svo aðeins að skemmta okkur á Langa Manga um kvöldið. Margrét Ákadóttir var líka með í hópnum.
Jamm skemmtilegt.
Svo þið sjáið að það er mikið að gera í listalífinu hjá mér. Og mikið um að vera á þessum tíma í menningunni hér á Ísafirði. Bara spurning um hvað maður hefur mikinn tíma til að njóta þess alls sem í boði er.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver veit nema að við hittumst á málverkasýningunni hjá henni Katrínu
Katrín er bæði bloggvinkona og svilkona mín og var svo góð að hafa gulldrenginn minn í heila tíu daga í sumar og við erum svo glöð að þau séu nú flutt HEIM
Er farin að hlakka til
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:26
Njóttu menningarinnar.
Ekki veit ég hver er borg óttans
. Hún hlýtur að vera lengst útí löndum (nei, ekki reyna að leiðrétta mig.
Laufey B Waage, 27.11.2007 kl. 22:40
Hehehe Laufey, hún er auðvitað í Langtíburtistan
Já Hulda, það væri gaman. Ég er líka glöð að hún sé komin heim. Svona gullmolar eru best geymdir hjá okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 23:02
Meiriháttar gaman hjá þér kona. Njóttu vel.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 23:37
Amma, afi pabbi og einhverjar systur hans léku hjá leikfélaginu í árdaga á meðan það var til húsa í Húsi, sem stóð á Gúttóplaninu og brann síðar. Einhverjar myndir eru til af þessu. Duggholan er fyrir ofan Gilsbrekku við Súgandafjörð. Þá jörð eigum við ættmenn Jóns Grímsonar og Ásu. Þar var amma öll sumur með börnin sín og lifði nánast af landsins gæðum. Þar var líka um tíma hinn meinti þýski njósnari Sandy, sem Sindri Freyson, skrifaði bók um. Ég á myndir af þessum pilti og eina, þar sem hann er að kenna pabba 8-9 ára að gera Mullersæfingar út við læk. Ég og Ari Kristns vorum samkóla í MHÍ, svo segja má að heimurinn sé ansi hreint smár.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 01:45
Það er vert að nefna að fólk var sett í fangabúðir í Bretlandi fyrir að líkna þessum þýska dreng, þ.a.m. Sigga í Dagsbrún. Fyrir einhverja undarlega handvömm hjá Bretanum, þá slapp hún amma,
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 01:49
Gott að amma þín slapp Jón Steinar.
Ég sá á sínum myndir frá sýningum Leikfélags Ísafjarðar frá þessum tíma hjá henni Guðný Hartman. Jónas Magg og Sigrún voru þar líka sterkir aðilar.
Man líka þegar ég sá að það var verið að henda leikmunum LL á haugana, Guðrún heitinn Eyþórs var þá formaður klúbbsins, við fórum og tókum allt sem heilllegt var, m.a. var þarna leikmyndin úr Meyjarskemmunni, en sú sýning hafði verið sett upp og var held ég eitt af síðustu verkum leikfélagsins. Og hún fékk á tímabili nafnið Öskuhaugaformaðurinn
Já það var rosalegt með fólki sem var sett í fangelsi, m.a. Walter Knauf, og Tryggvi sem átti Gamla bakaríið og verslunina við hliðina. Häsler fólki var líka sett í fangelsi.
Gaman að þú þekkir svona vel til Jón Steinar, þú samdir nú líka leikrit fyrir LL, og vanst við uppsettningar á sýningum á sínum tíma. Mamma þín var nú líka liðtæk.
Jamm heimurinn er smár.
Jenný og Ella knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 08:32
Ég væri sko til í að komast á sýninguna hjá Katrínu
en góða skemmtun í borg óttans 
Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 10:46
Takk Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.