Draugar og daglegt veður.

Já hér er hið fegursta veður í dag svo sem og aðra daga flesta.

IMG_0472

Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja.

IMG_0477

Ef til vill get ég náð þér með þvi að teygja mig frá fjallatoppum Eyrarfjallsins.

IMG_0475

Ég segi það satt, þetta er alltaf jafn fallegt.

IMG_0481

Í mínum augum það er.  Og nú er farið að koma gulur litur, eftir því sem á morguninn líður, sjáið hvernig birtan glampar á sjónum.

IMG_0486

Já og nú er himinn gulur. Þetta sjónarspil er ókeypis fyrir alla sem vilja líta upp úr amstri dagsins og bara njóta.

IMG_0483

Svona líka.

IMG_0487

Smile

Það er verið að landa úr Júlíusi Geirmundssyni í dag, hátíðlegt að sjá það.

En hér er önnur mynd úr höfninni, mynd hinna gleymdu skipa.

IMG_0484

Var ég að tala um drauga.... ?  Já einmitt.

IMG_0485

Í þessu húsi er draugur, eða maður sem er farinn héðan.  Ég hef sjálf heyrt í honum og það gerðu líka fleiri manns.  Þetta hús var flutt frá Hesteyri á sínum tíma, þegar faðir minn og fleiri keyptu það og endurbyggðu það hér á höfninni.  Það var svo notað undir skreiðarvinnslu.  Þessar dyr sem hér sjást voru aldrei notaðar, nema til að sturta inn skreiðinni, en það eru aðrar dyr innan til, sem voru notaðar, þar er líka stigi upp á loftið, þar sem ýmislegt er og var geymt, svo sem eins og net og margskonar hlutir.

Stundum þegar við vorum að vinna niðri, heyrðum við að eitthvað var dregið til á loftinu.  Einu sinni kvað svo mikið að því að húsið nötraði.  Við fórum upp til að skoða hverju þetta sætti, um leið og við fórum upp stigann, datt allt í dúnalogn.  Uppi var ekki nokkur einast maður, hvað þá að einhver væri þar sem hefði getað útskýrt hávaðann.  Við leituðum um allt loftið, en það er einn geimur.

Afi minn í móður ætt Hjalti Jónsson, sagði mér síðar að hann hefði séð þann sem þessu olli.  Hann gat lýst honum, svo að einhver þekkti hann, hann hafði svo einkennilegar hendur, stórar kjúkur á þumalputtunum.  Þetta var þá smiður frá Noregi, sem hafði fylgt húsinu.  Gat ekki yfirgefið staðinn.  Ég veit ekki hvort hann er þarna ennþá blessaður.  En ég mun aldrei gleyma þessu.  Og það heyrðu allir sem inni voru hávaðann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf skemmtilegar svona sögur!

Flottar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín.  Þessi er líka sönn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Laufey B Waage

Já Ía mín, þú hefur alltaf séð og heyrt meira en margir aðrir.

Fallegir litir á himninum - og svo hressir snjófölin upp á skammdegið. 

Laufey B Waage, 27.11.2007 kl. 14:02

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Elsku Cesil sendu mér mail...en frábært að þú verður í bænum á laugardaginn. Ég var sko innilega að vona það en datt ekki í hug að óskin sú myndi rætast.

kbaldursdottir@gmail.com 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 14:13

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mögnuð saga - flottar myndir. Þakkir og kveðjur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar næturmyndir, eins og úr ævintýri.

Draugasagan framkallar hroll.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.

Knús til þín líka Arna mín. Bara komin í jólafötin

Það má segja það Laufey mín.  Enda er ég mikið innan um svoleiðis fólk.

Já ég skal sko senda þér email katrín mín.  Ég er rosalega ánægð líka.

Takk Gréta mín.

Hehehe Jenný, ég hefði átt að segja hana milli tunglmyndanna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 15:31

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ofsalega eru þetta flottar myndir ! Ég alveg drakk í mig þessa draugasögu, gat ekki litið upp fyrr en ég var búin að lesa....Mér finnast svona draugasögur svo spennandi og áhugaverðar! Takk fyrir lesturinn

Sunna Dóra Möller, 27.11.2007 kl. 17:36

9 Smámynd: kidda

Alltaf gaman af sannri draugasögu og ekki skemma drungalegar og fallegar myndir fyrir.

kidda, 27.11.2007 kl. 18:03

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar.  Ég á nokkrar fleiri í handarjaðrinum, segi þær ef til vill síðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 19:08

11 Smámynd: Rannveig H

Takk fyrir myndina 'Ia mín,hún skilaði sér.'Eg seigi nú eins og einhver hafði á orði hér um daginn,ég fæ heimþrá að sjá þessar gullfallegu myndir þínar.Við Daddi bróðir þinn lékum okkur oft í netadræsunum í rauða húsinu  kveðja

Rannveig H, 27.11.2007 kl. 19:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott Rannveig mín.  Já þær voru spennandi netadræsurnar á loftinu í rauða húsinu.  Ég vildi samt ekki vera það eftir myrkur á kvöldin, ekki einsu sinni ein þar um hábjartan daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 20:39

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús til þín elsku Ásthildur.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2007 kl. 20:53

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Katla mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 21:24

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

náttúran er bara stórkostleg

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.11.2007 kl. 00:09

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega er hún stórkostleg Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband