26.11.2007 | 18:35
Óbeisluð fegurð, og hið daglega veðurfar á Ísafirði.
Hið daglega veður á Ísafirði er hér;
Dálítið muskulegt svona í morgun, en besta veður samt.
svo fór að birta til, djúpið fallegt ekki satt ?
Arnarnesið kyngimagnað.
Jamm.
En þó það sé þýða, þá eru samt ennþá svona flottir frostfossar, listaverk náttúrunnar, gerist ekki flottara.
En í tilefni af því að myndin um óbeislaða fegurð var endursýnd í gær, þá er hér ein sem er hin eina og sanna óbeislaða fegurð, Mærin frá Willendorf, ég held að hún sé um 20.000 ára gömul, ein af fyrstu styttum af konu sem gerð var. Hún er núna geymd á Náttúrugripasafninu í Vínarborg, vel við hæfi, það er eitt það elsta í Evrópu.
Hér er hún í allri sinni dýrð. Og eins og sjá má, er líkamsvöxtur hennar ekkert í líkingu við herðatrén sem mest er sýnt af í nútímanum. Heldur er hér á ferðinni kona, með allt á hreinu, brjóst, maga, læri og pjötlu, allt á sínum stað.
Þær gerast ekki fallegri.
Reyndar er Náttúruminjasafnið í Vín allt frá árinu 1005. Svo það er svona að skapast um það leyti sem ísland var að byggjast ekki satt. Þegar súlurnar voru fyrst til umræðu hehehe segiði svo að súlur sér eitthvað nýmóðins eða þannig. Það voru allavega öndvegissúlur sem ráku á land í henni Reykjavík. Nú vilja Reykvíkingar ekkert við súlur kannast. Þær á að banna með öllu. Hvað ætli Ingólfur gamli hefði sagt við því ?? Hann hefði sennilega bara fært sig til Hafnarfjarðar, nú eða Ísafjarðar
Ég ræddi um það hér einhversstaðar að Unnur Jökulsdóttir hefði komið og rætt við mig í sumar um Huldufólk. Ég var að tala um að ekki rötuðu allar sögur á spjöld sögunnar. Í dag fékk ég svo voða sæta sendingu frá henni, elskulegt kort og bókina góðu. Hún sagði að því miður hefði ekki verið hægt að hafa allar sögur með. Sem ég skil vel. En ef hún les þetta þá vil ég þakka henni kærlega fyrir bókina, sem er ein af þeim fáu sem ég virkilega vildi fá núna yfir jólin til að lesa. Unnur mín, ef þú lest þetta, þá þakka ég þér kærlega fyrir bókina, sem ég mun lesa af mikilli ánægju. Ég vildi bara að þú hefðir áritað hana. Ef þú kemur vestur, þá kem ég með hana til áritunar, annars verð ég bara að líma kortið inn í hana. Takk kærlega fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brrrrrrrrr kallt en ægifagurt.
Konan er í blóma.
Til hamingju með bókina hennar Unnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 19:19
Takk Jenný mín, ég sé fram á að þurfa að taka mér bloggfrí til að lesa hana
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 19:28
Tækifærissinnaða femínyzdabeljan í mér, má til með að býsnast yfir því að mærin þessi sem að þú birtir hér mynd af sé nakin. Hefur virkilega öngvu farið fram í kvenréttindabaráttunni öll þessi tuttuguþúsund ár, & leyfir moggablogg svona klámerí ?
Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 21:21
Það er allavega ekki búið að loka á mig ennþá Steingrímur minn. En ef þið heyrið ekki frá mér framar, þá vitiði hvað hefur gerst.
Takk Ella mín og knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 21:42
Steingrímur góður
Hann hefur greinilega ekki verið byrjaður að lesa bloggið mitt þegar ég setti myndi af þessari sömu Venus frá Willendorf inn á bloggið mitt í vor. Ég var svo heppin að sjá hana á sýningu í Barcelona árið 2000, ég rambaði inn á þessa sýningu alveg óvart, einhver farandsýning líklega.
Fallegt af Unni Þóru að senda þér bókina - vona að þú njótir vel
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:25
Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 23:02
Já Anna, það var virkilega fallegt af henni. Ég hef reyndar farið tvisvar að skoða Venus frá Willendorf, hún á sinn stað í Náttúruminjasafninu í Vín. Hún er bara svo ótrúlega lítil.
Þessi sem ég er með myndina af, er stytta sem ég keypti þar af henni, hún er á ískápshurðinni hjá mér.
Mín er ánægjan Sunna Dóra mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 23:29
Sæl
Mikið langar mér að eiga myndir af tréljósastaurnum og frosna fossinum. Ef þú getur mögulega sent mér þér í góðri upplausn, til útprentunar þá mátt þú senda mér þær á Baddi@vk.is ( að sjálfsögðu verður uppruni myndanna gefinn upp á þeim.
kveðja úr borginni
G
Guðbjartur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 03:04
Ekkert mál Guðlbjartur minn, ég skal senda þér þetta í hádeginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.