Veður á Ísafirði og fjölskylda í heimsókn.

Fyrst er það veðrið á Ísafirði í dag.

IMG_0431

Já hann er dálítið blár þessi dagur.

IMG_0432

Ég bauð El Salvadorunum mínum í mat í kvöld, ég hafði prentað út myndir sem ég vildi að þau hefðu með sér til heimalandsins.  Já þau ætla að fara í heimsókn til El Salvador.  Alejandra er búinn að fá 3ja mán. dvalarleyfi, og er kominn með passa, svo hún fær að koma inn í landið aftur, þau ætla að vera í ættlandinu yfir jólin og svo hjá ættlingjum í BNA yfir áramótin.  Þau eru full tilhlökkunnar og ég skil þau svo vel.

IMG_0450

Lambalæri auðvitað.

IMG_0451

Litla ömmuskottan  hún Isobel Rólandsdóttir Díaz kom með afa og ömmu.  Og var bara glöð að vera hér.

IMG_0453

Hún skilur spænskuna alveg, en talar íslensku, og hún gerir greinarmun, það er afi og amma í kúlu og svo abuelo og aboela.  Heart

 IMG_0458

Hér eru þau Alejandra og Úlfur að tölvast.  Smile

En það komu fleiri í heimsókn í dag.  Litli Sigurjón ömmustubbur og mamma hans og systir.  Hér er hann að skoða Toy r us með mömmu sinni.

IMG_0437

IMG_0439

Amma á alltaf rússur í pokahorninu handa þessum elskum.

IMG_0438

Og svo er það náttúrlega dótið.

IMG_0441

Og prinsessan mín, stóra systir.

 

Ég hrindi í pabba minn í morgunn til að bjóða honum í mat, eins og ég geri oftast á sunnudögum, þá heyrði ég að hann var sárlasinn.  Hann sagði mér að hann hefði ekki getað borðað neitt í tvo daga.  Ég hafði áhyggjur af honum, og fór í heimsókn.  Hann var sofandi þegar ég kom, ég hafði með mér cvítamín gostöflur.  Setti þær á borðið og skrifaði honum lítið bréf, þar sem hann var sofandi þegar ég kom.  Vildi ekki vekja hann.  En áður en ég fór, þá sendi ég risastóra bæn og ljós og kærleika um alla íbúðina hans, það var yndisleg stund. 

Hann hringdi svo í mig í kvöld og þakkaði mér fyrir pillurnar, sagði að hann hefði fengið sér pillu, þegar hann vaknaði og þetta bara svínvirkaði, hann væri allur annar og betri. 

Ég brosti með sjálfri mér, og vissi að það var bænin en ekki pillurnar sem virkuðu svona vel.  En þannig er það bara. Þessi ljúflingur hann pabbi minn.  En ég gerði meira, ég tók mynd af myndinni af henni ömmu minni Guðrúnu Jónsdóttur, og set hana hér inn fyrir þá ættingja mína sem rekast hér inn, Önnu Stefáns og fleiri.  Þetta er falleg mynd af ömmu, og hún átti alltaf rúsínur og súkkulaði í stórri kistu til að gefa okkur krökkunum, þegar við komum í heimsókn. Heart

IMG_0436

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg færsla og falleg kona hún amma þín, alveg sérstaklega finnst mér augnsvipurinn segja að þetta hafi verið djúpvitur og næm kona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert bestust Ásthildur og barnaskarinn svo fallegur.

Gott að pabba þínum líður betur og ég er sammála henni Önnu um að amma þín hefur ábyggilega verið bæði djúpvitur og næm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Love you guys  Þið eruð salt jarðar stúlkur mínar.  Ef þið vitið það ekki, þá upplýsist það hér með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég væri líka jafnstoltur af því að fá vera bara beiskur pipar með þessum fínu saltstúlkum þarna að ofan, en stoltastur er ég nú af því að fá að þekkja þitt bloggerí & eiga þína bloggvináttu að ...

Einfaldlega sagt, frábær færsla, fallegar myndir eins & alltaf af þér þínum, & umhverfinu sem ég þekkti svo vel.

Þú bara ..

jæja

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 01:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert hér með krýndur hr. Pipar minn elskulegi Steingrímur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 07:56

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.11.2007 kl. 12:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín fyrir góðar óskir. Hann hringdi í mig í gærkveldi til að segja mér að honum liði miklu betur.   en það er heilmikill flensufaraldur í gangi. 

Knús á þig Anna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: kidda

Gott að Alejandra er örugg með að fá að koma heim aftur.

Já stundum hafa pillurnar svona góð áhrif

Amma þín minnir mig á þig

kidda, 26.11.2007 kl. 12:59

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ólafía mín.  Já ég er mjög glöð með það.  Þau voru eiginlega hætt við að fara, þegar bréfið komi.  En nú er bara að láta sig hlakka til og eyða jólunum í faðmi fjölskyldu í El Salvador.  Við erum reyndar boðinn í gistingu þar ef og þegar við förum þangað aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 13:22

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sé að yndið mitt (þú) ert komin með séríur..kannski heilsárs? knús í kotið þitt ljúfust.

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 15:22

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef ég gæti þá fengið að vera allrahanda

Gott að pabba þínum líður betur og fallegar myndirnar þínar eins og alltaf

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2007 kl. 15:44

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Heiða mín, þessar eru hér allt árið um kring.

Já þú er hér með útnefnd Fröken Allrahanda Hrönn mín. Þetta verður ekki ávaxtakarfa, heldur kryddhilla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 16:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Elísabet mín, jamm það er svipur, nefið það er alveg rétt, þetta gullfallega tignarlega nef.   Hún vissi lengra en nef hennar náði hún amma okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 21:44

14 identicon

rakst á bloggið þitt kæra frænka og þegar ég sá mynd af henni ömmu okkar, þá varð ég nú að senda línu... knús héðan úr danaveldi

Guðrún Snorradóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022941

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband