Góð þjónusta í Hamraborg og dagurinn fer út í gult hér á Ísó.

Blár dagur sem breyttist yfir í gulan.  En svona eru litirnir hér.

En fyrst ætla ég að segja ykkur frá meiriháttar góðri þjónustu hjá þeim Hamraborgarmönnum, hér á Ísafirði er rekinn sjoppa og vídeóleiga sem heitir Hamraborg.  Við leigjum þar stundum spólur og kaupum snakk á laugardögum fyrir stubbinn.  Í kvöld hafði hann boðið Sóley Ebbu frænku sinni í svoleiðis veislu, og við sátum öll fjölskyldan og horfðum á Schrek 3 og skemmtum okkur konunglega.  En síðan höfðu þau valið aðra spólu, sem þau ætluðu að horfa á.  Þegar spóluhulstrið var opnað, kom í ljós að í staðinn fyrir gamanmynd var barnaspólan Happy Feet.  Stubburinn minn sem er nú ansi ákveðinn þó hann sé bara tíu ára, hringdi niður eftir og kvartaði.  Ég get alveg ímyndað mér að á flestum stöðum hefðu menn nú bara látið það eiga sig þó einhver gutti hringdi svona, en ekki í Hamraborg, þar er hver einstaklingur meðhöndlaður með sömu virðingunni.  Og þau skutluðu spólunni heim í hús.  Þetta er alveg sérstakt og ber að þakka fyrir.  Þið eruð æðisleg þarna í Hamraborg. Heart

 

En að myndunum.

IMG_0418

Hér er liturinn kominn út í gult.

IMG_0419

Skemmtilegt finnst mér.

DSC01936

Sonur minn náði reyndar þessari aðeins fyrr í dag.  Meiriháttar ekki satt.

DSC01958

Smá krúttmyndir, Evíta litla Cesil kom í heimsókn, og nú er hún byrjuð að standa alveg sjálf.

DSC01960

Og þetta er ekki gerfiblóm, afi sem er múrari setti steypu yfir moldina fyrir mörgum árum, þegar barnabörnin fóru að koma svona mikið, því moldin var alltaf sett út um öll gólf.  Fíkusinn kann svo ekkert illa við steypuna, en er vel varinn litlum puttum. Heart Rjóð í kinnum eftir að hafa fengið sér lúr út í garðskála.

DSC01961

Og svo er prílað í stiganum líka hehehehe....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fín þjónusta þarna, málið er að fólk sem ber virðingu fyrir börnum er bara frábært fólk og svona eiga kaupmenn að vera. Versla þarna eigi ég leið um !

Ragnheiður , 24.11.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, þau eru rosalega ljúf og góð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Frábær þjónusta hjá þeim! væri nú óskandi að svona væri þetta á sem flestum stöðum, sérstaklega gagnvart börnum.

Litla krúttið hún Evíta Cesil, mér sýnist hún nýta sér blómapottinn ágætlega sem dótakassa

Huld S. Ringsted, 24.11.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Já alveg sammála því frábær þjónusta hjá strákunum besta sjoppan/verslunin sem ég veit um á landinu.

 Gaman líka að sjá myndir að vestan alltof langt síðan ég flutti

Gísli Kristjánsson, 24.11.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Mér er eiginlega alveg sama með verðið, tek ekki eftir því. Hamraborg er nefnilegam, án gríns besta sjoppa í heimi. Frábært þjónustufólk, góð afgreiðsla, gott úrval, góður matur(pizzur, hamborgarar, hamrar og fleira væntanlegt), og bara hreinlega besta búlla landsins. Án efa. Punktur-basta.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:59

7 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

einn tveir og....

"Hlerinn" ég vona að þú sért að grínast! jah, ef ekki, þá ertu nú soldið grey.......

Harpa Oddbjörnsdóttir, 25.11.2007 kl. 02:11

8 Smámynd: Saumakonan

innlitskvitt á sunnudagsmorgni.... fallegar myndir eins og alltaf

Saumakonan, 25.11.2007 kl. 10:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlerinn, vestfirðingar VORU með hæstu meðaltekjur, það var fyrir stjórnvaldsaðgerðir, þegar okkur var bannað að nýta þær auðlindir sem okkur tilheyra.  Það byrjaði þegar Halldór nokkur Ásgrímsson varð sjávarútvegsráðherra, og byrjaði að möndla með veiðiréttinn.  Ætli hann hafi ekki þurft að hygla fyrirtækjum fyrir austan.  Minnir það.  Það var eitthvað í sambandi við veiðibrest í loðnu.  Sú óheillaþróun hefur síðan haldið áfram, og í dag erum við þrælar stórútgerðarmanna.

Vegur Vestfjarða hefur legið niður á við.  Og í dag, erum við með lægstu meðaltekjurnar.  Svo mikið fyrir réttindi og skyldur gagnvart byggðum landsins.  Við höfum svo sannarlega dregist aftur úr.

En ég vil þakka ykkur öllum innlitið. 

Gísli er þá ekki bara kominn tími til að líta við aftur ?

Ég er sammála Hörpu, það er mikið lagt upp úr góðri þjónustu og elskuleg heitum í Hamraborg, við alla.  Og ég er alveg klár á að svona þjónusta við börn er ekki algeng.

Huld mín, þessi blómapottur er nefnilega í mjög svo ákjósanlegri hæð, nákvæmlega þegar þau eru að byrja að standa upp.  þess vegna varð að setja steypuna yfir moldina, svo litlir puttar færu ekki að grufla, frekar óheppilegt svona á parketinu

Góðan daginn Saumakona mín, og knús á þig Anna Benkovic 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 10:54

10 Smámynd: kidda

Steypa í blómapotti. það vekur áhuga minn og spurningar. Ég er nefnilega með hund sem veit ekkert betra en að geyma sumt af namminu sínu í stóru blómapottunum. Eins og hjá litlu krílunum þá fer moldin út um allt. Reyndar er það mjög gaman að horfa á hana þegar hún er búin að vera að róta, ég þarf ekki annað en að horfa á hana og þá verður hún svo skömmustuleg þessi elska.  Á kaktus sem er orðinn tæpir 3 metrar og hann er einna vinsælastur hjá henni en hann þolir bara ekki að moldinni sé ýtt til, þá vill hann fara að rugga. Og þá kemur loksins stóra spurningin hvernig er hægt að vökva í gegn um steypina?

 Hún Evíta Cesil er algjör krúttmoli 

kidda, 25.11.2007 kl. 11:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru göt á steypunni, sem eru gerð um leið og hún er sett yfir til að anda. En undir pottinum er svona undirpottur, ég vökva alltaf ofan í undirpottinn.  Ég geri það alltaf við mínar plöntur.  Undirvökvun, það er líka öruggara, því þá er ekki hætta á að ef maður hefur gefið of mikinn áburð, eða jarðvegurinn hefur dregið upp of mikið af slíku, þá getur það brennt ræturnar ef maður vökvar svo gegnum moldina.  Þetta virkar bara mjög vel, Jurtinn er búinn að una sér mörg ár í svona steypu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 11:38

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta kalla ég góða þjónustu. Mikið er hún litla ömmu stelpan þín falleg kær kveðja til þín Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 17:54

13 identicon

ooo.... hún er nú meiri músin hún dóttir mín ég var soldið fúl að missa af stigaprílinu hennar :(

en Hamraborg er án efa með bestu og persónulegustu þjónustu sem um getur og ég sem forfallinn sælgætisgrís veit að það er ekkert dýrara þar en í öðrum sjoppum, (ég hef gert samanburð) :)

matta tengdardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 19:09

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahah Matta mín, þú misstir af miklu, hún ljómaði þegar hún náði upp á brún, og fór samstundis í næsta stiga hehehe....

Takk Katla mín .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 19:23

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er þessi litla flís krúttleg og flott !

Sunna Dóra Möller, 25.11.2007 kl. 19:37

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún kann meira að segja tvö orð,  ættuessu og Evíta hehehehe.. ég var að hamast í henni um daginn og haldiði að skottið hafi ekki sagt eins skýrt og hægt var að heyra ættuessu hehehehe... Það tekur á að vera minnstur í fjögurra krakka fjölskyldu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 21:43

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er mjög ánægð með þessa fínu þjónustu.  Evíta Cesil er flottust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 22:24

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Halla mín þetta er mjög praktískt þegar litlir puttar eru mikið til staðar.  Og alltaf bætast nýir puttar við.  Sem betur fer.  Takk fyrir hlý orð.

VIð erum byrjuð að skreyta í garðskálanum, eða stubburinn og Elli.  Það lífgar svo upp á skammdegið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband