Ég má tala um hvað sem ég vil í eldhúsinu heima hjá mér, sagði konan....

Nei reyndar veit ég ekki um manneskju sem hefur sagt það, en eflaust hafa flestir hugsað það. En er það nú alveg svo, já ef til vill. En ef það hefði verið sagt, það kemur engum við hvað ég segi í eldhúsinu heima hjá mér, þá er það bara ekki þannig.

 

Þegar fólk talar rætið um annað fólk, sérstaklega um foreldra annarra barna í skólanum sem þeirra börn eru í, þá er það EKKi einkamál.

 

Ég er reyndar öskrandi reið inn í mér í dag. Þið sem eruð að slúðra um líf annars fólks, sérstaklega um atburði sem hafa gerst fyrir mörgum árum. Rifa það upp fyrir börnunum ykkar, eða svo þau heyri. Þið eruð að setja af stað ferli sem erfitt er að ráða við.

 

Þið eruð að setja af stað atburðarrás sem þriðji aðili, barn í þessu tilfell, algjörlega saklaust verður fyrir barðinu á. Gerir lífið í skólanum að martröð. Og kallar á allskonar erfiðleika aðra.

 

Ég vona að þeir sem svona haga sér lesi þessi orð mín og kunni að skammast sín. Ég vona líka að þeir og aðrir hugsi sig um í næsta skipti sem þeir þurfa að rakka niður samferðamenn sína, sem geta ekki varið sig . Auðvitað getur enginn varist níði eða slúðri, það á sér oftast stað innan veggja, þar sem tveir eða nokkrir heyra. En þeir sem af einhverjum ástæðum hafa átt erfitt, liggja betur við höggi en hinir sem hafa sitt á hreinu. En í mínum huga er svona baktal og slefburður eitt af því ómerkilegasta sem fólk leggur fyrir sig. Sérstaklega í eldhúsinu heima, þar sem börnin verða vitni að slíku, og bera það áfram inn í sitt samfélag, skólann, og geta eitrað út frá sér.

 

Við eigum að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Sérstaklega ef okkar eigin börn eru nú ekki alveg í andlegu jafnvægi. Sum börn eru það nefnilega ekki, og slúðursagan okkar getur gefið þeim tækifæri til að upphefja sjáfan sig með því að niðurlægja annað barn. Þetta er ef til vill ekki fallega sagt, en svona er þetta bara. Það er örugglega ekki ætlunin þegar maður talar á svona máta. En ég bendi ykkur hér með á, að svona getur þetta farið. Hver vill bera ábyrgð á því að særa einstakling sem er bara 10 ára. Það er ekki bara verið að særa og meiða barnið sjálft heldur líka fólkið í kring um það. Foreldrana, sem hafa tilfinningar, eru brotnar manneskjur og mega ef til vill ekki við miklu, og aðra sem í kring um barnið eru.

 

Ég geri mér grein fyrir að það er fólk sem líður ekki vel á sálinni, sem gerir svona lagað. Einhvernveginn heldur fólk að með því að benda á eitthvað sem er ennþá verra, geri manni lífið léttara. En það er bara ekki þannig. Þegar maður talar illa um náungan, þá líður manni ennþá verr. Því allt sem maður sendir frá sér kemur tíu sinnum magnaðra til baka. Þess vegna er mikilvægt fyrir þá sem þannig eru stemmdir, að vinna frekar í sínu eigin sálarlífi. Finna sjálfan sig, og laga brotinn sem einhversstaðar hafa látið undan á lífsleiðinni. Reyna frekar að hugsa jákvætt, og hætta að velta sér upp úr eymd annarra, en huga frekar að sinni eigin velferð. Það gefst alltaf miklu betur. Það er eiginlega alveg undravert, hvað það getur breytt manni til hins betra, og vel þess virði að prófa það allavega.

 

Þess vegna vil ég skora á alla, að hugsa sinn gang. Þegar þörfin á að baknaga einhvern verður yfirþyrmandi, að taka sjálfum sér tak, og senda frekar út litla bæn til viðkomandi. Biðja Guð um að senda sitt ljós og kærleika. Og við sjálf munum finna að við hvert eitt slíkt tilvik, verðum við sjálf betri manneskjur.

 

Þess vegna ætla ég nú að senda ykkur kæru foreldra og börn sem vöktu mína reiði,  litla bæn, megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda, og megi þið lesa þetta og ákveða að prófa líka að gera slíkt hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er rétt og satt sem þú ert að segja elsku Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Laufey B Waage


Elsku Ía mín, stórkostleg viðbrögð hjá þér. Leyfir þér fyrst að fá útrás fyrir reiðina, og biður svo fyrir "óvinum" þínum. Það svínvirkar, ég hef reynt það. Heimurinn væri betri ef fleiri hugsuðu eins og þú. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, - sumir átta sig því miður ekki á því fyrr en of seint.

Laufey B Waage, 23.11.2007 kl. 10:54

4 Smámynd: Laufey B Waage

Vil bara bæta við: Auðvitað máttu tala eins og þú vilt í eldhúsinu heima hjá þér. Spurningin er bara; hvernig viltu tala þar? Viltu raunverulega slúðra og særa? Gengur friðhelgi þíns heimilis út á það?

Laufey B Waage, 23.11.2007 kl. 10:56

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Góð ábending Ásthildur.  Því miður erum við svo vitlaus að lenda aftur og aftur í þessum fúla pytti. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.11.2007 kl. 11:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman, já ég held að hér sé í raun og veru enginn saklaus.  Við lendum stundum í að gera svona.  Ég vildi bara leggja áherslu á að þetta getur bitnað svo illþyrmislega á einhverjum þriðja aðila sem á enga sök.  Ég ætla mér allavega að hugsa alvarlega minn gang.  Og vona að aðrir geri það sama.  En það er gott að fá svona góð við brögð mínar kæru.  Enda er eðalfólk hér í kring um mig.  Og það er svo ljúft. 

 En það er líka gott að fá þetta út úr systeminu.  Ef maður birgir svona tilfinningar inni, þá eflast þær og verða loks að sprengingu, sem dreyfir sér út í samfélagið og skaðar meira.  Það vil ég ekki.  Því ég geri mér grein fyrir að fyrst og fremst er þetta hugsunarleysi og ákveðin vanlíðan hjá fólki. 

Með því að skrifa mig út úr þessu er ég ekki lengur reið. 

Elsku Sunnubarnið mitt.  Þú átt hér engan hlut í máli, aldeilis ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 11:32

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 11:36

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 11:40

9 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Man hvernig ég upplifði sem barn að talað var niður til manneskju sem ég leit upp til. Það var samt alls ekki verið að tala niður til hennar í raun, heldur bara að segja að hún væri á vitlausri hlið í stjórnmálum! En ég skildi það ekki og mig sárnaði ægilega. Það þarf ekki meira til.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 23.11.2007 kl. 12:12

10 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er þörf og fín ábending, öll höfum við örugglega sagt eitthvað sem við vildum seinna hafa sleppt. Þetta getur orðið svo svæsið og ljótt þegar þetta leggur af stað í ferðalag. Ég hef fyrir nokkuð löngu tamið mér að segja sem minnst um fólk, ég vil frekar tala við fólk beint ef mér kemur málið að einhverju leyti við. Rógur og illmælgi segja mest um þann sem því beitir en eins og þú segir getur það bitnað herfilega á sakleysingjum.

Ragnheiður , 23.11.2007 kl. 12:22

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SKil svo vel hvernig þér líður og hefur liðið við þennan gjörning. Man eftir því þegar ég var unglingur heima að þá var það stelpa í bekknum mínum sem sagði bekkjarbróður okkar að hann væri "gefins" og hver væri alvöru pabbi hans, hún hafði heyrt þetta heima hjá sér og henti þessu í hann í vonsku sinni, aumingja strákurinn vissi ekkert og það var ekki auðvelt að frétta þetta á þennan hátt. Það var um svipað leyti sem ég ákvað það að tala ekki illa um aðra, eða segja særandi hluti ég mundi aldrei græða á því, hef mikið notað að senda bænir og huglæga fyrirgefningu til fólks sem þrífst á illu umtali, það virkar vel fyrir mig. Þeir sem eru svona rætnir eru nær undantekningalaust að breiða yfir eigin vanmátt og aulaskap.  Gott hjá þér að skrifa þessa grein, vona bara að sá sem þjáist mest núna jafni sig, hann er allavega heppin að eiga þig að.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 12:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf nefnilega oft ekki mikið til.  Og stundum getur smámisskilningur orðið að leiðinlegu máli.

Það er mjög gott að temja sér að stilla orðum sínum í hóf, já Ragnheiður mín, það er oftar en ekki sem það bitnar á þeim sem síst skyldi.

Ég vil taka fram af því að ég byrjaði með þetta mál, að sem betur fer er hér í Grunnskólanum unnið markvisst að mjög góðu uppbyggingarstarfi, jákvæðni og góðu samfélagi.  Það er tekið af alvöru á einelti og hverskonar áreiti.  Skólinn okkar er góður að því leyti.  En það er nú alltaf svo, að stundum koma upp mál sem erfitt er að sjá fyrir.  En það er tekið faglega á öllu.  Því fer best á því að ræða málin við stjórnendur skólans.  Og þar er tekið ljúfmannlega á móti manni, og verkin látin tala.  Ég er þakklát fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 13:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.  Það er rétt að maður verður fyrir sjokki að þurfa að upplifa svona hluti hjá þeim sem manni þykir óumræðilega vænt um og vill vernda á allan hátt.  Ég vildi að fleiri væru eins og þið sem hér eruð.  Það má margt læra af samskiptum sem eru í okkar bloggvinasamfélagi og þeirra sem kíkja við.  En ég er viss um að slíkt samfélag mitar út frá sér og kemur fólki til að hugsa um hluti, sem ef til vill hefur verið einhvernveginn sjálfgefið.  Það þarf stundum að blaka aðeins við fólki svo það vakni og fari að hugsa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 13:06

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég segi bara aðgát skal höfð í nærveru sálar  knús til þín og vonandi er maður ekki kvöldmatur hjá einhverju fólki út í bæ

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:37

15 Smámynd: Katrín

Æ nú finn ég til með mínum manni.  Það er svo merkilegt að fullorðið fólk skuli láta frá sér niðrandi ummæli um aðra í áheyrn  barna sinna en því miður virðist það vera lenska hjá svo allt of mörgum.  Og meðan ekkert er sagt er því haldið áfram. Því er ég ánægð með pistilinn þinn mín kæra því eins og þú segir þarf að blaka við fólki svo það átti sig á þeim skaða sem það veldur með ónærgætni sinni.  Knús til ömmu, afa, pabba, mömmu og litla stubbs

Katrín, 23.11.2007 kl. 15:26

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 15:31

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman

Já Katrín mín þú þekkir þennan litla stubb frá fyrri tíð.  Já mér fannst að ég gæti ekki látið kyrrt liggja, vegna annarra stubba sem verða fyrir því sama.  Fólk verður aðeins að átta sig á því hvað getur gerst, við smárabbi í eldhúsinu.  Það er stundum ekki einkamál, ef einhversstaðar er forvitið eyra.  Eða eins og sagt er Oft er í holti heyrandi nær, eða veggirnir hafa eyru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 17:17

18 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég lenti í miklu einelti þegar ég var barn, vegna þess að faðir minn var drykkjumaður. Krakkarnir í skólanum vissu nákvæmlega, hvenær pabbi var fullur og hvað hann hefði gert. Þau vissu þetta öll miklu betur en ég. Hvaðan haldið þið, að börnin hafi haft þessar upplýsingar? Það var mjög særandi, þegar krakkarnir komu í skólan og fóru að stríða mér á því, að pabbi hefði verið fullur og dottið, eða hvað sem hann hafði nú gert. Þessvegna hef ég altaf reynt að passa mig, hvað ég er að segja um aðra, hvort sem börn eru nálægt eða ekki. 

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.11.2007 kl. 12:29

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo sorglegt, ég þekki líka til svona dæma frá því hér áður fyrr.  Ég spáði einhvernveginn aldrei í svona hluti, tók bara hverjum eins og hann var.  En ég hef kynnst fólki síðar á ævinni sem ber ör í sálinni einmitt eftir svona stríðni og eineltis vegna foreldra.  Þetta kemur beint frá heimilinum krakkar spá ekkert í það, eins og ég sagði.  Og aldrei var verið að velta sér upp úr svonalöguðu á mínu æskuheimili, þess vegna var það ekkert í kollinum á mér.  Eftir höfðinu dansa limirnir ekki satt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 12:43

20 identicon

Sæl Ía mín það hefur verið mér sönn ánæja að lesa þessar greinar eftir þig,sjávarútvegssukkið er eins og talað beint frá mínu hjarta.Eg mynnist þess þegar þetta var mest til umræðu, þá varð mér að orði að þetta gæti hugsanlega blessast ef upphafskvótarnir færu aldrei út úr fjórðungnum. Með frákast það hafa náttúru lega allir t.d. togarasjómenn orðið vitni að slíku og þar á meðal eg.

Þetta með einelti eg held að allir hafi einhvern nasaþef af því , Því miður hafa margir talið þett bara hluta af lífinu ,það svipað og þegar fullorðið fólk fann upp eitt af ljótara orðhugtati sem til er UNGLINGAVANDAMÁL . Þetta re þaulhugsað orð til að fela sig á bakvið vanrækslu á uppeldi,

Svona að lokum þá var eg að flétta í gömlum filmum hjá mér þá fann eg myndir af þér og stráknum þínum ? á eg að geima þær þángað til eg kemst sjálfur til Ísafj. eða senda þær smá áhætta þær eru nefnilega í Noreigi kveðja L,P,J,

lLúðvík Páll Jóelsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband