Hið venjulega veðurfar á Ísafirði.

Veðrið í dag var rólegra en í gær. Fallegt veður og frekar stillt.  Það eru samt þessir litir sem ég elska.  Þegar sólin skín gegnum skýin og myndar þessa fallegu liti.  Ég tók aldrei eftir þessu meðan ég var yngri, fyrr en ungar konur komu hingað að vinna í rækjuverksmiðju sem faðir minn átti.  Þær voru heillaðar af litunum, og bentu mér heimamanneskjunni á þá dýrð.

IMG_0384

Ætli þetta sé eldgos ? Gasp

IMG_0381

Nei bara sólroðið ský hehehe.

IMG_0382

Eða þannig.

IMG_0383

eitthvað verðum við að hafa í stað sólarininar.

IMG_0387

Hér sjáum við áhaldahús bæjarins og orkubúið.  Og svo út Stakkanesið.

IMG_0387

Og það hefur tekið mikið snjóinn af Snæfjallaströndinni eins og sést hér.

Ég var að taka upp gamlar myndir sem ég var búin að týna.  Hér má sjá stubbinn minn þegar hann var bara 2ja til þriggja ára.

MYND007

Maður spilar á gítar,

MYND008

Eða er það ef til vill Kontrabassi hehehe...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar myndir og krúttlegar myndir. Þetta er nú eiginlega kontrabassi miðað við hlutföllin ;) Mér finnst Snæfjallaströndin svo mögnuð síðan ég sigldi meðfram henni á leið til og frá Bæjum þegar við fórum í Grunnavíkina um árið. Ef ég man rétt var amma mín fædd á Snæfjallaströnd.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

alltaf fallegar myndir fyrir vestan

Hallgrímur Óli Helgason, 21.11.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Fallegar myndir

Sunna Dóra Möller, 21.11.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

fallegt er fólkið þitt fjalladrottning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fer maður að taka frá tíma til að kíkja vestur. Þú kveikir í manni logandi heimþrá með þessum myndum.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 23:47

6 identicon

Römm er sú taug ,sem geymir æskuna.Takk fyrir Ásthildur mín.Ég lendi alltaf í minningum að heiman þegar ég virði fyrir mér myndirnar þínar.

 Án þín,   hvað þá?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 03:02

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vááá, þvílíkar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 09:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Anna mín kontabassi er nær í þessum stærðarhlutföllum.

Hallgrímur hér er undralandið eina og sanna, við vitum það sem hér erum og héðan komum. 

Takk Sunna Dóra mín.

Takk Anna mín og knús.

Komdu fagnandi Jón Steinar.

Gaman að heyra það Þói minn.

Knús á þig Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 09:24

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flottar myndir og drengurinn þvílíkt krútt þarna með hljóðfærin!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2007 kl. 11:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er mjög oft logn get ég sagt þér Halla mín.

Já Jóhanna mín hann er sko flottur, er reyndar að læra á trommur í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 12:42

11 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

fallegur gítar....er hann til ennþá?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 12:58

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Endalaust fallegt útsýnið og peyjinn er draumur.  Það var svo fallegur vesturhiminn i gærkvöld þegar ég var á heimleið úr Rek. á von á öðru eins í kvöld því veðrið er yndislegt, ég ætla þá að reyna að taka nokkrar myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 13:14

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur, nei því miður, þetta er Hagström með picu up, keypti hann á raðgreiðslum þegar ég var um tvítugt og átti hann mjög lengi.  En því miður var hann orðin illa farinn.  Sé alltaf eftir honum reyndar.

Endilega Ásdís mín taktu myndir.  Þessi piltur er algjört æði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022943

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband