Ljós, litir og fjallafegurð.

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið fallegur veðurfarslega séð.  Og litadýrðin eins og við er að búast á þessum árstíma.  Þegar sólin kemst ekki alla leið niður, en sendir okkur liti sína gegnum skýin.

IMG_0343

IMG_0344

Samspil ljóss og skugga.

IMG_0345

IMG_0347

IMG_0348

Fjöllin mín taka á sig ýmsar myndir og lit á þessum tíma.

IMG_0350

Og skömmu síðar er allt orðið blátt.  Er ekki náttúran dásamleg.

IMG_0352

Allar teknar í dag.  En á mismunandi tíma.

IMG_0354

Á svona degi er bara gott að rölta aðeins um kirkjugarða.  Og skoða falleg leiði.  Þetta hér er alveg sérstakt tekinn fyrir góðan vin. 

IMG_0356

Og fuglinn vakir yfir ástvini.

IMG_0358

Það er óhætt að segja að þessi ágætu hjón hafi sett svip sinn á bæinn hér í eina tíð. Og ekki síður afkomendur þeirra. 

IMG_0359

Eins og sjá má, þá er næg sól á Snæfjallaströndinni, svo við sjáum hana alltaf, þó hún brosi ekki í augun á okkur.

IMG_0360
Prinsessan mín kom svo hér í heimsókn til ömmu.

En það komu fleiri í heimsókn í dag.  Rithöfundarnir Þorsteinn Antonsson og Norma Richie litu við. Norma er gömul vinkona mín frá fyrri tíð, og það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn.

Þegar ég sagði þeim að hingað kæmu í kvöld pólskir kvikmyndatökumenn, með álfaleitina(þeir sömu og í fyrradag) hló Norma og sagði að Þorsteinn væri mesti álfurinn af öllum.

Hann neitaði að koma í kvöld og ræða við þau, en fór út í bíl og náði í bók sem hann sagði að ég mætti sýna þeim.  En það er heildarsögusafn um álfa og huldfólk sem hann og Anna María Þorsteinsdóttir sáu um útgáfu á Ólandssaga, heitir hún.

IMG_0365

Og svo færði hann mér að gjöf bók sem hann hefur séð um útgáfu á líka Undir sagnamána, eftir Steingrím Thorsteinsson, smásagnasafn ævintýra.

IMG_0366

Svo það er nú ekki amalegt að fá svo góðar gjafir. 

Þá er jólalesturinn treystur hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Rosalega eru þetta fallegar himnamyndir hjá þér

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Myndirnar endalaust flottar. Hvað heitir skálin í fjallinu á efstu mynd, man það ekki. Ég þekkti Ásu Gríms í den, hún er gift Sigurjóni tannlækni frá Húsavík og systir hans Jóhanna sem býr á Ísafirði er æskuvinkona mín og bekkjarsystir. Það er svo gaman þegar maður rennir yfir myndirnar að finna hversu mismunandi hughrif litirnir hafa á mann.  Þið voruð æðisleg í sjónvarpinu í gærkvöldi, væri alveg til í að fara að hitta þig og taka utan um þig. Mikill kærleikur í þinni persónu.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Laufey B Waage

Yndisleg birta á himninum hjá ykkur. Ég elska ljósaskiptin, þegar himinninn er þokkalega bjartur. Og á þessum tíma á Ísafirði er aldrei bjart, - heldur "ljósaskiptabirta" um hádegisbilið, og dimmt restina af sólarhringnum. Það man ég. Njótið þessarar fallegu birtu á meðan hún er, og svo kertaljósanna og ljóssins í hjörtunum.

Laufey B Waage, 19.11.2007 kl. 21:02

4 identicon

Flottar myndir af vestfirsku landslagi......sem er eitt af því mikilfenglegra hér á landi! Þetta er allt eitthvað svo klikkað.....! Kv. frá Hafnarfirði

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2007 kl. 02:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín.

Ásdís skálin heitir Naustahvilft.  Í henni dansa þrár landdísir, Já ég þekki Ásu Gríms vel, og Jóhönnu reyndar líka.  Og rétt er það við þurfum að fara að hittast

Einmitt Laufey mín það eru þessi ljósaskiptabirta sem heillar mig. 

Takk fyrir kveðjuna og velkomin hingað Berglind mín.

Knús til þín Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 09:13

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka búin að vera að spá í skálinni.  Nú veit ég það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 10:02

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir segja að þarna hafi skessa ein setið og þvegið fætur sínar í firðinum.  En annars er skálin vinsæl að ganga upp í hana, það er auðvelt að komast.  Á vorin drunar hún af skriðuföllum, og jafnvel snjóskriðum, sem eru hættulausar því skriðurnar enda í botni hennar og fara ekki lengra.  En þarna er líka gestabók sem fólk ritar nafn sitt í.  Og svo er hún eitt af merkari kennileitum Ísafjarðar.  Og svo dansa dísirnar þar, háar litfagrar og glaðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: kidda

Himmnamyndirnar eru æði, en myndin af prinsessunni er samt flottust

kidda, 20.11.2007 kl. 10:43

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er rosalega yndæl litla skinnið hennar ömmu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband