Veðrið og fjöllinn.

Gleðilegan sunnudag. Hér eru nokkrar myndir fyrir fjallafólkið mitt.  Það er fallegur en kaldur dagur.  Og nú sést sólin ekki lengur, nema bara á fjallatoppum.

IMG_0327

IMG_0328

Já hún sést aðeins í glimti.

IMG_0329

Eyrarfjallið er svo hátt, að það nær geislum hennar vel.

IMG_0330

Ský eru eins og myndtjald sem endurvarpar geislunum niður til okkar.

IMG_0331

IMG_0332

Og varpa þessu sérkennilegu litum á hafflötinn. 

Njótið dagsins hver sem þið eruð elskurnar.  Ég hef fengið margar fallegar kveðjur frá ykkur, það hvetur mig til að huga að því að senda svona myndir.  Ykkur er líka óhætt að tjá ykkur hér, og jafnvel biðja um myndir af einhverju sérstöku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjj elsku kéllan.Það lífgar upp á daginn og gefur ork að kíkja á myndirnar þínar.

Solla Guðjóns, 18.11.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ó takk...flott afmælisgjöf!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.11.2007 kl. 13:09

3 identicon

Veðrið í dag hér á Akureyri er svipað og myndirnar þínar sýna frá Ísafirði. Líklega hafið þið fengið álíka skammt af hríðarbyl og við í gær. Svona eru þessar ótrúlegu andstæður hér á þessu skeri. Í gær hefði ég viljað flytja á suðrænar slóðir. Í dag vil ég hvergi búa annars staðar en á Islandi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ollasak mín

Til hamingju  með afmælið Anna mín

Já einmitt það snjóaði hér í gærdag Anna mín, en í gærkvöldi var verðrið orðið fallegt aftur.  Og í dag er rosalega flott verður, sólinni hefur tekist að kíkja yfir fjallatoppa og skín á húsið mitt núna í nokkrar mínútur, þangað til hún hverfur bak við næsta fjall.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 14:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elska veðrið og myndirnar þínar Ásthildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún er falleg, kuldalega birtan þín

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 15:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 15:45

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þá er ég búin að skoða allar myndir síðan á fimmtud. Flottar að vanda. Til hamingju með stubbin fallegt ljóð.  Fegurðin alltaf söm hjá ykkur. Er sólin núna hætt að skína á bæinn?  hvenær kemur hún aftur??  kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 16:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún kom augnablik í dag, en samkvæmt tímatölu þá er hún hætt að ná niður í bæinn, en þar sem ég bý aðeins fyrir ofan, þá náði hún til mín smástund.  Hún kemur svo aftur niður í Sólgötu þann 25. janúar blessunin.  Kær kveðja til þín líka og vonandi líður öllum vel hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 17:18

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta eru sko Vestfirðir í sinni réttu mynd, eitthvað annað en flatneskjan hér á Reykjanesskaganum.  Þótt ég sé nú búinn að búa hér í nær tvö ár hef ég aldrei geta skilið hvar þessi Miðnesheiði er, því ég verð aldrei var við neina heiði og ek ég þó nokkuð mikið hér um.  Takk fyrir fallegar myndir.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 17:22

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þú segir það Jakob Miðnesheiði ætli hún sé ekki sú lægsta hér á landi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 18:01

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband