Fjöll og ævintýri.

Eins og sést þá hefur snjóinn tekið heilmikið upp úr fjöllunum.  Þessar myndir voru teknar nú um hádegið.

IMG_0306

IMG_0308

Hér er lítill sólargeisli sem var hjá ömmu í pössun í gær.  Alltaf jafn yndæl.

IMG_0301

Og ömmustubbur hjálpaði auðvitað til, svona þegar hann var ekki að læra heima, fara í sund og Thai Quan Do

IMG_0302

Ég get sagt ykkur í trúnaði, að það er ekki langt í gelgjuna á þessum bæ.

 

Svo voru Jón Steinar og Ólöf að ræða um nýja hlið á fjöllunum í gær.  Og þar kemur ýmislegt í ljós.

LoL

IMG_0396

Listamaðurinn Jón Steinar var ekki lengi að sjá út að þetta líktist trölla.  Og mikið rétt, það er bara heilmikill svipur hehehe

IMG_0395

Þessi er óræðari, gæti verið úr Hringadróttinssögu.  Ogri eða eitthvað skrímsli úr iðrum jarðar.

 Harryp

Sem minnir mig óneitanlega á að Harrý Potter kemur út í íslenskri þýðingu í dag. Ég er reyndar búin að láta taka frá bók fyrir stubbinn, sjálf gat ég ekki beðið og las hann á ensku.  Og nóta bena, það er ALVEG ÓHÆTT AÐ LESA LoL ef einhver er hræddur um slæman endi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar myndir. Hér er bara rigning og ekkert fallegt útsýnið í dag.  Njóttu dagsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömu leiðis Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Manni langar píku að kípa í þessar kinnar á sólargeislanum.Gelgja já drottinn minn

Fjalla-standa á haus-myndirnar............á ekki til orð

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæra vinkona...ég er svo sannarlega ein af fjallafólkinu þínu...og þar átt þú mikinn stuðning kæra fjalladrottning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 14:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín elskuleg, sama hér.

Já Ollasak mín hehehehe  stundum standa fjöllin á haus, og þá gerist nú ýmislegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: kidda

Þvílíkar krúsindúllur, ömmustubbur og væntanlega gelgjan

Núna er ég farin að horfa á allar 2fyrireina myndirnar frá fleiri en einni hlið

kidda, 15.11.2007 kl. 17:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Ólafía, þessi sem kom í dag, er dálítið ógnvænleg á hlið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 18:08

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottar myndir eins og venjulega! Megakrútt hann litli stubbur og gelgjan líka

Stelpan mín fékk Íslenskan Harry potter fyrir rúmri viku, hún var búin að panta hana í einhverri forsölu hjá Hagkaup, það fyrsta sem hún gerði var að kíkja á endinn!!!

Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 18:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha en hvað ég skil hana vel.  Lá við að ég gerði það sama. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 18:30

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott þegar fjöllin speglast í firðinum!!! Þriðja neðsta myndin fær verðlaunin mín í kvöld...........

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 19:32

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Fallegar myndir ! Ég er líka búin að lesa Harry á ensku, keypti hana þegar hún kom út í sumar! Er forfallin aðdáandi

Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 19:45

12 identicon

Harry Potter deyr ekki. George tvíburi deyr og Tonks líka. Voldemort deyr í einvígi við Harry og bókin endar á að Harry er giftur Ginny og Ron er giftur Hermione. Þarna sparaði ég ykkur mörg þúsund krónur.

Harry Potter (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:13

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín.

Já mér finnst mjög gaman að Harrý og öðrum ævintýrasögum.

Ég ætla ekki að kommentera á síðasta ræðumann.  Sumir kunna sig greinilega ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:31

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 21:58

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu Jóhanna mín, sumir eru svona.  Ég var að spá í hvort ég ætti að setja svona bannað að lesa innlegg  12 í yfirskrift

Jenný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 22:23

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ég dey í skinninu að vita.....Hvað gerist ef prestur missir trúna á Guð?  Lækkar hann í launaflokkum?...og hef sent það flestum prestum og mörgum stjórnmálamönnum...vitið þið þetta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:09

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ótrúlega flottar myndir! Elskan.

Heiða Þórðar, 15.11.2007 kl. 23:15

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Æðisleg þessi krakkakrútt Frábærar myndir. Knús

Þú hefðir kannski áhuga á því að lesa þetta Ásthildur mín og aðrir hér:

                  http://benna.blog.is/blog/benna/entry/365938/#comment804153 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 01:23

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna, ég er alveg viss um að prestar lækka ekki í launum þó þeir missi trúna.  Ég held nefnilega að heiðarlegur prestur sem missti trúna myndi hætta, hinir myndu bara halda áfram með rulluna sína, því þeir væru jú bara í vinnunni.  Ég er ekki svo viss um að margir trúi þessu hvort sem er.  En ég er ekki þarna að dæma þá sem eru góðar manneskjur og trúa á Guð og biblíuna.  Þarna er margt yndislegt fólk, sem væri sennilega alveg eins yndislegt þó það tryði á eitthvað annað.  Við fáum ekki breytt innræti okkar, svo eftir á. 

Takk Heiða mín.

Skoða þetta á eftir Margrét mín.  Takk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband