14.11.2007 | 09:49
Vor siður.
Vor siður er upprunaleg trú Íslendinga, á æsi og vani, forna guði norrænna manna, frjáls alþýðutrú og hluti af goðakerfi Indóevrópskra þjóða, t.d. skyldur Búddatrú. Hann kallast skemmtilega á við lífsviðhorf nútímamanna. Hann er ekki bundinn við æsi eina, því tigna má aðrar verur, svo sem landvættir, eða mátt og megin, þ.e. lífið sjálft.
Tákn ásatrúar er hringurinn. Siðurinn byggist á hringferlinu eilífa, öflum náttúru og lífs, þar sem hver hringur er nýr. Við erum sjálf hluti af því ferli ekki yfir það hafin.
Í hringnum er ekki andstæðan gott;illt. Allt er afstætt, hvað grípur inn í annað. Sé mótsögn, er hún sívirkt líf; óvirkur dauði. Sömu öflin skapa og eyða. Einstaklingurinn er háður örlögunum og fær þeim ekki breytt en hann ræður hvernig hann bregst við þeim.
Grundvallarþáttur er einnig ábyrgð hans á sjálfum sér og gerðum sínum, ætt sinni og þar með öllum mönnum. Hringferlið felur í sér lok eins skeiðs og upphaf annars. Í ragnarrökum falla menn og goð og jötnar og jörðin sekkur brennandi í sæ. En hún rís á ný iðjagræn og allt líf endurnýjast. Manninum ber að vera í liði með öflum lífs og sköpunar en mæta örlögum sínum af æðruleysi.
Ásatrúin leggur áherslu á að lifa í sátt við náttúruna. Allt sem við gerum móður Jörð gerum við sjálfum okkur og börnum okkar.
(Þetta er tekið úr riti Ásatrúarfélagsins.)
En þetta er líka tími Kristinna manna. Aðventan er tími kyrrðar, íhugunar og undirbúnings fyrir fæðingu krists.
Sumum veitist þessi tími erfiður, hann er dimmur og oft þungur, en samt einhver eftirvænting í lofti. Og sumir eiga litla von í hjarta sínu.
Við þurfum að gefa þeim ljós í tilveruna, ekki gleyma þeim sem verða undir í lífsbaráttunni. Þeirra er mest þörfin á að við hugsum til þeirra.
Við ættum ef til vill alltaf að lesa söguna um litlu stúlkuna með eldspýturnar fyrir hver jól. Það er okkur holl og þörf lesning. Sú saga sýnir okkur inn í líf þess sem ekkert á, og litlar væntingar hefur til lífsins. Þeirrar manneskju sem alltof margir hafa gleymt í önnum innkaupa, og undirbúnings fyrir jólin.
Einhver málverji sagði um daginn frá góðum sið hjá fjölskyldu sinni að leggja á borð fyrir einn enn. En það væri í rauninni miklu betra að það sæti stæði ekki autt, heldur sæti þar einhver sem við gætum miðlað af nægtum okkar.
Það sem þér gjörið yðar minnsta bróður, það gjörið þér mér.
Megi þessi tími vera ykkur öllum góður og gæfuríkur.
Jólahugvekja.Hátíð ljóss og lita,
lýsir dimma jörð.
Það vinur skaltu vita
að völt er mannsins gjörð.
Í djúpi morgundagsins
ef drungi í sálu býr,
af sorgum sólarlagsins,
þá löngun áfram knýr.
Að vilja vaka og vinna
og verja fast sitt leg.
Því sóknarfæri sinna
að sækja fram á veg.
Í miðju drungans dapra
er dásemd jólaljós.
Sem eyðir nístings napra
norðri frostsins rós.
Og lætur blíða bera
oss blessun yfir hjörð,
þá von mér viltu gera,
og vekja Ísafjörð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er þetta góð færsla hjá þér og sönn takk fyrir hana mín ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 10:28
Takk báðar tvær
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 11:08
Yndislegur pistill, bæði bundna málið og óbundna. Var jólahugvekjan eftir sjálfa þig?
Laufey B Waage, 14.11.2007 kl. 11:21
Ég verð alltaf hálf viðkvæm á þessum tíma fram að jólun, og nú las ég í gegnum tárin! Falleg hugvekja enn á ný og góður boðskapur í aðdraganda jólanna! Þörf áminning! Takk Ásthildur
Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 11:28
Já reyndar Laufey mín. Takk.
Takk Sunna Dóra mín. Þetta er einmitt sá tími sem maður er hvað viðkvæmastur alla vega ég, svona áður en rennur á mann jólaæðið. Best væri að sleppa því alveg, og bara njóta þess að bíða eftir ljósunum, góða matnum og samverunni við fjölskylduna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 11:33
Ásthildu, þú ert brilliant!
Lætur manni hlýna um hjartaræturnar.
Skírnismálin (úr Eddukvæðum) eru jólakvæði og jólhelgisaga eins og margir vita. En jólin eru líka einn kvarði á hringnum sem þú minntist á og því telja margir sjalfa Völuspá vera einskonar jólakvæði, því þar er þessi hringur útlistaður.
Bráðum koma blessuð jólin.
Og börn á öllum aldri hlakka til hvort sem þau eru kristin eða heiðin af guðs náð eins og við Ásthildur.
Bestu kveðjur vestur
Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 11:48
Bestu kveðjur til þín líka Sigurður minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 11:54
Sjötta ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar heitir Minn guð og þinn.
Þar segir höfundurinn að menn geti verið ósammálau um hvar guðinn eigi heima "í tré eða steini eða hjartans djúpa leyni". Hinn mikli andi sé ekki smámunasamur og leggi að jöfnu "þinn kristna kross og mitt heiðna goð". Gefum Guðmundi orðið:
"þó óskyld nöfn við hrópum hátt
þar hinst í kvíðans banni
við væntum báðir sama svars
frá sama ferjumanni."
Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 12:19
Já þetta er alveg hárrétt hjá honum. Mismunurinn býr í okkar eigin hjörtum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 12:39
Ég veit að þú bjóst ekki við þessum viðbrögðum frá mér, en mér finnst þetta algjör snilld hjá þér, gaman að forntrú okkar íslendinga og er ég mikill áhugamaður um þetta þar sem ég er fyrrverandi ásatrúarmaður. Takk fyrir þessa snilldarfærslu Ásthildur og megi Guð blessa þig! ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 12:59
Þú ert bara í því að koma mér ánægjulega á óvart þessa dagana Guðsteinn minn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 13:04
Ég get aldrei klárað að lesa "Litla stúlkan með eldspýturnar" fyrir soninn því ég er alltaf komin með tár í augun í miðri bók.
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:19
Falleg hugvekja og góður boðskapur. Takk fyrir mig
Huld S. Ringsted, 14.11.2007 kl. 14:08
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 14:12
Þórdís mín, sagan um litlu stúlkuna með eldspýturnar er bæði gleðileg og sorgleg. Ef maður hugsar út í það, þá endar hún í raun og veru vel. Það sorglega er hugsunarleysi mannanna. Það góða er, að hún hverfur til betri heims, þar sem amma hennar sækir hana. Þetta er það sem gerist þegar barn deyr í raun og veru. Einhver, amma, mamma eða einhver kær sem barnið þekkir kemur og sækir það, tekur með sér til fallegri heims, þar sem því líður vel.
Í raun og veru átti hún ekki góða framtíð í mannheimum. Þess vegna var hún í raun og veru sælli að fá að fara með ömmu sinni, sem var eina manneskjan sem var henni náin. Dauðinn er ekki óvinur okkar, heldur getur hann líka verið lausn. En þá verðum við auðvitað að trúa því að lífið haldi áfram. Það geri ég. Þess vegna veit ég líka að þegar við söknum, þá er það að hluta til sálfsvorkunn. Sem er auðvitað skiljanleg, það er sárt að missa. En ef við höfum þá trú að við munum hitta ástvini okkar aftur og sameinast þeim. Þá verður sorgin auðveldari til að vinna úr. Það er alla vega trúa mín.
Takk allar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 14:32
Já það er gaman að reka nefið hérna inn, skemmtileg færsla og "kommentin" eftir því. Það mætti halda að allir væru að komast í jólaskap. Það er svo margt að hlakka til m.a. vel kæst skata hjá Sægreifanum vini okkar Ásthildar sem þið hin verðið endilaga að kynnast. Ég er svo sannarlega sammála þér Ásthildur, Guðsteinn kemur manni ánægjulega á óvart og því meir eftir því sem maður þekkir hann lengur. Það er góður kostur og þegar við bætist að hann er fullur áhuga á að láta gott af sé leiða finnst mér það hvalreki fyrir FF og byggðirnar. Slíku fólki tekur maður fagnandi.
Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 16:42
Mæli með skötunni hjá Sæfgreifanum. Þarf bara að taka með mér hnoðmör næst heheh
Já það er gott að sjá Guðstein á meðal vor.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 17:42
Þú ert náttla bara æði.
Hefurðu aldrei gefið neitt út af öllum þínum yndislega kveðskap?
Laufey B Waage, 14.11.2007 kl. 19:42
Já það væri ekki slæm hugmynd, hef ekki fengið hnoðmör síðan ég var fyrir vestan.
Svo hóum við í gott fólk.
Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 23:28
Nei reyndar ekki laufey mín.
Já það má alveg athuga það, svona í nálægri framtíð Sigurður minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:40
Já,ég tek undir það,að þetta er snildarfærsla.Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 02:41
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.