Veðrið í dag á Ísafirði og nýr vefmiðill.

Veðrið í dag var gott, það var held ég spáð einhverjum hryssingi með snjókomu, en reyndin var önnur.

IMG_0376

IMG_0377

Smá skýjadans.

IMG_0378

Og gleiðarhjallinn tignarlegur.

IMG_0380

Sólin sést ekki lengur nema í smáljósbrotum.

IMG_0385

Svona.

En svo koma tvær myndir fyrir Önnu frænku mína Stefánsdóttur.

IMG_0381

Hér stóð húsið hans Júlíusar afa.  Það var rifið fyrir mörgum árum.

IMG_0383

En ég er næstum viss um að þetta hús var húsið sem Þóra amma þín bjó í, og Stebbi skó.  Svona smá sárabót elsku frænka mín. 

Að lokum langar mig að benda fólki á ljómandi flottan nýjan vef sem heitir Skutull. http://www.skutull.is/ 

En þar hefur frábært fólk tekið sig saman um skrifa og halda honum úti.  Allt í sjálfboðavinnu.  Það er alveg einstakt.  Og ég segi bara innilega til hamingju með flott framtak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Er það hafið eða fjöllin sem laða mig hér að eða er það kannski konan sem bloggar....... Held bara að það sé þetta allt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Konan sem bloggar

bljúg í lund.

Laðar og leikur

á lífsins stund.

Vinunum vænu

vill allt best.

 Talar og talar

 og til í flest.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir og flott ljóð hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.11.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sló þessu svona fram elsku Katla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

flottar myndir Ásthildur, að sjálfsögðu er ég búinn að kíkja á Skutul

Hallgrímur Óli Helgason, 13.11.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Arna mín það er bara mjög oft gott veður hér á Ísafirði.  Virðist vera, þegar maður teku þetta svona saman.

Auðvitað Hallgrímur flottur vefur.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 22:49

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Beta mín mikið er gott að ég gat glatt hana mömmu þína, þessa elsku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 08:47

8 Smámynd: Ester Júlía

Yndislegar myndir!  Það skín í gegn hvað þér þykir innilega vænt um bæinn þinn, fjöllin og umhverfið.  Kær kveðja Ásthildur mín. 

Ester Júlía, 14.11.2007 kl. 09:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Ester mín og velkomin heim.  Já mér þykir óumræðilega vænt um þennan bæ og fjöllin.  Enda hef ég gefið honum nærri 30 ár af starfsævi minni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband