Eigum við að spara þessi jólin.

Hvernig væri nú að fólk tæki sig saman um að lámarka jólagjafirnar í ár.  Tæki upplýsta ákvörðun um að gefa ódýrari gjafir.  Ekki endilega ómerkilegri.  Það gæti til dæmis verið eitthvað heimagert, af kærleika og góðsemi.  Eða bara að gefa tíma saman.  Til dæmis eldri borgara í ættinni, ég er viss um að slíkum þætti miklu vænna um að fá fjölskylduna í heimsókn, með nokkrar smákökur og knús, heldur en eitthvað sem of mikið er til af.  Nú eða hlýja vetlinga, sokka eða eitthvað nytsamlegt, en sem ber vitni um umhyggju á ástúð.

Það er líka hægt að gefa myndir, eða litla jólasögu af fjölskyldunni. 

Látum ímyndunaraflið ráða jólagjöfinni í ár, ekki upphrópanir auglýsendanna, eða skrautlegar hillur dótabúðanna.  Við getum breytt þessu æðisgengna kapphlaupi.  Við getum gefið frumlegar gjafir sem við höfum sjálf útbúið, eða látið gera.  Ætli slík gjöf nái ekki meira til hjarta viðtakandans.  Ég man eftir þegar börnin voru lítil og við áttum ekki of miki ð af peningum handbært, að ég bjó til dúkkur fyrir þau.  Ein af þeim var hann Óli hann var prjónaður í ýmsum litum, Óli varð strax uppáhald, þó hann væri hvorki fallegur né dýr.  Og þegar eitt barnið fótbrotnaði og varð að vera á spítala í nokkrar vikur, þá vildi hann hafa Óla  með sér.  Þá hafði einn fóturinn týnst, og það var kominn gamall ullarsokkur í stað fótar.  En hann var mjúkur og hlýr hann Óli.

aron mánidaniel

 

eva ruthanna sól

 

isobeljuliana lind

óðinn freyrólöf dagmar

kristján logiSigurjon

 

sigurjón dúlfur

Svo má ef til vill gera eitthvað skemmtilegt við peningana sem sparast á þessu.  Eitthvað sameiginlegt fjölskylduboð, eða út að borða eða eitthvað sem maður gerir ef til vill ekki daglig dags.  Nú eða bara eiga meiri ró, vegna þess að vísakortið brann ekki yfir.

Látum þessi jólin verða kærleiks - og gleðijól, en ekki Jólin hans Mammons.  Við getum alveg breytt þessu.

 


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er sífellt í enduruppeldi á sjálfri mér varðandi neysluhyggjuna og læt ekki auglýsendur segja mér eitt eða neitt.  Ekki meðvitað amk.

Fallegar jólamyndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 13:01

2 identicon

Sæl og blessuð.

Flott grein. Það mjög skemmtilegt að fá gjafir sem eru heimagerðar. Mikið eru börnin falleg. Ég vona að stórkaupmenn sjái ekki þessa tillögu þína til okkar  Þeir vilja auðvita að við eyðum og eyðum peningunum okkar svo þeir geti haft það gott.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er svo rétt sem þú ert að segja mér kviður alltaf fyrir jólunum útaf stressi við skulum bara að spara gullfallegar jólakúlur.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.11.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta eru nokkrar af mínum jólakúlum.  Þær eru reyndar fleiri.  Ég er sannfærð um að við getum með sameiginlegu átaki komið af stað þeirri hugsun að gefa eitthvað persónulegt og ódýrt í ár. 

Rósa mín ég geri mér alveg grein fyrir að kaupmenn verða ekki mjög hrifnir af tillögunni minni

Katla mín, ég held að þú sért ekki ein um þann kvíða.  Og einhvernveginn finnst mér að kvíðin sé jafnvel meiri í ár en nokkurntímann.  Þess vegna er mikilvægt að hægja aðeins á og hugsa um hvað maður getur gert.

Allar tillögur vel þegnar um góðar gjafir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er búið að gera könnun af hálfu verslunareiganda og hópur manna var fenginn til að velja jólagjöfina í ár og niðurstaðan er að sú gjöf verður að vera GPS-tæki til að teljast boðleg jólagjöf.  Jú líka er í lagi að gefa börnunum eitthvað úr hinum nýju leikfangaverslunum ef eitthvað verður þar til þegar nær dregur að jólum.   Allt annað er móðgun við viðtakanda gjafarinnar.  Að tala um sparnað í sambandi við jólagjafir er nánast eins og guðlast.  Okkur tókst að slá öllum hinum Norðurlöndunum rækilega við í verslun á leikföngum og er þá ekki miðað við höfðatölu heldur heildar innkaup á leikföngum og megum því ekki slá neitt af í innkaupum fyrir jólin ef við ætlum að halda okkar forskoti.  Reyndar völdu Norðmenn líka GPS-tækið sem jólagjöf ársins en við látum það nú ekki slá okkur út af laginu, kaupum bara ennþá fleiri slík tæki og sýnum Norðmönnum í eitt skipti fyrir öll að við erum best í öllu.  Ef fólk verður í vandræðum hvað gera eigi við öll þessi GPS-tæki er örugglega pláss í geymslunum hjá fólki, það verður bara að henda öllum fótarnuddtækjunum sem eitt sinn var jólagjöf ársins.

Jakob Falur Kristinsson, 13.11.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður   Annars er ég að tala í alvöru.  Ég er í alvöru að spá í hvort það er ekki hægt að finna eitthvað sem maður getur gert sjálfur sem gleður þessar elskur jafnmikið og eitthvert glingur.  En þeir sáu svo sem við mér hjá Toy r us, því þeir sendu bækling inn á hvert hús, með óskalista, og nú eru öll börn búin að fylla út listann og fara með hann milli ættingja til að gefa gjafahugmyndir.  Ég held að þetta sé eitthvað það ósmekklegasta sem ég hef séð lengi, má þar til dæmis nefna tillögur að gjöfum til fermingarbarna, sælgætið sem sett er í augnhæð barna við kassa verslana og svo framvegis.  Þessir litlu sakleysingjar eru notaðir á mann, til að selja dótið í búðinni. 

Mér finnst alveg furðulegt að enginn hefur séð ástæðu til að hneykslast á þessu, fyrir mér er þetta miklu verra mál en til dæmis tíu litlir negrastrákar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góð hugleiðing! Takk fyrir mig

Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 15:11

8 identicon

Fyrir jólin í fyrra bakaði ég fáein andapaté og gaf manneskjum í kringum mig. kom mér vikilega á óvart hvað þessu fólki fannst mikið til þeirra koma, kostaði ekki neitt en það var að vísu smá vinna á bakvið þetta.

Það er samt öllu erfiðara að heilla unga fólkið með heimatilbúnum gjöfum nema að maður geti smíðað i-pod eða myndavélasíma. hehe

Guðbjartur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:38

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér líst vel á þetta hjá þér Ásthildur, sjálf er ég afskaplega hógvær þegar kemur að því að kaupa jólagjafir. Flottar jólakúlur!

Huld S. Ringsted, 13.11.2007 kl. 16:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Guðbjartur, ég hugsa að það geti reynst erfitt, nema maður komi af stað svona tískubólu um að gefa nytsamar gjafir  En stundum þarf svo lítið til að gleðja svo mikið, eins og þú bendir á.

Takk Huld mín, já þær eru dálítið spes þessar jólakúlur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 17:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín ég er löngu hætt þessari vitleisu,

get sagt þér að þegar börnin vita ekki hvað þau fá frá hverjum

þá gengur nú aftur og fram af mér.

Við gamla settið gefum altaf bækur til barnabarnana og þau gefa okkur

eitthvað sem kemur að notum, því okkur vantar ekki neitt.

Nú við borðum gott saman spörum ekki í það, en svoleiðis á það líka að vera.

nú altaf eru bakaðar uppáhalds-smákökurnar hjá hverjum og einum,

og gera tvíburarnir mínir það.

Randalínurnar brúnar og hvítar eru ómissandi,

síðan eru hnoðaðir saman gómsætir eftir réttir eftir smekk.

Við njótum aðventunar afar vel lærum nýju jólalögin, dönsum og syngjum.

Svo koma gleðileg jól.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2007 kl. 17:53

12 Smámynd: kidda

Ég geri mjög oft jólagjafirnar sjálf handa flestum sem við gefum, í það minnsta er eitthvað pakkaskraut sem ég bý til. Það þykir orðið bara tilheyra hjá sumum Í ár er ætlunin að gera flestar gjafir. En ég er heppin ég hef svo góða aðstöðu í bílsdkúrnum mínum Eini gallinn er að ég á það til til að byra heldur seint

Fólk á orðið flest af því sem það vantar í dag eða getur keypt sér það sjálft. Fyrir utan að geðveikin í kring um jólin er orðin fáranleg. Heimtufrekjan í sumum krökkum og ungu fólki er oft með ólíkindum.

kidda, 13.11.2007 kl. 17:58

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hljómar vel hjá þér Milla mín.

Segðu Ólafía mín, maður byrjar alltaf of seint.  En þetta lofar góðu hjá þér.  Það er bara heilmikið um skynsamlegt fólk hér sé ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 18:03

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband