Svifryk og trjágróður.

Sá hér góða grein í Laufblaðinu, fréttablaði SKógræktarfélags Íslands frá 2005.  En stendur fyrir sínu enn þann dag í dag samt sem áður.  Nú í allri umræðunni um svifryk og nagladekk.

 Hvernig ætli staðan sé í dag, og hvernig væri að borgaryfirvöld skoðuðu aðrar leiðir en bara strangt bann við nöglum, eftir að tíminn er orðin viðsjárverður ?

 

Svifryk og trjágróður.

 

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Í vetur (2005) hefur mengun af völdum svifryks í Reykjavík verið töluvert í umræðunni. Einnig var mengun af völdum svifryks mikið áberandi á Akureyri á árinu.

Fram kom í Morgunblaðinu þann 6.12. að svifryk hafi farið 20 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári á stöðinni í Grensási í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Svifryk er talinn ein helsta orsök heilbrigðisvandamála sem rekja má til mengunar í borgum. Heilsuverndarmörk fyrir heilt ár eru 50 ug/m3 og að loftmengun fari ekki oftar yfir þau en í 35 skipti á hverju ári á einni mælinarstöð, en fjöldi skipta yfir heilsuverndarmörkum mun lækka á komandi árum samkvæmt reglugerð nr. 251/2002.

Á næsta ári er leyfilegur fjöldi 29 skipti en árið 2010 verður hann kominn niður í 7 skipti. Fyrirsjáanlegt er því að yfirvöld verði að grípa til að aðgerða á næstu árum. Reykjavíkurborg er að vinna að tillögum hvernig ráða megi bót á svifryksvandamálinu.

Ein þeirra leiða sem hægt er að fara til að berjast gegn svifryksmengun er aukin trjárækt í þéttbýli, ekki síst nærri umferðaræðum. Tré geta tekið upp sviftyksagnir auk þess sem þær setjast í barr og lauf. Laufblöðungur kannaði heimildir varðandi slík mál og fylgja nokkrar þeirra hér með. Virðast barrtré vera einna mikilvirkust við að sía/nema svifryk úr andrúmsloftinu og eðlilega bein fylgni á milli stærðar trjánna og græns yfirborðs þeirra. Kemur þá strax upp í hugann sitkagrenibeltið samsíða Miklubrautinni í Reykjavík.

Ef takast á að ná niður magni svifryks til að vernda heilsu þéttbýlisbúa er hugsanlega hægt að stórauka gróðursetningu trjáa samsíða umferðaræðum samhliða þeim aðgerðum sem geta dregið úr losun þess í andrúmsloftið. Þessi mál þlyrfti að skoða frekar.

Heimildir.

  1. Urban Woodlands; their role in reducing the effects of particulate pollution Environmental Pollution. Volume 99, Issue 3. 1998 347 – 360 K.P. Beckett, P.H. Freer- Smith og G.Taylor.
  2. The Urban forrest in Bejing and its roel in air pollution reduction. Urban Forestry &urban greening, Volume 3,Issue 2, 12 janúary 2005, Pages 65 – 78 Jun Yang, Joe Mc-Bride, Jinxing Zhou og Zhenyuan Sun.
  3. 3. Http://www lifesci.sussex.ac.uk/home/Kevin _Beckett.

    Laufblöðungur, Fréttablað skógræktarfélags Íslands. 3. Tölublað 2005.

Torg15 copy

Planta meira greni við umferðargötur, er ef til vill góð lausn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff svifryk er mjög er slæmt t.d. fyrir mig þar sem ég mjög slæm af astma.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.11.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Katla mín.  Það er allt í lagi að skoða hvort ekki sé hægt að planta meiri trjám, til dæmis greni meðfram mestu umferðarötunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 10:52

3 identicon

Sæl og blessuð.

Hvernig er með heilsársdekk? Eru þau dýrari en sumardekk og nagladekk? Stjórnvöld gætu þá gripið inní og lækkað tolla og skatta svo að þau væri besti kosturinn. Ef, ef???

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki með verðlagið á heilsársdekkjum.  En ég held líka að það sé ekki bara verðið sem spilar þar inn í heldur, að sumir vilja heldur nota nagladekk vegna öryggisins sem því finnst vera meira með slíkum dekkjum.  Þetta er álitamál skilst mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 14:45

5 identicon

Sæl aftur.

Ég hef lítið heyrt um samanburð en ég sá athugasemd nú í okt. frá manni á mbl-blogginu, sem sagðist hafa notað heilsársdekk í 15 ár og engin óhöpp og vesen. En hvort að hann hafi keyrt Hellisheiði eystri eða vegina á Vestfjörðum er stór spurning

Búin að fá upphringingu frá frænku á Ísafirði í dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:27

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skilaði kveðju til Hjálmars Sigurðssonar, Elísabetar Jónsdóttur, og þá upphófst heilmikil umræða um ættir hjá mínum körlum.  Þeir eru mjög áhugasamir um ættfræði.  Ég ætla að sýna einum þeirra bréfið þitt á morgun.  En það var gaman að skoða það sem þú sendir mér í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband