Fjöllinn, fólkið og gömlu húsin.

Jæja hér koma fyrstu óskamyndirnar teknar í dag.

Fyrir Rannveigu.

IMG_0347

Engi ekki langt að fara hjá mér til að taka þær myndir.

IMG_0371

IMG_0367

Doddi hlýtur að fara að skreyta bráðum.  Hann skreytir alltaf svo fallega.

Og svo fyrir Ólafíu.

IMG_0350

Gamla bakaríið.

IMG_0353

IMG_0355

Kringlurnar.

IMG_0356

Og hillurnar.

Svo eru hér nokkrar húsamyndir.

IMG_0357

Silfurtorgið og húsaröðin upp Hafnarstrætið.

IMG_0358

Hér er ég komin niður í Kínahverfi, og víst hafa mörg húsin þar verið gerð fallega upp.

IMG_0359

IMG_0360

Það væri gaman ef þessar þröngu götur væru hellulagðar í gömlum stíl.

IMG_0361

IMG_0363

IMG_0364

IMG_0365

ein kvöldmynd yfir menntaskólann.

IMG_0372

Og svo glaðningur fyrir fjallafólkið mitt, tveir fyrir einn.... eða þannig LoL

IMG_0368

IMG_0369

IMG_0373IMG_0375

Já þau eru tignarleg þessi fjöll, og svo vaxa þau bæði upp og niður.

Vona að þið njótið þessa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Fæ bara vatn í munninn, er alvarlega að íhuga að hringja vestur og panta hjá þeim og fá sent með flugi

Fjallamyndirnar sem endurspeglast í sjónum eru mergjaðar alveg

Takk fyrir mig

kidda, 12.11.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær rifja margt upp þessar myndir þær eru alveg svakalega flottar.  Fyrirgefðu ég á bara ekki til orð þær eru svo flottar.

Jóhann Elíasson, 12.11.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér kærlega fyrir það Jóhann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fallegar kringlurnar í bakaríinu eins og myndirnar þínar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.11.2007 kl. 18:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hulda mín, já kringlurnar eru hið mesta hnossgæti get ég sagt þér, bleyttar í kaffi með sykri algjört sælgæti.  Þó ég drekki ekki kaffi með sykri vanalega.  Þá brýst ég undan þeim vana ef kringla er á boðstólum, eða skera þær í tvennt og smyrja með smjöri og osti slef og nammi namm.  Slurb.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 18:48

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kom í fyrsta sinn á Ísafjörð í sumar, það er afskaplega fallegur bær. Ég féll alveg fyrir honum og ekki spillti gamla bakaríið fyrir, hef aldrei séð jafn stóra kleinuhringi

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 19:19

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir af bænum þínum, en fjallamyndirnar eru algjör toppur.  Takk fyrir fallegt innlegg á minni síðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 19:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var að vona að þú gætir lesið úr því Ásdís mín, það fór allt í eina þvælu

Gamla bakaríið er toppurinn á tilverunni á góðum degi, og Rut Tryggvason á heiðurinn af því ásamt syni sínum Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:03

10 Smámynd: Laufey B Waage

Æðisleg speglunin í Pollinum. Og gaman að sjá að mörgum gömlu góðu húsunum hefur verið haldið við. Ég fékk smá sting í hjartað þegar ég sá myndirnar úr gömlu Smiðjugötunni minni.

Laufey B Waage, 12.11.2007 kl. 20:07

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Þrátt fyrir girnilegar kringlur þá eru "standa á haus"myndirnar ager snilld og gæti ég horft á þær endalaust......

Þú átt að koma einhverju af falllegu myndunum þínum á dagatal eða í einhverja vestfjarðabæklinga....þær eru æði.

Held að Félagsbakaríið sé uppáhalds húsið mitt.......

Solla Guðjóns, 12.11.2007 kl. 20:09

12 Smámynd: Laufey B Waage

En af hverju kallarðu gamla hverfið mitt Kínahverfi? Mér finnst það ekki passa.

Laufey B Waage, 12.11.2007 kl. 20:09

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega falleg fjöllin fyrir westan.....

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:12

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alltaf svo skotinn í svona gömlum húsum og fjöllin eru yndisleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2007 kl. 20:23

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ásthildur mín kæra......mér er ekki leyft að kommentera á síðu Guðsteins Hauks...sem nú vill ganga til liðs við ykkur! ...vissi það ekki fyrr en ég hafði skrifað þetta...

Guðsteinn...ég er nú "hálf" útlensk, en flest se FF segir í þeim málum "meikar sens"...en ekki breytast í nasista þótt ég segi þetta. FF hefur líka góða sýn á kvótam´lin og margt annað...svo það er margt verra en að kjósa FF! (er þó samkynhneigð, svo þú lest varla mína skoðun!?)

...allavage veit ég að þú kemur þessu til skila til hans...en ég er orðin nokkuð hugsi yfir hversu mikið liðsauki hann yrði?

Elskuleg kveðja,

þín  anna 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 20:59

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni Bjarnason Fæddur í Saurbæjarsókn á Rauðasandi, Barð. 11. janúar 1761 Látinn 4. október 1805
Steinunn Sveinsdóttir Fædd í Hagasókn, V-Barð. 1767 Látin í Reykjavík, Gull. 31. ágúst 1805 Jón Bjarnason Fæddur í Brjánslækjarsókn, V-Barð. 21. mars 1803 Látinn 6. september 1882 Sýslubarn í Rauðsdal-efri 2, Brjánslækjarsókn, Barð. 1816. Bóndi í Krókshúsum og á Arnórsstöðum, Barðastrandarhr., V-Barð. Bóndi í Krókshúsum, Saurbæjarsókn, Barð. 1845. Heimildir: Kb.Brjánsl.V-Barð., Eylenda I, 1816, 1845 Guðrún Jónsdóttir 1791 - 1879 Sveinn Jónsson 1792 Þorgrímur Jónsson 1793 Jón Jónsson 1795 Ingveldur Jónsdóttir 1797 - 1883 Steinunn Jónsdóttir (1800) Sigríður Bjarnadóttir 1789 Gísli Bjarnason 1795 - 1862 Bjarni Bjarnason 1800 
Guðrún Sigmundsdóttir 1806 - 1871 Gift Var í Saurbæ, Saurbæjarsókn á Rauðasandi, Barð. 1817. Var á Saurbæ, Saurbæjarsókn, Barð. 1835.    Júlíana Jónsdóttir 1842
   Guðbjartur Jónsson 1846 - 1846
   Sigurbjörg Jónsdóttir 1848 - 1940 Ráðskona í Fæti, Hagasókn, Barð. 1870. Var í Hvallátrum V , Breiðuvíkursókn, V-Barð. 1930. Guðrún Ólafsdóttir 1829 - 1900
   Kristín Elínborg Jónsdóttir 1863 - 1955
        

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:02

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

við erum örfá á 'Islandi sem erum af BÆÐI STEINUNNI OG BJARNA...en mér var kennt í æsku að skammast mín fyrir það...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:03

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

En hvað þetta eru fallegar myndir Ásthildur mín og gott að koma hérna yfir til þín Þú ert snilldar ljósmyndari og myndefnið þitt alltaf frábært. 

Takk fyrir innlitið og stuðninginn á minni síðu. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:06

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sigurbjörg er mamma ólínu ömmu minnar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:07

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlakka til að heyra frá þér...varla erum við syndarar lengur þegar forsprakur "bænagöngu" í Reykjavík 10.11.2007 er morðingi síðan 2003?...

http://www.haestirettur.is/domar?nr=2477

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:09

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Stand á haus myndirnar eru dálítið flottar, Ollasak mín hehehe... en það var samt ennþá flottara að sjá pollinn svona, það var nærri búið að aka yfir mig, þegar ég var að taka myndina af Naustahvilftinni, risavörubíll sem flautaði ógurlega, ég var á miðri götunni.

Laufey það er oft í daglegu tali kallað Kínahverfi.  Þessi fallegi gamli bær, með öll sín lágreistu hús og þröngar götur.

Það er ekki niðrandi merking.

Ég skal koma þessu til skila Anna mín elskuleg

Takk Hrönn Katla og Arna.

Veistu það Margrét mín, að ég reyni alltaf að standa með vinum mínum.  Sérstaklega þegar mér finnst á þá hallað.  Þannig er ég bara gerð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 21:13

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Æ Ásthildur mín ...ætlað einmitt að biðja þig að eyða þessu...fortíðin bar mig ofurliði!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:28

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir og litlu húsin og þröngu göturnar minna mig á smábæi í Svíþjóð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 21:31

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er ekki stolt af Bjarna forföður mínum...en okkur afkomendum Steinunnar og Bjarna var kennt i 5 ættlið að skammast okkar fyrir þessi morð...þú mátt trúa mér Ásthildur mín, þetta var hvíslað í minni æsku! En Steinunn, ættmóðir mín er eins og ég (eða ég eins og hún, við skömmust okkar ekki fyrir ÁSTINA. ..) Bjarni var yfirheyrður í kristni (eins og kannski Baldur Freyr)?? og hann yðraðist. sjá SVARTFUGL EFTIR GUNNAR GUNNARSSON!

Allavega, ef nýtímalög hefðu verið þá hefði Steinunn ekki neitt að skammast sín yfir og Bjarni ekki heldur (skamm, skamm Kirkja þess tíma)...en hva'ð með núna? Eigum við að leggjast undir "morðingjadóm" eftirlifendur...eða bera kærleikanum vitni, eins og formóðir okkar gerði hetjusamlega (og var disjuð á Skólavörðuhæð). Ég segi alltaf við son minn...þetta er Steinunnarkirkja...í stað Hallgrímskirkja. (eins og passíusálmar hans eru flottir).

kær kveðja

Anna 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:52

25 identicon

Sæl og blessuð.

Takk innilega fyrir frábærar myndir. Ég er ættuð úr Ísafjarðardjúpi  og Ströndum. Ég athugaði hvort þú værir með netfang á síðunni þinni en fann ekki. Getur þú sent mér e-mail. Netfangið er riorosin@simnet.is

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:53

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegar myndir elskan.

Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 21:53

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

eyddu mínu ÖLLU

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:55

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil, þegar ég sé fjöllin þín, að Hengillinn minn hefur ekki verið mikil sárabót

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 23:08

29 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mig langar í snúð með súkkulaði og kókoslengju úr Gamla! Læt myndir af kringlunum duga. Takk fyrir kærlega! :)

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:21

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk ásthildur mín,...nú erum við Guðsteinn bloggvinir...þökk sé þér!...en fortíðardraugarnir mínir eru lifandi...og þessvegna er svo skrítið að einhver nútímamorðingji (Baldur) stefni göngu út frá minni formóður (Steinunni á sjöuná) gegn mér ..eða samkynhneigðum...friðarsinnum...sem ekki höfum drepið (allavega ekki í 5 ættliði).

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:24

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...en eyddu bara mínu uppeldisrugli...um að það sé slæmt að vera morðingi...og að eiga morðingja að forfeðrum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:25

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín elskuleg, ég segi bara orð skulu standa.  Love you krúsindúllan mín.  Þú snertir hjarta mitt eins og fuglinn sem flögrar um loftin blá.  Mér dettur ekki í hug að fórna einu einasta orði héðan úr af því sem þú hefur sagt.  Þú ert bara eins og þú ert FRÁBÆR og knús á þig elskuleg.

Bara að njóta Þórdís mín

Hengillinn er flottur Hrönn mín, það er bara svoleiðis, að sumt ER bara

Heiða þú ert flottust.

Rósa sendi þér email eftir smástund.

Jenný ég er alveg sammála þér þarna, á nokkrar myndir af smábæjum í Svíþjóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 23:32

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

æji....en samt...ef ég hefði vitað að þú myndir engu henda...hefði ég vandað stafsetninguna betur!...en auðvitað er þetta alltsaman satt! Mikið er gott að Ísland eigi fólk eins og þig Ásthildur min!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:49

34 Smámynd: Rannveig H

Frábærar myndir eins og alltaf takk fyrir það 'Ija mín,svo voru Napolionskökur í glugganum á Gamla umm mitt uppáhald

Rannveig H, 12.11.2007 kl. 23:54

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég telst undir "fjöllin og fólkið"...en gömlu húsin?...veit ekki . hef aðgang að gömlu húsi á Látrum, þar sem Árni móðirbróðir minn gerði upp lítið hús og við mamma fórum fyrir nokkrum árum. Það var sannarlega upplifun....EINS OG HIMALÆJAFJÖLLIN

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:55

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er bara lítil stelpa , fædd í vesturbænum í reykjavík, en alin upp við HVÍSLIÐ um langalangömmu og langalangafa, sem ...ekki m+atti nefna?  Síðan kom mikið seinna í ljós að þessi hjú drápu maka sína til þess að eignast sjálf!

Ekki nógu gott...en alla vega tilgangur (og væri ekki nauðsynlegt í dag)....hvílík frelsun að geta "bloggað " um þetta í dag...+i minni æsku var hvíslað! ...núna eru farnar ófeimnar "bænagöngur" 4 árum eftir mor'i' (sem ekki var vegna kærleiks, heldur ofbeldis)?

http://www.gmaki.com/myndir/2007/11/10/DSC_6277.html

og

 http://www.haestirettur.is/domar?nr=2477

mér finnst þetta eins mikið réttlætismál og mál minna forfeðra forðum...Steinunnar og Bjarna! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 00:15

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Voru Napoleonskökur í glugganum Rannveig mín.  Smá bónus.

 Já Anna mín, hvísl fyrri tíma hefur breyst í háværan söng.  Og það er vel.  Það þarf að syngja aðeins hærra samt í sumu til að vekja stjórnvöld af þeim svefni að allir hafi það svo gott, að ekki þurfi að leggjast í að rífa upp samfélagið og gera miklu miklu betur.  Knús á þig ljúfust mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 08:30

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vahá hvað þetta eru fallegar myndir hjá þér ágæta flokkssystir.  Ég sigldi oft til Ísafjarðar á sjómannsárum mínum og þessar myndir fylla mig hreinlega af nostakgíu.  Takk fyrir mig Ásthildur.

Anna, mikið er ég feginn að þið Guðsteinn eru orðnir bloggvinir og ég leyfi mér að vera svo bjartsýnn að vona að þið verðið raunverulegir vinir.  Guðsteinn er góður og virkilega vel meinandi náungi, satt best að segja er ég ekki saklaus af því að stuðla að því að hann ætlað að ganga í flokkinn og hef m.a. sent honum greinar um kvótann ofl.  Það ætti að vera óþarfi að segja þetta en svo það sé á hreinu þá eru frjálslyndir ekki uppteknir að því hvort fólk er gagn- eða samkynhneigt. Þið Guðsteinn eigið sameiginlega ríka réttlætiskennd og eigið því bæði vel heima í sama flokki. Ég veit að eigandi þessarar síðu tekur undir með mér að óska þig innilega velkomna.  

Sigurður Þórðarson, 13.11.2007 kl. 09:32

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þórdís mín ekki málið að senda þér fullt af fjallaorku. 

Takk Sigurður min.  Mín er ánægjan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 09:39

40 Smámynd: Gló Magnaða

Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að eða er það kannski fólkið á þessum stað?

Líklega sitt lítið af hverju

Gló Magnaða, 13.11.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband