11.11.2007 | 17:34
Fjöll og fólk, eiga margt sameiginlegt.
Ég ætla að setja hér inn nokkrar fjallamyndir sem ég tók í dag, svolítið tileinkaðar yndislegri konu sem hringdi í mig í morgun frá Akureyri, til að þakka mér fyrir myndirnar mínar. Fjöllin laða hana, vegna þess að hún er héðan.
Í framhaldi af því, langar mig til að koma á framfæri við ykkur ágæta fólk sem hingað kemur til að skoða, að ef þið viljið einhverja sérstaka mynd, af ákveðnu húsi eða stað hér, þá bara getið þið beðið um það, og ég skal allavega reyna að verða við bóninni.
Þó það sé kuldalegt um að litast á myndunum, þá er samt gott veður og um 4 - 5 °hiti.
Kubbinn það er eitthvað seiðandi við hann, sennilega gyðjan sem í honum býr.
Snæfjallaströndin klikkar ekki í fegurðinni.
Aldan mætti fara að fá andlitslyftingu, og þarna sjáum við Naustahvilftina í bakgrunni.
Gleiðarhjallinn, og þarna sem íshúsfélagið stendur, er reyndar ekki í notkun lengur, og það er nudd og sjúkraþjálfun á efstu hæðinni, þar stóð Oddi. Hús sem var rifið þegar frystihúsið var byggt.
Þarna sést í húsin við Hlíðarveginn og bílskúrar blokkarinnar við Fjarðarstræti blasa við.
Eyrarfjallið í allri sinni tign.
Fjöllinn virðast hafa áhrif á fólk, þannig að það er svona helsta sem það saknar frá heimabygginni. Ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir þessu, fyrr en ég fór sjálf í burtu í tvo vetur til Hveragerðis. Þá var ég eins og úti á þekju, af því að mig vantaði fjöllin mín.
Fyrir marga sem koma í svona fjallaland, eru þau aftur á móti ógnvekjandi og kæfandi. Svona erum við háð því nágrenni sem við þekkjum hvað best.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt alveg rétt Sama hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 18:00
Hvaða, hvaða, þú hafðir nú Hengilinn þá............
Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 18:33
Gekk á lítið fjall í dag, - fékk löngun að ganga á fleirri fjöll. Jú, fólk og fjöll eiga margt sameiginlegt..hvert og eitt hefur sína sérstöðu og karakter. Stundum er nú líkað talað um að einhver sé ,,fjallmyndarlegur."
Fallegar myndir
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 20:10
Já Hrönn mín Satt Hengilinn.
Það hlýtur að vera sárt þegar æskuheimilið er rifið Þórdís mín.
Já Jón Ingibjörg, það er ótrúlegt hvað hugurinn leikur með okkur.
Einmitt Jónanna, sumir eru bara fjallmyndarlegir, og þá er ekki átt við tröll
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 20:32
Það er alltaf verið að tala um þetta flotta landslag í Noregi, ég tek það fram að það er ekki sama hvar í Noregi maður er, frekar en annars staðar. Þannig er mál með vexti að ég bjó í Suður-Noregi í vel á þriðja ár og þvílík vonbrigði sem ég varð fyrir varðandi hina "stórkostlegu" náttúrufegurð í Noregi. Það byrjaði allt saman í Oslo, ég byrjaði á því að koma mér í Íslenska sendiráðið og kom mér í samband við "Íslenska" ræðismanninn í Kristiansand, en þangað var ferðinni heitið. Til að gera langa sögu stutta, þá hefði ég fengið meira út úr því að tala við sjálfan mig, svo ég kom mér bara út á lestarstöð og keypti mér far með næstu lest til Kristiansand og eftir u.þ.b klukkutíma bið lagði lestin af stað. Ferðalagið tók tæpa fimm tíma og ég ætlaði sko heldur betur að virða fyrir mér hið rómaða landslag á leiðinni og í því skyni kom ég mér fyrir við glugga og þar sem fáir voru með lestinni hafði ég möguleika á að flakka á milli "bak" og "stjór". Frómt frá sagt, þá hefði ég betur sleppt þessari fyrirhyggju minni og bara sofið alla leiðina, því ég sá bókstaflega ekki neitt alla leiðina nema tré og einstaka sinnum glitti í hús. Það er nefnilega málið að maður sér lítið af landinu, nema maður standi frekar hátt því trén skyggja á allt útsýni.
Jóhann Elíasson, 11.11.2007 kl. 20:52
Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar.Mig langar svo í mynd af Engi veit að systa mín hefði gaman af því líka.
Enn og aftur takk fyrir mig
Rannveig H, 11.11.2007 kl. 23:16
Það er litlu hægt að bæta við allt þetta hól um myndirnar þínar, en samt þær eru frábærar og gerir mann stoltan af því að vera ekta Vestfirðingur.
Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2007 kl. 23:20
Flottar myndir Cesil.
Já umhverfið mótar persónuleikann , því fer ég ekki ofan af og sjálf hefi ég staðið mig af því að sitja fyrir austan heima og horfa út um eldhúsgluggann andaktug á jökulinn minn Eyjafjallajökul og drekka hann í mig, sem hluta af raunveruleika bernskunnar og uppvaxtaráranna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2007 kl. 00:03
Í FJALLASAL við upp ólumst. Takk fyrir. Og SÓLIN kom að OFAN. Var það fyrir ofan ENGIDAL?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 03:15
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 08:31
Þú ert alveg ótrúleg í myndasýningunum. Takk takk.
Vonandi fær Aldan almennilega andlitslyftingu áður en það verður of seint. Þegar ég bjó á Ísafirði (einhvern tíman skömmu fyrir Krist), hafði ég áhuggjur af mörgum gömlum húsum sem mér fannst falleg, en enginn hafði rænu á að halda við.
Laufey B Waage, 12.11.2007 kl. 09:17
Ásthildur mín þú ert bara æðisleg, takk fyrir fallegar myndir.
Sammála Laufey með gömlu húsin, hugsið þið ykkur hvað það myndi
verða flottur kjarni í gamla bænum ef að það yrði af veruleika
að gera alt upp, loka flestum götum. við höfum nú rætt þetta áður
Ásthildur á þínu bloggi.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 10:38
Æðislegar myndir að venju Ásthildur! En nú ætla ég að koma þér á óvart, vonandi skemmtilega, en ég hef tekið algjöra hægri beygju vinstri maðurinn ég! Er hægt og hvar get gengið í Frjálslyndaflokkinn ? Ég er búinn að átta mig á villu minni og gjöra iðrun, ég sé núna hvern Guð hefur blessað hvað mest með bestu stefnuna! ;) Hvernig ber ég mig að í þessu??
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 11:45
Já Guðsteinn minn, þarna komst mér skemmtilega á óvart. Ég hugsa að það sé best að senda bara bréf á netfang Frjálslyndaflokksins hér er addressan http://www.xf.is/default.asp?sid_id=30274&tre_rod=017|&tId=1 inn á þær upplýsingar. Og vertu velkominn elskulegur.
Ég man eftir þeirri umræðu Milla mín. Það er einmitt það sama og Árni Steinar Jóhannson sá eini sanni sagði þegar hann kom hingað í heimsókn, Hann talaði um að útlit bæja skipti óendanlega miklu máli, og ekki síst vel við haldinn hús. Og ég er alveg sammála því.
Sammála Laufey, Aldan þar að fá andlitslyftingu og nokkur fleiri hús. HEhehe Einhvern tíman skömmu fyrir krist
Njóttu vel elsku Jenný mín.
Frjáls er í fjallasal, fagurt í skógardal, allt til staðar á Ísó Þói minn.
Alveg get ég trúað því að Eyjafjallajökull sé seiðandi G.María mín.
Takk Jakob minn.
Ekki málið Rannveig mín, mynd af Engi skal koma hingað inn eigi síðar en seinna í dag.
Jóhann ég þekki þessa tilfinningu, það er eins á sveitavegunum í Svíþjóð, þú sért ekkert nema götuna, himinn og trén beggja meginn við götuna. Maður fær svona hálfgerða innilokunartilfinningu svei mér þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 12:28
hmm, myndir eftir pöntun væri hægt að fá mynd af Gamla bakaríinu og kannski mynd af Kringlu og kannski einhverju fleira.
Ein sem lætur sig dreyma um kringlur og fleira góðgæti
kidda, 12.11.2007 kl. 12:29
Já ekki málið Ólafía mín, mynd af Gamal bakaríinu skalt fá. Og kringlu líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 12:35
Já Hanna Birna, var þetta ekki góður fundur, þið eruð meiri valkyrjurnar. Flottastar að mínu mati. Ég vildi að ég hefði komist líka. Það hefur verið fjör. Ég er stolt af ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 12:43
Takk Ásthildur mín, ég er búinn að senda þeim bréf og gefa út yfirlýsingu. Gott væri að fá þinn stuðning þar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 12:51
Ég er sammála Jóhanni. Fór eitt sinn að túristast um Ísland og skoðaði helstu staði á norður og austurlandi m.a. Mývatn, Dimmumborgir, Ásbyrgi, Goðafoss, Dettifoss, Hallormstaðaskóg, Jökulsárlón og fleira og fleira. Þá komst ég að því að skógur er bara mörg tré saman sem byrgir útsýnið.
Gló Magnaða, 12.11.2007 kl. 12:57
Takk fyrir Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2007 kl. 13:25
Styð þig heils hugar Guðsteinn
Gló hehehe þar sem tvö tré koma saman þar er skógur, þetta segir Guðni Ágústson
Knús á þig Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 16:55
Æðislegar fjallamyndir! Þó mætti segja það að fjöllin í næstu seríu hjá þér séu betur vaxin niður ég meina.......að þau vaxa líka niður
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.11.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.