11.11.2007 | 02:23
Leikur kattarins að músinni.
Við sátum hjónin með rauðvín og kertaljós, að spjalla, þegar kötturinn hann Brandur var allt í einu staddur á miðju stofugólfinu og ældi út úr sér músaræfli.
Og allt í einu var þetta rómantíska kvöl orðið að baráttu upp á líf og dauða, ég get svo svarið það. Ekki beint sjálfsmorðsárás, heldur svona leikur kattarins að músinni í sinni skýrustu mynd.
Jamm hún er að spá í hvert hún eigi nú að flýja.
Nei ég hef svo sem engann áhuga á þessu fyrirbrigði, eða best að láta eins og ekkert sé
Bíddu bara skepnan þín hehehe ég næ þér á endanum... eller hur.
Ókey músin slapp í bili, en hvað verður Alla vega ætla ég að hafa allt opið á morgun, svo ef hún vill koma sér út úr húsi hjá mér, þá standa henni allar dyr opnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, ertu að segja að kötturinn hafi ælt upp úr sér lifandi mús? Minnir mann á söguna um Jónas í hvalnum...
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2007 kl. 02:37
Já hann var með hana í kjaftinum og svo sleppti hann henni rétt fyrir framan nefið á okkur, og lék sér að henni bara lengi áður en ég tók upp myndavélina. Og svo missti hann af henni, ég vona alveg. En maður veit aldrei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 03:17
Hann sleppti henni nokkrum sinnum úr kjaftinum meðan við vorum að horfa á. Þannig að hann taldi sig hafa öll tögl og haldir, en stundum getum við mýsnar snúið á kvalarann, en það krefst útsjónarsemi og áræðni. Og þá .... kisi var of sigurviss í þetta skipti
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 03:20
Ég átti einu sinni kisu, sem kom með svona mýs inn og gaf okkur. Hún var bara að sýna þakklæti fyrir viðgjörning okkar við hana en því var sko ekki tekið með þakklæti á móti. Bæði mamma og pabbi voru skelfingu lostin við mýs og húsið var algerlega á öðrum endanum á meðan húsbændur börðu allt og brömluðu með sópukúst í örvæntri viðleitni við að drepa greiið og stukku svo æpandi upp á stóla þess á milli. Við krakkarnir skildum þó alveg hvað kisa var að meina en alls ekki þennan ótta við þessa smávöxnu samferðarmenn í jarðvistinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 05:00
Kisin minn gerði þetta nokkrum sinnum þegar við bjuggum fyrir austan, ekki mér til gleði. Hann kom bara með þær til að leika sér að þeim
Huld S. Ringsted, 11.11.2007 kl. 08:26
Hm.. mér hefði ekki komið dúr á auga með mús í húsinu frú Ásthildur. Það er á hreinu.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 09:41
Haha ég segi eins og Jenný ég hefði ekki getað sofnað fyrir en músin væri farinn úr húsi.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.11.2007 kl. 10:52
Kisinn okkar sást út í garði með mús um daginn, músin slapp en hann fékk miklar skammir
Það er nú allt í lagi þó að kettirnir komi inn með litlar sætar hagamýs, svo framarlega sem þær sleppa svo lifandi. En þegar kisa kemur inn með fjörurottu með sogskálum og þær sleppa þá verður engum rótt.
kidda, 11.11.2007 kl. 11:12
Úff já Ólafía sammála þér með rotturnar, en ég tek með jafnaðargeði þó ein lítil hagamús sé á lausu. Ég er viss um að hún notar fyrsta tækifæri til að forða sér fram í garðskálann.
Haldiði að það geti verið Jóna og Huld að Kisi vilji ekki éta músina, hann fór í miðjum klíðum og fékk sér að éta kattarmat. Að hann sá bara aktualli að leika sér.
Jenný mín ég svaf eins og ungabarn. Það er ef til vill af því að ég er í svo nánu sambandi við garðskálann minn og allt dýralífið þar. Þetta venst eins og sagt er.
Jón Steinar ég get ímyndað mér hamaganginn Man eftir þegar Grímur ætlaði að skjóta rottuna heima hjá Bárði, það voru rottur undir gólfinu í litla húsinu í Kínahverfinu, Grímur sagði að þetta væri ekki mikið mál, hann skyldi skjóta rottufjandana, Svo kom hann með byssu og miðaði á op, sem Bárður hafði gert á gólfið, opnaðu nú, sagði hann, og svo horfðist hann í augu við risarottu, og stökk upp á stól. . Það var snarlega lokað fyrir aftur og fenginn fagmaður í verkið.
Arna mín, ég set myndirnar í ákveðna stærð, 500 til dæmis, og áður en þú setur þær inn er gluggi sem býður þér að setja í ákveðna stærð. Ég set í glugga sem segir upprunaleg. Þannig færðu þær svona stórar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 11:33
Ekki máli elskuleg. Bara gaman að geta orðið að liði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.