Mitt faðir vor.

Já sumsé ég var að taka til, og þetta fallega ljóð var eitt að þeim sem þarna var vel geymt og næstum gleymt.

Mitt faðirvor

Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda
sé vilja beitt.

Hvar einn leit naktar auðnir
sér annar blómaskrúð
það verður sem þú væntir
það vex sem að er hlúð
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt
og búast við því besta
þó blási kalt

Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð
Það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor
Fegurð-Gleði-Friður
Mitt Faðirvor.

Gott að hafa í huga, svona í skammdeginu. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fallegt, og eflir fólk til þess að standa á eigin fótum.

Kudos, eins og þeir segja í útlöndum. :-) 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.11.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hver er höfundur? Ágiskun: Jóhannes úr Kötlum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta fallegt ljóð.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábært ljós og svo fallegt og satt  Mannúðarbæn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 18:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er fallegt.  Því miður hef ég ekki hugmynd um hver höfundurinn er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 18:54

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gúglaði - og fann næsta bæ við - það er að segja nágranna í Hveragerði: Kristján frá Djúpalæk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 19:18

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt og gott inn í helgina, takk fyrir að deila þessu.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 19:34

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að vita um höfundinn Gréta mín.  Þetta er líka mitt faðirvor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þau sungu þetta Vagnssystkinin á minningardisknum um pabba sinn.  Kveðjur vestur,

Sigríður Jósefsdóttir, 10.11.2007 kl. 19:12

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já var það, gaman að vita það, takk fyrir það Sigríður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband