Stöðluð - beisluð fegurð. Eftirsóknarvert?????

Svona smáhugleiðing, ég var nefnilega að taka til í tölvunni minni og rakst á þessa grein frá vinkonu minni, ég vona að hún verði ekki sár þó ég birti þetta.  Því það á svo sannarlega erindi inn í umræðuna um fegurðarsamkeppnir og allt sem því fylgir.

 

Vera 12. Apríl 2003.

Þegar Vera var ung og vitlausari en í dag, þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppni. Þar vorum við metnar á sundbolum og dregnar í dilka eftir því hversu þungar og háar við vorum. Vera fékk ekki að fara í líkamsrækt, enda gömul sunddrottning og dansari og með of mikla vöðva. Ég mátti varla hreyfa mig fram að keppni, en ég þurfti hins vegar að raka af mér öll hár á líkamanum. Æfingar stóðu í 2-3 tíma yfir daginn. Þar var gengið fram og til baka, fyrir framan spegil í 10 cm hælum. Veran varð hins vegar að vera í 5 cm hælum svo að hún virkaði ekki of stór á miðað við hinar. Við gengum sem sagt fram og til baka, hlið við hlið, horfðum á hvor aðra og okkur sjálfar á sunbolum og hælaháum skóm. Sumbolirnir voru límdir með teppalími, svo að þær færðust ekki úr stað. Við lærðum að brosa, með því að smella tungunni upp í góminn og þrysta henni þar, svo að við titruðum ekki í framan á meðan við brostum. Við lærðum að labba mjúklega í annarlegri samsetningu sundbols og 10 cm hæla, brosa án þess að titra öll í framan, svo lærðum við náttulega að sprengja e-vítamínbelga og þekja þeim á andlitið svo að húðin fengi sinn raka. Við lærðum líka að við ættum að vera afskaplega brúnar. Að baða hárið okkar upp úr ediki svo það fengi glansa.
Við lærðum að labba lítil geysuskref í kjólunum, sem einnig vorum límdir á okkur á hinum og þessum stöðum.

Við vorum ekki allar vinkonur, ónei. Barist var um fötin fyrir tískusýninguna. Sumar voru frekari en aðrar, og neituðu að ganga í þeim fötum sem þeim fannst að klæddu sig ekki. Baktalið var einkar frjótt. Sú sem var sigurstranglegust var lögð í þögult/baktalandi einelti, og hún dæmd út frá hverjum einasta hlut sem hún gerði. Við brostumhins vegar fögru brosi til hverrar annarrar og sögðum í viðtölum að við værum perluvinkonur og að þessi keppni færði manni aukið sjálfstraust.

En við hverja er rætt. Þær sem vinna. Hvað með hinar sem vinna ekki neitt, eru ekki nógu "Fallegar" og frambærilegar samkvæmt dómurunum???
Útlit er eitthvað sem við fæðumst með, við getum náttúrulega gert ýmisslegt til þess að breyta því, og þá reynum við að fylgja því sem markaðurinn segir að sé "fallegt". Stúlkur sem eru dæmdar út frá því sem þær fæðast með og geta ekki svo auðveldlega breytt, er mannskemmandi, nema kanski fyrir þær sem fá viðurkenningu um að þeirra útlit sé eftirsóknarvert.
Þær sem komast ekki í vinningsæti, eru "Of frekar", "of litlar" "of feitar", hafa einhvern stimpil á sér eins og "drekkur of mikið", "er lauslát" osfrv.
Kanski var þetta bara í þeirri keppni sem ég var í. En í einhver ár á eftir aðstoðaði ég aðrar stelpur, að velja rétt föt, labba rétt, tala rétt og svo videre.

Ef það er eitthvað sem ég skammast mín fyrir og vildi að ég gæti breytt, þá er það þetta. Að vera svo samdauna viðteknu verðgildi konunnar að ég tók þátt í fegurðarsamkeppni og ekki nóg með það, hvatti aðrar til að
gera
það sama.
Ég er hin argasti femínismi í dag. ER búin að afklæða mig þessarri útlitsdýrkun og hef aldrei fundist eins mikið til mín og annarra kvenna koma.

Þið ættuð kæru velunnarar fegurðarsamkeppna, hvort sem það er karla eða kvenna, barna eða dýra. Að vera á bak við tjöldin, fá þessa vitleysu beint í æð, og spurja ykkur síðan hvort að þið munduð taka þátt í því að keppa um hver ykkar sé frambærilegastur útlitslega séð. Þetta minnir mig á þrælasýningu miðalda. Í alvöru talað. Ég bíð bara eftir því að kíkt sé upp í munninn á þáttakendum og athugað með hversu góðar tennur þeir hafa.
Er þetta kanski keppni fyrir piparsveina, þar sem besta kvenfangið er sú sem vinnur. Drottningin, má ekki eiga börn, ekki vera eldri en 25 ára. Af hverju???
Ég hef ekki enn fengið svör við því. Eru konur eftir 25 ára, ekki lengur fallegar eða er hún þá loksins metin eftir einhverjum öðrum verðleikum.?

434849B

Hver og hver og vill og verður ???

Lokaorðin minna mig á það sem Matthildur Helga segir að fegurðarsamkeppnir hafi byrjað í cirkus, þegar var orðin frekar lítil aðsókn í að skoða dýrin, og allskonar dýrafegurðarsamkeppnir milli hunda katta og hesta.  Þá datt cirkusstjóranum í hug það snjallræði að halda sýningu á stúlkum.  Og þá fylltist salurinn.  Rosalega rómantískt ekki satt LoL

 

Og svona P.S.  heimildarmyndin um óbeislaða fegurð verður sýnd í sjónvarpinu þann 18. nóvember, fyrir þá sem misstu af myndinni í bíó, en vilja horfa á hana.  Þið ættuð endilega að taka þetta kvöld frá og njóta skemmtilegrar og velgerðrar myndar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að láta okkur vita af myndinni í TV og góð greinin frá vinkonu þinni. Eigðu frábæra helgi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því, að mér hefur alltaf þótt fegurðarsamkeppnir, hvaða nafni sem þær eru kallaðar, vera niðurlægjandi og til þess fallnar að það sé frekar litið á umbúðir en innihald.  Kannski er þessi afstaða mín vegna þess að ég á ekkert erindi í svona keppni, en skítt með það.  Þegar ég var í sveitinni í gamla daga var stundum farið á nautgripasýningar og þar voru "gripirnir" vegnir og metnir samkvæmt öllu mögulegu og ómögulegu, þegar eru fegurðarsamkeppnir í sjónvarpinu, þá detta mér alltaf þessar nautgripasýningar í hug,  Hvers vegna skyldi það vera?

Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið var þetta góð grein ,Já Ásthildur mín ég ætla að horfa aftur á myndina í sjóvarpinu mín ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Ásdís mín.

Jóhann, satt er það, þetta er nokkurskonar gripasýning.  Þess vegna sló óbeisluð fegurðkeppnin í gegn, ráðlegg þér að horfa á hana í sjónvarpinu þann 18. n.k.   Hún er reyndar meinfyndinn.

Knús á þig líka elsku Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já ég geri það, þakka þér góða grein Ásthildur

Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 16:44

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært að lesa þetta frá einni sem hefur reynt þessa niðurlægingu á eigin skinni.  Og vei, vei, vei, hvað ég hlakka til sýningarinnar í sjónvarpinu.  Búin að merkja á dagatal.

Smjúts og takk

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 16:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn.

Jenný, einmitt það sem ég hugsaði.  Ein sem hefur virkilega verið þarna og upplifað "sæluna" sem felst í slíkri keppni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2007 kl. 17:29

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill Ásthildur mín. Hef einmitt heyrt líka að það sé oft mikill rígur á milli stúlknanna í svona keppnum og baktal. Yfirborðið flott og fínt og framkoman, en undirniðri bullar öfund og baktal. Bara eins og hjá öfgatrúuðum ef út í það er farið

Ég er ekki og hef aldrei verið hlynnt fegurðarsamkeppnum, þótt ég sé afskaplega myndarleg kona ef út í það er farið. Í alvöru, þá finnst mér að það ætti að ala stúlkur upp sem duglegar og klárar, og að útlitið sé auka atriði, en góð almenn snyrtimennska í hávegum höfð.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þér Margrét mín.  Útlitsdýrkun er svo mikið púff að það hálfa væri nóg.  Það er ekki mikið fengið með útlitinu einu saman ef ekkert annað er á bakvið.  Mér sýnist þú bara vera flott kona útlits, en ég er viss um að þú ert ennþá fallegri að innan, það sér maður á pistlunum þínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband