7.11.2007 | 01:40
Mugiboogie tónleikar í Edinborg.
Ég fór á tónleika hjá Mugison í kvöld. Alveg déskoti góða. ég var svo heppinn að komast upp á svalir, þar sem vel sást yfir salinn. Þar var Þorsteinn myndasmiður, ljósamaður og alltmúlig mann, og hann kenndi mér ýmislegt, hann er alveg frábær maður, með fallega sál. En sum sé hér var ég og skemmti mér alveg konunglega.
Hér sjáum við Mugimama, hún virðist hafa áhyggjur. Skiljanlega, sonurinn kom akandi að sunnan í dag i leiðinda veðri, og við mömmurnar erum sífellt með áhyggjur af ungunum okkar ekki satt ?
En tónleikarnir voru hreint dásamlegir, þeir byrjuðu með nokkrum rokklögum, og ég vissi um leið að ég er rokkari ennþá þrátt fyrir allt, það bara dúndraðist allt inn í mér við fyrstu trommutaktana, mikið rosalega getur maður verði háður þessum rosatakti.
Það var töluverð eftirvænting í loftinu í kvöld.
Tveir Mugison á sviðinu.... Hehehe ó nei, ég varð að fikta smá.
Það er sko tilfinning í þessu hjá strákunum.
Úff já það var sko aldeilis fjör í Edinborgarhúsinu í kvöld.
Allt frá ljúfum ballöðum upp í feikna rokk.
Og ekki var allt hefðbundið, það er öruggt mál.
Fjör fjör fjör.
Líka fjör í pásu, þau eru félagar í LL og voru örugglega að vinna að Skuggasveini, hér er Tóta vinkona mín og Hrafnhildur leikstjóri.
Og hér eru Vagnsbræður úr Bolungarvíkinni. Miklir tónlistarmenn eins og þau systkin öll.
ég nappaði svo Mugipapa út af tónleikunum til að smella af mynd, og auðvitað með tengdadóttur minni.
Hér eru þeir svo saman feðgarnir, það var áritaðir diskar í gríð og erg.
Skemmtilegt umslag og eigulegt segi það nú bara.
Og auðvitað fékk ég áritun, ekki spurning.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur verið gaman, mér finnst Mugison snillingur og ætla aldeilis að kaupa diskinn hans nýja !
Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 08:37
Er óforbetranlegur aðdáandi Mugison, enda hann með ferskustu músíkina í þessum geira, í áraraðir finnst mér. Fæ í hnén þegar ég hlusta. Þessi diskur er og verður uppáhalds. Svo finnst mér ekki verra að Pétur Ben skuli spila með honum. Eitruð blanda og ég öfunda þig. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 09:18
Oh hvað það hefur verið gaman hann er frábær hann Mugison. knús til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 09:50
Ég þarf að fara að athuga Mugison betur,veit að margir dá hann...
Þú ert svo dugleg að blogga að ég hef ekki við að kíkja....er búin að kíkja hér að neðan.....ég get alls ekki misst af nokkru bloggi hjá þér.
Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 10:19
Ég er ennþá með rokkið í æðunum. tra la la Knús til ykkar líka
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 10:44
Takk Ollasak mín, mér þykir vænt um að heyra það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 10:50
Það hefur örugglega verið stuð.
Ég var líka með smá áhyggjur af tengdasyninum, sem keyrði vestur með honum í gær og keyrir aftur suður í dag, - flýgur svo eitthvert annað með honum í fyrramálið.
Laufey B Waage, 7.11.2007 kl. 11:01
Það er alltaf fjör fyrir vestan
Held ég fari að skoða þennan Mugison betur
Kidda (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:05
Já Jóna mín ég sá það einmitt og líka myndina af honum.
Já Kidda mín, þú skal endilega skoða hann betur.
Hver þessara ungu myndarlegu manna er tengdasonur þinn Laufey mín ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 13:13
Mugison er flottur! Ég get alveg ímyndað mér að það hafi verið gaman á þessum tónleikum
Huld S. Ringsted, 7.11.2007 kl. 15:36
En gaman að skoða þessar myndir hjá þér, Áslaug mín
Bertha Sigmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:09
Já Huld mín það var rosalegt stuð, og þarna voru allir aldurshópar.
Bertha mín, takk fyrir það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 17:12
Æðislegt, greinilega verið gaman þarna. Sérstakt og mjög flott plötuumslag.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 20:53
Já það er alveg spes þetta umslag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 21:31
Langaði hrikalega í töskuna hjá Palla (tengdasyni Laufeyjar) bróður þegar hann fór westur. Verð bara að hlusta á plötuna þar til ég kemst á tónleika með honum.
Gaman að sjá myndir af fólkinu mínu þarna!
Mugiboogiekveðja
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 8.11.2007 kl. 09:50
Já einmitt Þórdís mín. Tóta er ein af mínum bestu vinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.