Skýjaglópurinn ég.

Smávegis um umgengni í Reykjavík, tekið upp úr Kryddi í tilveruna, íslenska fyndni.  LoL

Það má bara raula. Það er ýmislegt sem ekki má á götum borgarinnar.  Á einum stað í lögreglusamþykktinni segir: “Á götum bæjarins eða þar sem hætta getur stafað af má ekki leika knattleik, paradís, feluleik, skikk eða kling…”Á öðrum stað: “Enginn má ganga dularklæddur á almannafæri, eða í búningi sem misbýður velsæmi eða getur raskað allsherjarreglu..”Og munið svo þetta;“Á almannafæri má heldur ekki fljúgast á, æpa, kalla, blístra eða syngja hátt “  Ef þið haldið að hver sem er megi aka um götur borgarinnnar, þá er það misskiliningur.  Nauðsynlegir eiginleikar ökumanna eru tíundaðir í 55. Grein lögreglusamþykktarinnar;“Ökumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir og þroskaðir til þess starfa, enda hafi þeim verið kennt að stýra hesti og vagni af æfðum ökumannn.” Mö mö mööööö Ef þið skylduð vera á ferð um götur Reykjavíkur á hesti og  hefðuð naut meðferðis, þá er rétt að minna ykkur á 63 grein lögreglusamþykktarinar.  Þar stendur: “Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir í bandi, nægilega traustu, og skal gæsla höfð á.  Það er með öllu bannað að binda nautgrip í tagl á hesti ..” Þar sem margir koma saman og þurfa að fá afgreiðslu í borginni svo sem við miðasölur kvikmyndahúsa, kemur vel í ljós, hve illa menn eru heima í efni þess ágæta og fróðlega bæklings lögreglusamþykkar Reykjavíkur. Allt gengi þetta betur og skipulegar fyrir sig, ef borgarbúar kynnu réttu aðferðina. Ákvæðið um biðraðamenninguna er svohljóðandi;

Þar sem almenningur kemur saman, skal fólk raða sér þannig, að þeim sem fyrst koma, fái fyrstir afgreiðslu :::”

 

Skyldi þetta vera í gildi ennþá FootinMouth

Þetta er nú bara til að létta okkur upp í skammdeginu.

En hér koma nokkrar myndir úr himnagalleríinu í dag og gær.  Það er bara slatti af snjó hér, en ágætis veður.

IMG_0161

IMG_0162

IMG_0163

IMG_0164

IMG_0166

Ég hef ekki komist blogghringinn minn ennþá, ég hef bókstaflega verið á kafi í leiðinda pappír í allan dag, reyndar nokkra daga.  Oj það er svo erfitt og tekur alla orkuna manns.

En svo kom hún Evíta litla Cesil í pössun, svo ég fékk tækifæri til að líta upp.  Og mamma hennar kom svo með alla strolluna sína.  Þá var nú fjör.

IMG_0167

Nú þarf maður aðeins að tékka á hvað þið hafið verið að bralla í dag elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Æ það er svo gott að kíkja á myndirnar þínar. Sérstaklega þegar maður er að vinna frameftir og orðinn þreyttur og pirraður.  Á eftir er maður í miklu betra skapi og ég get haldið áfram að leysa verkefnið sem ég er að vinna.

Takk fyrir þetta. 

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 5.11.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Þórdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heaven I'm in heaven, tra la la l a  knús  3 Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...takk fyrir myndir, það er svo óendanlega fallegt þarna hjá þér, eins og ævintýraveröld

Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ú stelpur takk, þið eruð flottastar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:45

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þetta...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk elska fyrir myndirnar sem eru alltaf svo tignarlegar.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.11.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Laufey B Waage

Við þetta get ég bætt, að samkvæmt þessari sömu lögreglusamþykkt, þá er bannað að teyma kýr niður Laugaveginn.

Laufey B Waage, 6.11.2007 kl. 00:02

9 Smámynd: kidda

Einhvern veginn finnst mér eins og þessar og fleiri samþykktir séu enn við líði

Gaman að sjá myndir sem eru teknar á sama stað en engin þeirra er eins. Sem betur fer fyrir okkur hin, þá ertu alltaf með vélina með þér og við græðum svo sannarlega á því.

kidda, 6.11.2007 kl. 10:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ólafía og Kristín Katla mín

Stelpur það væri gaman að vita hvort þessar reglur séu ennþá í gildi.  Lubba mín ætli við gætum fengið eina kú svona til gamans og prófað að teyma hana niður laugaveginn  Bara svo til að sjá hvað gerðist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband