4.11.2007 | 18:35
Að raska ró Faraóanna.
Það setur að mér óhug að lesa þessa frétt. Ég átta mig ekki á því, hvort þar er um að ræða sögur sem maður hefur lesið um hefndir múmía, eða jafnvel sú hugsun að þar sé eitthvað dularfullt og stórkostlegt að gerast. Ég man þegar vinkona mín og systur fóru til Egyptalands, þær fóru í svona pýramýdaferð. Og ég veit að sú ferð hafði ótrúleg áhrif á þessa vinkonu mína. Og það sem meira var, ég fann fyrir veru við hlið hennar lengi á eftir, í einmitt svona galla eins og myndin í fréttinni sýnir. Hún hafði líka martraðir, og endaði með því að ég leitaði til sálarrannsóknarfélagsins í Reykjavík til að hreinsa út hjá henni. Ég er alveg viss um að þarna elti hana einhver alla leið heim. Við vitum ekki hvað svona lagað getur haft í för með sér, og við vitum ekki heldur hve öflugar þessar verur voru. Það sem er nokkuð ljóst gegnum sögurnar er, að hefnd þeirra getur verið grimmileg ef þeim misbýður, til dæmis eins og það að bera andlit sem á að vera hulið gullnri grímu. Ég hefði aldrei þorað þessu raski á friðhelgi faraós. No Way.
Hulunni svipt af andliti gullna faraósins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ekki ég heldur.ég mundi aldrei þora að vera ´su sem stendur fyrir svona löguð.er sammála þér, þetta er svolítið óhuggulegt, en samt spennandi. +vonandi eru þeir samt komnir lengra upp !!!
hef heyrt svipaða sögu um tvo sem fóru til egyptalands, nema að það gerðust óhuggulegir hlutir á meðan þeir voru þar, þurftu að fá hjálp frá nokkrum aðilum til að komast úr rúmi, löng saga....
AlheimsLjós til þín+steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 18:57
Já maður hefur einhvernveginn á tilfinningunni að þeir hafi ekki komist mjög langt. Sennilega heldur gullið og gersemarnar þeim föstum hérnameginn, hef einhvernveginn grun um það. Knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 19:15
Veistu nokkuð hver þessi Carter var sem talað er um í fréttinni? :
"Setja þurfti múmíuna aftur saman eftir að Carter skar hana í 18 hluta svo hann gæti komið höndum sínum yfir verndargripi auk annarra skartgripa."
Hann hlýtur nú að vera steindauður...
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2007 kl. 19:31
Innlitsknús í kærleikshöllina þína elskan.
Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 19:55
Takk sömuleiðis Heiða mín.
Nei Gréta mín ég veit ekki um þennan Carter, en tók eftir þessu. Ætli hann hafi ekki lifað stutt sá api. Aldrei hefði ég vogað mér að gera slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 20:36
Ég á lítið líkan af Tutan Kamon, hef ekki orðið vör við neitt slæmt í kringum það, keypti það í Harrods, það er sjálfsagt ekkert illt á reiki þar.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 21:40
þú hugsar alveg eins og ég mér þig mér þykir vænt um þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2007 kl. 21:42
Það átti bara að leyfa faraó að sofa í friði með huluna fyrir andlitinu..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 22:00
Ég veit ekki neitt um grimmilegar hefndaraðgerðir, en það er betra að vera "on the save side" með svona hluti. Svo hands off forvitnisgemlingar sem eru grafandi upp látið fólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 22:40
Hvernig væri að stofna til kertafleytingar.
Guðjón Guðvarðarson, 4.11.2007 kl. 22:46
Ekki hefði ég þorað að taka sjensinn, kannski búin að sjá of margar bíómyndir eða lesið of margar bækur.
En af hverju mátti hann ekki hvíla í friði með gullgrímuna sína.
kidda, 5.11.2007 kl. 00:00
Já einmitt af hverju mátti hann ekki bara vera með sína flottu gullgrímu áfram. Mér finnst svona innrás -ekki hægt að segja einkalíf- þar sem karlinn hefur legið dauður í fleiri hundruð ár, en mér finnst grafarrán frekar lítilmannlegt. Fékk svipaða tilfinningu, þegar ég skoðaði mýrarfólkið á sýningu úti í Vín. Dáið fólk til sýnis. En ef eitthvað gerist, þá verður örugglega sagt frá því í fréttum. Kertafleytingar eru ágætis hugmynd
Mér þykir líka vænt um þig Kristín Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:11
'Eg myndi ekki þora að raska ró faraóanna, tek undir með þér í því kæra Ásthldur. Úff..fæ bara hroll
Kær kveðja
Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 08:24
Svo er hann svo hrikalega ljótur!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:42
Eina sem ég get sagt er að ég er hjartanlega sammála þér Ásthildur..ég ber mjög mjög óttablandna virðingu fyrir öllu svona.
Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 10:57
Ég segi nú bara ekki er allt gull sem glóir.......
.......nema kannski Gló Magnaða
Gló Magnaða, 5.11.2007 kl. 17:23
Takk allar saman Jamm hún Gló glóir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 19:10
Ég veit það að ef maður er hræddur við eitthvað svona er meiri möguleiki á að það nái tökum á manni og að það sé í raun óttinn sem fylgir manni og með þá einhverja birtingarmynd sem sumir skynja með manni Um að gera að vera ekki hræddur og ekki láta neitt ná tökum á sér
Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:54
Já það er reyndar alveg rétt hjá þér Margrét mín. Samt myndi ég ekki vilja vera í þeirri aðstöðu að vinna við svona verkefni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.