4.11.2007 | 11:35
Fjölskyldan mín frá El Salvador.
Ég var í matarboði í gær. Þar var á boðstólum rosalega góð Mexicósk súpa, og frábær eftirréttur. Húsbóndinn er úr fjölskyldunni minni frá El Salvador, og við vorum boðin svona til að skoða nýja húsið sem hann var að kaupa sér. Þau eru orði 4 börnin, svo það var kominn tími til að fá sér stærra húsnæði. Enda er hann komin í góða stöðu, sem steypustöðvarstjóri og kennari í spænsku.
Foreldrar hans og Alejandra voru þarna líka í matarboðinu.
Hér eru þau Pablo og Ísabel, litla stúlkan er Isobel Liv dóttir Rolando sonar þeirra, sem þurfti að flýja með þeim.
Þau sýndu mér bréf sem þau voru að fá frá lögfræðingi í El Salvador, sem boðaði ekkert gott fyrir þau. Þar var þeim tilkynnt að allir pappírar sem þau hafa sent, væru annað hvort úreltir, eða ekki með réttan stimpil frá Íslenskum stjórnvöldum, og það var líka ráðist skammarlega að þýðanda bréfanna.
En það væri svo sem hægt að byrja á þessu upp á nýtt ef þau borguðu meira. Borguðu meira, spilltir embættismenn og lögfræðingar eru nú þegar búnir að hafa af mínu fólki yfir hálfa milljón ísl, króna í svona pappírsvesen. Og ekkert gengur og rekur, þau eru höfð að féþúfu. Og hvers vegna, jú það er vegna krafna frá pappírsdýrum hér heima, sem taka ekki gilda undirritaða og staðfesta undirskrift frá báðum foreldrum Alejöndru um að þau Isabel og Pablo Díaz hafi full leyfi þeirra til að fara með hana hvert sem er í heiminum og sérstaklega til Íslands, og það leyfi gildir til 18 ára aldurs. Þetta plagg er viðurkennt í Bandaríkjunum sem löggilt, en ekki hér.
Fólkið mitt frá El Salvador er sem sagt orðið bitbein milli spilltra embættismanna í El Salvador, og möppudýra á Íslandi, sem taka ekki tillit til aðstæðna.
Það er mikill spilling í El Salvador embættismenn ganga þar fyrir mútum og slíku. Þó sumum finnist að hálf milljón sé ekki stór peningur, þá er hann það miðað við verðlagið í El Salvador og svo fyrir fólk sem þurfti að flýja mafíuna þaðan, með tvær hendur tómar, koma sér hingað og byrja hér nýtt líf. Mafía sem drap foreldra konunnar, og gengur ennþá laus, fóru sem sagt aldrei í fangelsi, þess vegna flýðu þau. Vissu sem var, að bófarnir kæmu sínu fram, án afskipta löreglunnar.
Þau sóttu nýlega um íslenskan ríkisborgararétt, öll fjölskyldan, líka sonurinn hann er búin að vera hér í 7 ár þann 13. desember en þau í maí á næsta ári. Þau spurðust fyrir um hve langan tíma þetta tæki, jú þau þurfa að bíða í 6. mánuði til ár, eftir að frá svar.
Og ég var að hugsa, hvað er það eiginlega sem tekur svona langan tíma að kanna, með fólk sem hefur verið hér sjálfum sér og öðrum til sóma í tæp sjö ár. Elskulegt, stálheiðarlegt og sjálfstætt fólk. Í sumum tilvikum ef réttir aðilar fara fram á það, tekur það um sólarhring. Erum við ekki að tala um jafnræði þegnanna og að allir séu jafnir fyrir lögum. Ég er satt að segja alveg gáttuð á þessu stafakróksveseni hjá útlendingastofu, eða hvar það nu er sem hnífurinn stendur í kúnni.
Af hverju þurfa þau að vera fórnarlömb fjárkúgarana frá sínu fyrra landi, í boði íslenskra yfirvalda ?Af hverju þurfa þau að hafa áhyggjur og sorg, vegna þess að pappírar sem allstaðar annarstaðar væru teknir gildir, eru ekki samþykktir hér ? Enginn hefur krafist þess að Alejandra væri framseld, enda hvert ætti að senda hana. Hennar eina sanna fjölskylda er hér, og það eru til pappírar upp á það. Undirritaðir í viðurvist lögfræðinga sem fóru gagngert frá Bandaríkjunum til að fá þá undirritun. En nei, það er bara haldið áfram að krefjast ættleiðingar, þó allir pappírar þar um hafi glatast í jarðskjálftanum. Og þó vita sé að spilling er grasserandi, og öllum fjármunum sem þau hafa sent til að greiða úr málinu, hafa hafnað í vösum spilltra manna. Væri nú ekki nær að þetta fé færi í gegnum íslenskt hagkerfi í formi neyslu? Spyr sú sem ekki veit. En ég er reið, ég er ekki reið við þetta spillta lið þarna úti, vegna þess að það sér þarna tækifæri til að maka sinn krók. Ég er reið út í það fólk hér heima, sem viðheldur þessu máli, og hefur í skjóli einhverra lagakróka neitað að taka á þessu máli lá mannlegum nótum. Ég ætla svo sannarlega að vona að þar verði bragarbót á.
Ég mun allavega ekki liggja á mínu liði til að leyfa fólki að fylgjast með því.
Þetta er hann Ísacc Logi Díaz, mamma hans er íslensk, faðir hans er frá El Salvador, og hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt.
Hér er hann að leika við pabba sinn. VÚ týndur ?? Fundinn !!
Og svo afa í kúlu, það er nefnilega afi og amma í kúlu, og svo eru abuelo og abuela það eru hin afi og amma.
Hér er svo Eva Rut hún er stjúpdóttir Rolando. og svo sést í Alejöndru.
Fjölskyldan mín, upp í stiganum er hún Isobel Lív Díaz.
Hér er svo ömmustubburinn, hann vildi opna dyrnar fyrir okkur, en er of stuttur, svo hann náði sér í fótaskemil Var reyndar ekki alveg búinn að hugsa dæmið til enda.
Ég vil samt taka fram að þó ég sé reið, þá eru þau það ekki. þau vilja bara að málið komist í höfn, eru búin að leggja svo mikið á sig, og vilja allt gera til að málið komist í höfn, og Alejandra litla geti verið hér örugg í faðmi fjölskyldunnar þeirra einu sem hún þekkir, og vilja að rétt sé að öllu farið. Það gerir mig jafnvel ennþá reiðari fyrir þeirra hönd.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég vona svo innilega að þau fá hjálp mér finnst þetta ljótt mál ég vona að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn og hjálpi þeim leyfðu okkur að fylkjast með með elsku fjölskylduna þína.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2007 kl. 11:49
Mikið skil ég reiði þína, það fer víst ekkert á milli mála að það er ekki sama Jón og séra Jón
Þetta fer vonandi að leysast, annars er það til vansa fyrir íslensk möppudýr.
Hef ég sagt það við þig áður að þú ert frábær með myndavélina þína, ef ekki þá geri ég það hér með.
kidda, 4.11.2007 kl. 12:26
Æ maður getur orðið svo reiður þegar maður heyrir um svona mál, svo koma hingað til lands tengdadætur sem fá ríkisborgararétt einn tveir og nú!! Vonandi fara hlutirnir að komast í lag hjá vinum þínum
Huld S. Ringsted, 4.11.2007 kl. 12:30
Takk allar sama, já ég vona það. Ég er að hugsa um að senda bónarbréf til Össurar um að hjálpa þeim í vandræðum sínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 12:32
Ef við getum á einhvern hátt lagt ykkur lið, láttu vita. Þetta eru sko ljót brot á góðu fólki. Ég treysti fullkomlega því sem þú segir okkur og vil fá að hjálpa ef ég get. Kær kveðja til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 13:58
Takk Ásdís mín. Svo sannarlega ætla ég að hafa þetta góða boð í huga. Já Arna mín, maður getur orðið sár og reiður.
Ég ætla eins og ég sagði áðan að senda fyrirspurn til Össurar, og reyndar fleiri. Ég ætla að segja frá gangi mála hér, og það gæti farið svo að við þyrftum móralskan stuðning. Þó ég sé reyndar alveg viss um að Össur hafi fullan skilning á málinu. Heyrðist það á honum hér fyrr í haust. Takk. Mér er mikils virði að fólk fylgist með í þessu tiltekna máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 14:33
Stend með þér í þessu máli. Vertu áfram á vaktinni. Veistu ég flippa út í hvert skipti sem ég heyri af þessu og Ásthildur hálf milljón eru miklir peningar fyrir venjulegt fólk. Reglulega stór summa.
Knús á ykkur og þvílík dýrðarbörn
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 15:39
Þetta er alveg ótrúlega og ég vona innilega að allt fari á bestan veg. Það er greinilega ekki alveg sama hverjir sækja um ríkisborgararétt hér og fá flýtimeðferðir á meðan aðrir þurfa að bíða milli vonar og ótta. Uss...ég væri jafn reið og þú!
Baráttukveðjur og þetta er sannarlega flott fólk á þessum myndun, þessi litlti ömmustubbur...ég fór í algjört krúttkast !
Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 15:43
Takk elskurnar. Hann ER algjört krútt hann Ísacc Logi. Ég lofa að leyfa ykkur að fylgjast með þessu máli. Og fjandinn hafi það ég stofna hulduher ef málin þróast ekki í rétta átt svo sannarlega sem ég heiti Ásthildur Cesil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:23
Það er svakalegt að lesa um þetta mál..til svo mikillar skammar !
Prófaðu endilega Össur eða bara hvern þann sem getur aðstoðað
Ragnheiður , 4.11.2007 kl. 16:48
Já Ragnheiður mín, ég ætla mér að gera einmitt það. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:51
Svona lagað er langt frá því að vera sæmd fyrir Ísland sen gefur sig út yfir svo margt gott.
Fullur stuðningur hér til að leiða megi þetta mál farsællega til lykta.
Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 10:50
Takk Ollasak mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 19:11
Tilfellið er mín kæra að þessi vegur á ekki að vera svona vandfarinn. Ég stend mig af því að brosa langt út að eyrum vegna mynda þinna af dásamlegu fólki. Litlum dreng, öldruðu fólki o.s.frv. Það verður að leysa þetta mál, fljótt og vel. Hafðu samband, ef eitthvað er hægt að gera til hjálpar.
Unnur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 02:53
Takk Unnur. Ég þigg alla aðstoð sem ég get fengið. Ég ætla að byrja á að senda Össuri pappírana, og biðja hann um aðstoð. Ég hef reyndar líka haft samband við Kristinn H. Gunnarsson og hann ætlar að skoða líkurnar á að fara með málið fyrir alsherjarnefnd. En í svona málum, er ég alveg ráðalaus. Því það liggja ekki á lausu upplýsingar um hvernig er best að snúa sér. Og það er greinilegt að útlendingastofa hefur ekki áhuga að að gera neitt í málinu, nema að senda reglulega bréf til hjónanna um réttindaleysi Alejöndru litlu. Á sex mánaða fresti þurfa þau að endurnýja dvalarleyfið, og það hefur alltaf verið á þeim forsendum að þau þurfi að setja ættleiðingarferlið í gang aftur. Og það er nákvæmlega það sem embættismannaþjófarnir í þeirra heimalandi hafa nýtt sér til að stela af þeim hálfri milljón. Í krafti og skjóli íslenskra embættismanna, þannig snýr málið við mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 09:37
Takk Inga Brá mín. Já ég skal leyfa ykkur að fylgjast með svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.