3.11.2007 | 15:22
Sving og stórsveit Ísafjarðar og Bolungarvíkur.
Eins og ég sagði áðan, þá fór ég eftir frábært hrekkjavökupartý á tónleika hjá Stórsveit Ísafjarðar og Bolungarvíkur.
Þetta voru mjög góðir tónleikar, þrátt fyrir stuttan æfingartíma, en flestir félagar sveitarinnar eru félagar í lúðrasveit tónlistaskólans. Það er hin þýska tónlistarkona Íris Kramer sem æfir sveitina, þar voru spiluð svinglög og mjög skemmtilegt lagaval.
Íris að stjórna, þarna má sjá Baldur Geirmundsson nýkrýndan bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar.
Mamma þarf ég að koma með þér á hljómleikana ? Já sonur minn. Ókey, ég hef þá bara eitthvað meðferðis til að lesa.
Það var fjölmenni í salnum. Þarna má sjá Kristján Viggósson, systir hans Sigrúnu
Eina af okkar flottustu sópransöngkonum Guðrúnu Jónsdóttur og Huldu Braga, sem er organisti í kirkjunni og spilar á ýmis ásláttarhljóðfæri í Lúðrasveitinni. Ég gleymi aldrei þegar Guðrún söng í risastóra nýja íþróttasalnum hér, og þessi netta kona hún bókstaflega fyllti húsið með söng sínum. Maður hefði ekki trúað því að óreyndu, hún söng líka titil hlutverkið í Sound of Musik sem sýnt var hér fyrir nokkrum árum.
Þau létu sig heldur ekki vanta, Kristinn H. Gunnarson og Elsa Friðfinnsdóttir kát og glöð. Mínir menn.
Það er heilmikil stemning í salnum.
Já og sagan orðin spennandi líka.
Þessi myndarlegu hjón hafa stuðlað að menningarlífi bæjarins um áratuga skeið. Geirþrúður Charlesdóttir og Jón Guðjónsson. Þau láta sig ekki vanta hvorki á tónlistarviðburði eða leikrit hér í bænum.
Frábær hljómburður í þessu nýja menningarhúsi okkar er ekki til að skemma fyrir.
Vá og meiri spenna í bókinni.
Kempan Villi Valli hefði átt að vera þarna uppi, en hann er í einhverjum smá erfiðleikum með aðra hendina á sér, þarna er konan hans Guðný Hartmann, yndælust af öllum yndælum og Guðrún Gunnarsdóttir. Ég er svo heppinn að þekkja hana mjög vel.
Það voru þarna margir sem tóku sóló, og stemninginn var rífandi.
Maður lætur nú samt ekki neitt slíkt trufla sig, þegar góð bók er annars vegar.
Hér er einn ungur og upprennandi sólóisti, ef til vill næsti Baldur G. Hann hefur sýnt gríðarlegar framfarir frá fyrri konsertum stórsveitarinnar, svo að eftir var tekið í gær. Enda eru margir af hans ætt þarna í sveitinni, móðir hans, móðurbróðir, afi.
Hér er Matis, hann stjórnar lúðrasveitinni. Hann kemur frá AusturEvrópu, einn af þeim frábæru tónlistarmönnum, sem okkur hefur hlotnast að fá hingað og dvelja og auðga menningu okkar með færni sinni.
Og ekki lætur maður nú fjörið trufla sig, aldeilis ekki.
Valkyrjan Íris Kramer, hún bregður sér í hvaða hlutverk sem er þarna uppi, og er alveg frábær tónlistarmaður og stjórnandi.
Baldur tekur líka sólóinn eins og ekkert sé.
Pabbi minn er að spila í kvöld.
Frábært.
Slagverksleikararnir og bassin, eru auðvitað lykillinn í svinginu.
Bókin búin ?
Og sumir spila með öllum líkamanum... Sorrý Íris mín ég bara varð. Þetta var ótrúlega fyndið.
Sigrún Gerða var flott í gær eins og alltaf, við ætlum í plöntuleiðangur í garðinum þeirra Einars Odds þegar veður og færi gefst.
Þessir eiga eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið, Halldór Smárason er einn af mínum uppáhalds píanóleikurum. Vonandi tekst okkur að halda honum kjurum í bænum.
Hér sjáið þið fjölskylduna, við hliðina á Írisi, móðir sonur, bróðir og afi. Músíkölsk fjölskylda.
'Okey það þurfti Jailhouse rock með trukki til að vekja strákinn.
Stórkostlegir tónleikar. Íris sagði eftir þá, að fólk gæti pantað sveitina við ýmsar uppákomur, og ég vil leggja til að við fáum þau til að spila á aðventunni. Ég spurði hana hvað það myndi kosta, og hún svaraði svona um það bil 40.000. kall. Eigum við ekki að safna í einn konsert eða svo. Það veitir ekki af svona í svartasta skammdeginu að svinga með góðum tónlistarmönnum. Til er ég að leggja í púkkið.
Vil eiginlega skora á hann Jón Sigurpálsson að koma því á koppinn, ég ætla að byrja að heita á verkefnið með því að leggja til 5000.- kall frá mér, og skora á aðra að taka við boltanum og gefa eitthvað líka. Við erum ekki lengi að safna upp í 40.000 kallinn skal ég segja ykkur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við Jón Sigurpáls áttum heima við sömu götu þegar við vorum krakkar og mamma hans, Steinunn, var píanókennari í tónlistarskólanum sem ég var í hér í eldgamla daga. Er ekki bara allt eins víst að hann Jón taki áskoruninni?
En segðu mér, skipti Elsa um flokk um leið og Kristinn?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:54
Ég veit það ekki. En hún stóð við hlið síns manns í kosningunum. Eins og góðum maka sæmir, að standa með sínum. Það þarf samt ekki að merkja að hún hafi skipt um flokk, alls ekki.
Jamm ég vona að Jón taki þessari áskorun, annars sendi ég honum ekki myndirnar hehehehe... ég var nefnilega eini ljósmyndarinn á svæðinu, og sat ein að þessari veislu með myndavélina mína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 16:20
það er nú meira stuðið og stemmningin í menningarlífinu ykkar um þessar mundir. Ég samgleðst ykkur með það.
Laufey B Waage, 3.11.2007 kl. 19:39
Vó alltaf sama menningarveislan hjá ykkur addna. Öfund.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 22:50
Er alltaf eitthvað um að vera hjá ykkur þarna fyrir vestan! en mikið rosalega leiddist þessum dreng með teiknimyndablaðið
Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 23:47
Það er misjafnt sem fangar hugann
Solla Guðjóns, 4.11.2007 kl. 00:24
Já það er alltaf mikið um að vera hér, og miklu meira en fram kemur hér, til dæmis myndasýningar á kaffihúsum, allskonar tónlistakvöld og nú er verið að æfa Skuggasvein. Einhver sagði um daginn við mig; maður kemst bara ekki neitt í burtu, því þá missir maður af einhverju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 10:52
Jeminn hvað mig langaði að skella mér í bandið og spila með! Puttarnir á mér iðuðu gersamlega. Verð víst að láta lyklaborðið duga í bili.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 5.11.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.