Hrekkjavaka í kúlunni.

Já það var sem sé Hrekkjavökupartí í kúlunni í gær.  Eitt barnabarnið Daníel Örn fékk þessa frábæru hugmynd, og fékk svo leyfi hjá ömmu sinni til að halda veisluna.  Hún var ákveðin með góðum tíma.  Ekki var verra að Úlfurinn hafði fengið leyfi til að kaupa Graskerið góða, og nú var hringt í ömmu í vinnunna og áhyggjur beraðar af því að ég var ekki kominn heim til að gera að graskerinu.  Ég sagði þeim að graskerið yrði tilbúið í tíma. Smile

IMG_9846

Það var því með nokkrum ugg, sem ég réðist með hnífnum að þessum tröllvaxna ávexti.

IMG_9916

ég get frætt ykkur um að það er heilmikið kjöt í honum.

IMG_9913

Þarna voru mjög áhugasamir aðstoðarmenn.

IMG_9917

Kjötið fjarlægt.

IMG_9920

Þá var komið að því að skera út í flykkið LoL Þetta var rosalega skemmtilegt.

IMG_9922

Og hérna er árangurinn.  Pumpkinið sætara en ég meira að segja.

IMG_9929

Tengdadóttirinn Tinna bakaði fullt af pizzum, sem voru vel þegnar.  Þau voru um 18 talsins krakkarnir þegar mest var. Og veislan bara rosalega skemmtileg.

Halluween

Þið þarna kóngúlóafóbíufólk, hver er hræddur við svona kónguló ?

IMG_0014

Það var farið í Limbó

IMG_0015

IMG_0023

Fullorðnafólkið tók auðvitað þátt líka hér er Skafti sonur minn.

IMG_0029

Partýdömurnar voru af ýmsum stærðum og aldri.  Evíta  Cesil og pabbi hennar.

IMG_0030

Þarna voru líka riddarar og ninjakarlar. Svakalega tekuru mikið af myndum, sagði riddarinn um leið og hann setti sig í stellingarna LoL

IMG_0041

Þessi er í boði Jennýjar, svo hún fái smá krúttkast. Heart Hvernig smakkast ?

IMG_0050

Þú færð klapp  á kollinn LoL

Sjáiði hvernig stelpustýrið pósar framan í myndavélina.  Hún er ótrúleg, verður sennilega fyrirsæta, ekki herðartrjáategundinn samt.  Heldur þessi fallega eins og hún er týpa.

IMG_0067

Hér er frumburður sinnar móður. 

IMG_0068

Kóngulóarmenn og Batman Gaman að leika sér í dótinu hans Úlfs.

IMG_0136

Hefðarmey frá París dettur manni í hug.

IMG_9933

Sjóræningjar.

IMG_9935

Ljóska ?  Ónei, þetta er strákurinn sem stóð fyrir þessu öllu hann Daníel Örn.

IMG_9937

Allt í fullum sving.

IMG_9940

Meira að segja Zorró orðinn spenntur.

IMG_9942

Þetta er alveg nóg málning á mig,  þakka þér fyrir !

IMG_9943

Pizzurnar hennar Tinnu voru vel þegnar, enda góðar.

IMG_9945

Nammi namm.

IMG_9952

Summum fannst erfitt að sjá út.

IMG_9953

Flottir gaurar.

IMG_9964

Eins og ég sagði, kóngulær geta verið ansi krúttlegar. LoL

IMG_9968

Ef þið hafið haldið að amma Kúl ætlaði ekki að taka fullann þátt, þá er það misskilningur.

IMG_9932

Og þeim fannst amma bara ansi flott.

IMG_9972

Og ömmu fannst sþau frábær líka.

IMG_9974

Já það voru ýmsar fígúrur á ferðinni. Tinna sjóræningi. 

IMG_9977

Og auðvitað urðu þeir að slást riddararnir, hvað annað, allt í góðu samt.

IMG_9978

Hér er hann upphafsmaðurinn, og í pels af ömmu.

IMG_9981

Smá hópmynd, hér vantaði samt nokkra, það er ekki hægt að safna svona stórum hópi saman hehehe þau eru út um allt.

IMG_9983

Kraðak af kátum krökkum Heart

IMG_9991

Já þau voru mörg, og hér eru ekki einu sinni allir, eins og ég sagði áðan, þau voru 18 stk.

IMG_9998

Sá hlær best sem síðast hlær eða þannig LoL

Vona að þið hafið notið sýningarinnar.  Ég varð eiginlega að setja inn svona margar, af því að ég tímdi ekki að sleppa neinni.  Þetta var virkilega gaman, og sýnir að bestu skemmtanirnar eru þegar allir skemmta sér saman ungir sem aldnir.  Það er í raun og veru alltof lítið gert af því á þessum tímum aðskilnaðarstefnu fjölskyldumeðlima.  Þegar ungabörnin fara á vöggustofu, í leikskólann, skólann, mamman og pabbinn í vinnuna, amman og afinn á elliheimilið.  Þarf þetta að vera svona ?  Er ekki einhversstaðar millivegur þar sem stórfjölskyldan fær að hafa meiri tíma saman.

Eftir þessa skemmtilegu veislu, fór ég svo á stórtónleika í Edinborg.  Það var Stórsveitinn sem lék og var aldeilis frábært.  Ég ætla að setja myndir af því hér inn seinna í dag.  Meiriháttar skemmtilegir tónleikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Frábærar myndir!   Hefur greinilega verið svaka fjör hjá ykkur      Eigðu góðan dag ljúfan

Saumakonan, 3.11.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Gló Magnaða

Frábært!! Ég hef oft sagt að ef við eigum að taka upp einhvern sið eftir öðrum löndum þá er það halloween.

Við aðdáendur KFÍ störtuðum grímuballi fyrir fullorðna 1998 og hefur það verið haldið árlega síðan. Ballið er alltaf haldið í febrúar/mars og hefur verið húsfylli síðustu árin og 90% fólks í búning. 

Það er alltaf frábær stemmning á þessu balli enda finnst öllum gaman að vera einhver annar einu sinni á ári.

Gló Magnaða, 3.11.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta hefur verið æðilsega gaman hjá ykkur.

Kveðja

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2007 kl. 11:30

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En skemmtilegt hjá ykkur og skemmtilegar myndir ég var með bros á vör þegar ég horfði á myndirnar

Kristín Katla Árnadóttir, 3.11.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman, þá þetta var svaka fjör.  Ég er sammála þér Eygló, svona grímubúningakvöld eru mjög skemmtileg.  Og það eru margir sem skemmta sér betur, ef þeir eru í svona búningum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vá hvað hefur verið mikið fjör hjá þér Ásdís!! Ég vildi að mínar dætur ættu svona skemmtilega ömmu

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Að sjálfsögðu átti þetta að vera Ásthildur en ekki Ásdís!!! Sorry Ásthildur mín

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 11:54

8 Smámynd: kidda

Það hefur verið meiri háttar gaman

Ömmubörnin þín eru heppin að eiga svona frábæra ömmu

kidda, 3.11.2007 kl. 11:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hélt augnablik að þú hefðir farið bloggvillt Huld mín.  En Ásdís er nefnilega líka skemmtileg amma sko.

Takk Ólafía mín.  Já þetta var svo skemmtilegt.  Um að gera að bara skella sér í fjörið með krökkunum.  Og það er gaman að Daníel skyldi frá svona frábæra hugmynd, og að þau skyldu svo koma henni í framkvæmd líka, því það er ekki nóg að fá góðar hugmyndir, mestur hlutinn er að framkvæma hugmyndirnar, og það gerðu krakkarnir í þessu tilfelli með góðri hjálp Tinnu tengdadóttur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 12:27

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

haha nei ég fór sko ekki bloggvillt!! þið eruð allar æðislegar ömmur og stefnan mín er að verða eins og þið

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 12:41

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Flott partý, meiri dugnaðurinn í ykkur !

Sunna Dóra Möller, 3.11.2007 kl. 12:55

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svei mér þá Ásthildur, ef þú ert ekki flottasta amma sem ég veit umég er í krúttkasti auðvitað, margföldu og þú ert greinilega ekki bangin við að skella sjálfri þér í gervi og spila með.  Takk fyrir mig og þú ert í einu orði sagt YNDISLEG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 13:09

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Jenný mín.   En svona partý gefur manni alveg heilmikið, skal ég segja ykkur. 

Þú verður svona góð amma, þegar þú hefur aldurinn til Huld mín.  Takk Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 13:37

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég verð nú bara að segja eitt þó að fjölskyldan þín hafi brugðið sér í allra kvikinda líki, þá eruð þið langflottust  Við ættum fleiri að taka þig til fyrirmyndar og halda svona flott partý. Og þú flottasta amman

Takk fyrir myndasýninguna (og það er aldrei tekið OF mikið af myndum)

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æj takk Hulda mín.  Þetta var fallega sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 15:24

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka frænka mín og yndi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 16:21

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar hátið í kúluheimi.  Þú ert nú örugglega besta amman fyrir vestan. Spinning 3D Jack-o-Lantern 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 21:22

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Snilld !!!!

Solla Guðjóns, 4.11.2007 kl. 00:19

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Amman lang flottust í allri merkingu

Solla Guðjóns, 4.11.2007 kl. 00:21

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mína.  Ég er held ég bara svona skrýtin af Guðs náð.... eða þannig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 10:53

21 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þetta er frábær hugmynd hjá stráknum, og flott að koma því í framkvæmd. Má ég fá hugmyndina lánaða? Langar að halda svona partý fyrir börnin í ættini.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.11.2007 kl. 11:01

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað, frábært bara Matthilda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband