Snjór og vetrarbirta á Ísafirði, og svo Hrekkjalómar.

Það er komin hlýindi aftur.  Og fallegt veður í dag.

IMG_9895

Það er þessi birta sem ég er svo hrifinn af.

IMG_9896

Þegar sólin nær ekki alveg upp fyrir fjöllinn, en sendir birtuna niður.

IMG_9899

ég er byrjuð að gefa krumma, og hann er strax farinn að bíða og heimta matinn sinn og engar refjar, krúnk krúnk segir hann frekjulega og horfir beint á mig.

IMG_9900

En það er þessi birta, sem er alveg unaðsleg.

IMG_9904

Þær eru teknar í hádeginu þessar.

IMG_9905

Þið sjáið að gallerí himinn getur verið stórkostlegur líka á veturna.

IMG_9907

Snæfjallaströndinn brosir við manni. 

En ég þarf að drífa mig, það er verið að undirbúa Halloweenveislu barnabörnin eru að skreyta, og amma þarf að taka innan úr graskerinu, svo þau geti skreytt það líka.  Þetta verður heljar ömmu í kúlu veisla, með allskonar verum.  Eins og sjá má nú þegar.

IMG_9910

Hér er verið að skreyta og undirbúa.

IMG_9911

Sumir vilja samt frekar horfa á sjónvarpið, og láta þau eldri um undirbúninginn.

Jamm ég þarf að rjúka.  Sjáumst. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Einstakar myndir Ásthildur, það verður allt svo hreint og fallegt þegar snjórinn leggst yfir.

Jakob Falur Kristinsson, 2.11.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Snæfjallaströndin stendur alltaf fyrir sínu.Ég hreinlega dýrka hana.

Halloween er að ryðja sér til rúms hér og er það bara gott.

Eldri unglingarnir kalla þetta " Halló vín"

Solla Guðjóns, 2.11.2007 kl. 17:18

3 identicon

Hrafninn er eiginlega minn uppáhaldsfugl. Þeir eru nokkrir sem halda til hér á holtinu þar sem ég bý og við setjum stundum mat út til þeirra. Svo krunkumst við stundum á þegar þeir tylla sér á ljósastaurinn fyrir utan húsið.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:22

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta eru fallegar myndir það er eitthvað svo friðsælt hjá þér Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.11.2007 kl. 18:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og ég er mikil Krumma kona.  Eigðu ljúfa helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 19:06

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sömuleiðis kvitt frá mér! Mér finnst krumminn líka svolítið svona mystkískur fugl....það er svo mikil hjátrú eitthvað í kringum hann ! Flottur fugl, flottar myndir og ennþá flottari krakkar !

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 19:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jakob það einhvernveginn birtir yfir öllu.

Snæfjallaströndin er meiriháttar Ollasak mín.

Ég segi sama Anna, hrafninn er vitur og skemmtilegur fugl.

Takk Kristín Katla mín

Sömuleiðis Ásdís mín.

Hjátrú Sunna Dóra mín er eitthvað sem er raunverulegt í tilfellinu hans krumma.  Takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband