Veturinn er líka fagur. Og svo getur margt sýnst öðruvísi.

Já veturinn hefur sinn sjarma.  Barnabörnin fóru út í gær að renna sér á snjóþotum.  Þau eru ánægð með veturinn, svo sannarlega.  Enda er fátt skemmtilegra en að leika sér í snjónum.  Maður gerði það mikið í gamla daga, byggja snjóhús, renna sér á skíðum og sleðum.  Það er margt hægt að gera fyrir börnin á þessum árstíma.

IMG_9865

Sumt fær annan búning.

IMG_9866

Þessi gæti hafa verið fyrir utan hjá Eyvindi og Höllu. Smile

IMG_9867

Hulduhóllinn minn.

IMG_9868

Og útsýnið í dag.

IMG_9869

Meira að segja gallerí himinn er að myndast við að opna sig.  Annars styttist í að sólin láti sig hverfa frá okkur fram í endaðan janúar.  En hún þvælist þá ekki í augunum á manni á meðan við aksturinn.

IMG_9870

Trén taka á sig ótrúlega fallegar myndir. Eins og í ævintýrunum.

IMG_9871

Og blóminn fá allt annað yfirbragð.

IMG_9872

Sýprisinn virkar niðurlútur, en er í rauninni ánægður með skjólið sem snjórinn veitir honum, og nægur er rakinn.

 

En bara örfáum skrefum í burtu, lítur dæmið öðruvísi út.  Hugsið ykkur að hafa báða þessa heima, inn í sínum eigin einkaheimi.  Lánsöm erum við.

IMG_9873

Þar brosa blómin og segja HÆ!

IMG_9874

Pernilla að blómstra í þriðja sinn í sumar. 

IMG_9875

Hortensían kominn í jólabúninginn sinn.

IMG_9876

Og eldþyrnirunninn, alveg í takti við jólin.  Já, hver árstíð hefur sinn sjarma, það er bara eins og með allt annað, við erum það sem við hugsum.  Við getum verið svartsýn og leið yfir kuldanum og myrkrinu, en við getum líka hlúð að því smáa og fagra, lesið úr náttúrunni, og fundið gleðina í öllu, bara ef við viljum það sjálf.  Það er þarna hvort tveggja, hvort kýst þú ?

Það er alveg sama með allt annað líka, við eigum það val að vera leið eða reið yfir hlutum, eða við getum glaðst og fagnað.  Bara eftir því sem við viljum taka á þeim með okkur sjálfum.  Við erum fyrst og fremst við sjálf, og við höfum frjálsan vilja.  Bara spurning um hvernig við vinnum úr honum.  Með jákvæðni verður lífið svo miklu MIKLU skemmtilegra.   Og eitt í viðbót, við breytum ekki heiminum, en við getum breytt okkur sjálfum, eða ákveðið að taka frekar pólinn á það jákvæða og góða, og horft fram hjá því slæma.  Heimurinn hvílir ekki á okkar herðum, en við getum ef til vill gefið alveg heilmikið með því að vera sólargeislar sem lýsa öðrum.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Draumfagrar myndir. Kær kveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kær kveðja til þín líka Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þó ég og snjórinn séum ekki bestu vinir þá verð ég nú að viðurkenna að það getur verið ofsalega fallegt í snjónum

Huld S. Ringsted, 31.10.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Rosalega er mikill snjór kominn til ykkar, þetta eru svo flottar myndir! Stundum væri ég alveg til í að snjórinn kæmi bara hingað og stoppaðir aðeins. Krakkarnir elska snjóinn....en hann stoppar alltaf svo stutt í einu hér fyrir sunnan....! Góð lesning lokaorðin í færslunni....ætla að hafa þau í huga í dag! Takk fyrir mig

Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar vetra myndir og falleg blóminn þín Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað þetta eru dásamlegar myndir kona!! Og andstæðurnar, þú ert svo sannarlega heppin kona.

Ég er ein af þeim sem fagna alltaf árstíðarskiptum, og mér finnst veturinn svo yndislegur. 

Knús í snjóinn og hér var ég nærri því búin að skrifa gleðileg jól

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:26

7 Smámynd: kidda

Sé að það hefur verið ekta vetrarveður í gærkvöldi Svona veður vantar alveg hérna á höfuðborgarsvæðið.

Heppin að hafa svona tvo heima sem eru báðir jafnfallegir

Takk fyrir myndirnar

Knús

kidda, 31.10.2007 kl. 17:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Huld mín það er fallegt í hreinum hvítum nýföllnum snjó.

Já Sunna Dóra mín hér er komin bara ansi mikill snjór.  Takk fyrir hlý orð  

Takk Kristín Katla mín

Einmitt Jóhanna mín, ævintýraveröldin okkar, og það snjóar líka í Sahara furðulegt nokk. 

Takk knúsídúllan mín Jenný  Hann er yndislegur veturinn og jamm hehehe Gleðileg Jól.

Já það var ekta veður í morgun Ólafía mín, þær voru teknar í morgun.  Já heimarnir mínir eru ævintýrið mitt.

Og knús til ykkar allra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 17:43

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er hugfanginn af þessum andstæðum og dýrka bæði.Lífið sjálft hvenær sem er.

Kúlan tekur á sig ævintírablæ í snjónum

Solla Guðjóns, 31.10.2007 kl. 17:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún verður svakalega dularfull Ollasak mín, stundum er hún eins og geimskip tilbúið til flugtaks, þá er dimmt úti, en kúlan upplýst.  Skal senda einhverntímann inn svoleiðis mynd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 17:47

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mann langar bara til að flytja vestur aftur þegar ég sé svona fallegar myndir Ásthildur. hér er ekkert nema rok og rigning, eins langt aftur og elstu menn muna.

Jakob Falur Kristinsson, 31.10.2007 kl. 17:49

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu bara velkominn heillakarlinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 18:11

13 Smámynd: Ragnheiður

Flottar myndir ! Rosalega er kominn mikill snjór fyrir vestan !!

Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 20:16

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislegar myndir.....verur ekki dimmt í kúlunni þegar hún er svona hulin snjónum??? Sé hana fyrir mér fulla af kertaljósum...vó hvað þetta er allt alltaf flott hjá þér..hvort sem það er vetur sumar haust eða vor.

Dásamlegt bara.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 20:22

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegir kontrastar!.. Snjórinn svona hvítur og svo blómstrandi  jurtir í björtum litum. Það kom örlítil snjóföl á jörðina hér fyrir sunnan síðustu helgi, gúbbarnir mínir; dóttursonurinn og sjúpsonurinn (3 og 4 ára) ætluðu út að búa til engla  ... hmmm.. svolítið grunnt fyrir það.. en þeir bíða spenntir eftir þykkara snjólagi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.10.2007 kl. 21:08

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín.

Jú Katrín, það verður frekar dimmt þegar snjórinn hylur, en það er bætt upp með  - eins og þú segir - kertaljósum og svo jólaljósum. Seríum, og svo auðvitað bara öðrum ljósum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 21:10

17 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu kona! Þú ert bara með fullt af myndum af mér á blogginu þínu? Mér var bent á það af fjölskyldumeðlimi. Ég verð augljóslega að fara að gá að mér þegar þú ert á ferðinni með myndavélina þína ;) Það er bannað að taka af mér myndir þar sem eg er með undirhöku !!!!

Annars er ég búin að lesa alveg heillangt aftur og verð að segja að þú ert afbragðs penni og tekur skemmtilegar myndir.

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.11.2007 kl. 00:07

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottar myndir. það er svo rétt hjá þér að við ráðum hverning við veljum að sjá hlutina, það er í raun frjáls viljií öllu okar lífi.

hafðu fallegan dag í dag.

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 07:47

19 Smámynd: Laufey B Waage

Það er bara allt komið á kaf hjá ykkur (kannski ekki alveg á ísfirska vísu - ég er búin að vera svo lengi fyrir sunnan). Sú litla föl sem féll á okkur hér syðra um helgina, var fljót að hverfa. Takk fyrir fallega myndasýningu. 

Laufey B Waage, 1.11.2007 kl. 09:16

20 Smámynd: Gló Magnaða

Ylfa greinilega enn með óráði hehehe....

Náttúran gerist nú ekki flottari en þakin snjó. Og svo verður líka allt svo hreint og bjartara.

Gló Magnaða, 1.11.2007 kl. 09:22

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt allt svo bjart og hreint við snjóinn  satt er það Eygló.

Það er allof langt síðan Laufey mín.

Ljós til þín líka Steinunn mín.

Lofa að taka þetta til greina með undirhökuna, hehehe... hef ekki séð að þú ættir slíka  Takk annars.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 10:16

22 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Flottar myndir. 

Fyrir minn smekk mega snjómyndirnar fá örlitla birtuaukningu í Photoshop en motivið er flott, ekki spurning.  Takk fyrir að deila þessu með okkur.  Bestu kveðjur- Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 1.11.2007 kl. 13:27

23 Smámynd: Einar Indriðason

Flottar myndir.  Hvar er þetta annars á landinu?

Einar Indriðason, 1.11.2007 kl. 15:26

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Svanur minn, ég er ekki mikið fyrir að photoshoppa  Bestu kveðjur til þín líka.

Ég er á Ísafirði Einar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 16:33

25 Smámynd: Einar Indriðason

:-)

Ég heimsótti Ísafjörð síðasta sumar.  Kem til með að heimsækja Ísafjörð aftur, og Vestfirðina. 

Einar Indriðason, 1.11.2007 kl. 16:48

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gaman að heyra og vertu velkominn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 16:55

27 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er sannarlega kominn vetur þarna fyrir vestan. Reyndar mjög hráslagalegt hér fyrir sunnan líka.  Ég hef bara einu sinni komið á Ísafjörð og það akandi. Ég er ekki viss um að ég þyrði að koma með flugi, svo margir búnir að tala um erfiðar flugferðir til Ísafjarðar.
Annars tengjumst við aðeins Ásthildur svona óbeint í gegnum bróður þinn og svilkonu. Engin blóðtengsl þó að mér vitandi. 

Bestu kveðjur.

Kolbrún Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:34

28 Smámynd: Jens Guð

  Þó að það fari um mann smá kuldahrollur við að sjá þessar fallegu myndir af vestfirskum snjó þá má fagna snjónum líka.  Hann hreinsar loftið og heldur eitruðum snákum og pöddum fjarri. 

Jens Guð, 2.11.2007 kl. 10:59

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú verð ég vorvitinn Kolbrún mín, ég á þrjá bræður á lífi, Dadda Gunna og Nonna.  Hver þeirra er tenginginn.  Eða raunar Gugga, Stína eða Badda

Takk Jens minn.  Jamm snjórinn er líka góður fyrir vatnsbúskapinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband