Áskorun til stjórnvalda og almennings.

15. milljarðar er mikill peningur. Menn hneykslast á því að þessu fé sé verið til að styrkja bændur í landinu.  Ég ætla út af fyrir sig ekkert að tala um það í sjálfu sér, hvort þetta sé of mikið.  En ég er alveg viss um að hluti af vandræðum í landbúnaði eru höftin og kvótarnir sem bændum okkar eru settir.  Og þess vegna er þeim borgað fyrir að fá ekki að nytja þær auðlindir sem þeir eiga í bústofni og framleiðslu á búum sínum.

Bændasamtökin hafa um nokkurt skeið talað fyrir því að geta haft meira um það að segja að selja sínar afurðir.  Það er talað um verkefni; frá Haga til maga" og "beint frá býli". 

Ég satt að segja skil ekki af hverju það er ekki löngu komið á, að menn megi verka og selja öðrum sínar afurðir.  Þessi höft og boð og bönn eru bara til trafala, alveg eins og í sjávarútveginum.  Þar hafa skuldir aukist gríðarlega, svo stefnir í algjört hrun í sjávarútvegi.  Þar er líka eins og í landbúnaði verið að verja hagsmuni fárra, fyrir hagsmuni heildarinnar.  Þar sem fólki er meinað að komast inn í greinina, með valdboði undir því yfirskini að verið sé að vernda fiskinn og miðinn.  En ekkert hefur bólað á neinni aukningu á fiskigengd samkvæmt þeim mælingum sem Hafrannsóknarstofnun gerir. Þeir hafa týnt fleiri þúsund tonnum út úr fiskisstofnum, og kvótasetningin algjörlega þýðingarlaus, og tap þjóðarinnar vegna þessara aðgerða hafa kostað þjóðina milljarða á undanförnum árum. 

Það má ekki hlusta á sjómenn, eða endurskoða aðferðarfræðina, þótt það sé örugglega hverjum manni ljóst að hér er vitlaust að farið.  Rangur grunnur notaður, og svo bætt við einhverskonar pottum hér og þar til að lappa upp á handónýtt kerfi.  Af því það hentar ekki herrum sem telja sig eiga fiskinn í sjónum, að hugsað sé heildrænt og með hag byggðanna að leiðarljósi.

Eins finnst mér verið gera við  bændur.  Þeir eru kvótasettir, bannað að selja það sem þeir framleiða, og allt á þetta að vera vegna hreinlætis og umhyggju fyrir heilsu okkar landsmanna. 

Hvenær hefur einhver dáið af því að eta heimaslátrað lamb ? Eða drekka ógerilsneydda mjólk ?  Í þessu ljósi er líka rosalega erfitt að ímynda sér  að hér sé verið að huga að heilbrigðissjónarmiðum, því ég veit ekki betur en menn fái að skjóta hreindýr á færi, drösla þeim yfir land og girðingar, og gera að þeim jafnvel á hlaðinu hjá bóndanum, og svo er kjötið selt.  Hvar er hreinlætið þá ? Eða vaskarnir eða öll hreinlætisaðstaðan.

Nei hér er allt annað á ferðinni.  Ég hef líka hneykslast á því hvernig sláturdýr eru send milli landsfjórðunga, sáralítið eftirlit virðist vera með því hvernig aðbúnaðurinn er, og ekkert spáð í hve hættulegir vegir eru á þessum tíma, eða að hafa dýr í tveggja til þriggja hæða bílum og aftanívögnum.  Nýlega fór einn slíkur út af veginum og drap marga skepnu og særði aðrar.  Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist.  Og maður spyr sig; hvar eru dýraverndunarsamtök, og þeir sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra, eða yfirdýralæknir?   Hvers vegna er ekki sett stopp á þessa villimennsku ? Og af hverju segir enginn neitt ?

Hvers vegna þarf að flytja sláturdýr milli landshorna ?  Jú það er þetta hryllilega orð "hagræðing".  Þetta stórnvaldstæki sem notað er, þegar menn vilja hygla örfáum útvöldum, en taka brauðið úr munninum á öðrum.   Sláturhúsaleyfishafar, vilja auðvitað hafa húsin fá og stór.  Þeim hentar að gína yfir afurðum bóndans, og gera hann í rauninni að leiguliða í sínu eigin búi.  Alveg eins og L.Í.Ú, gerir sjómenn, smáútgerðir og kvótalausa atvinnurekendur að þrælum. 

Þetta gengur ekki lengur, og við eigum ekki að sætta okkur við þetta.  Það á að vinda ofan af kvótakerfi bæði til sjós og lands.  Leyfa sjómönnum að sækja sjóinn, eins og stendur í stjórnarskrá landsins.  Það er skýrt að náttúruauðlindir séu sameign þjóðarinnar.  Það er því fjandi hart að nokkrir menn, geti eignað sér fiskinn í sjónum, eða afurðir bændanna. 

Beint frá búi er mjög áhugaverður kostur, og það ber að hlusta á bændurna.  Þeir eiga að fá leyfi til að slátra sínu fé sjálfir, og selja sínar afurðir beint frá býli, ef þeir kjósa svo.  Það er hægt að auka eftirlit með hreinlæti á bæjunum, með því að auka vægi dýralæknaembætta.  Ég er viss um að bara þetta gæti stóreflt bændastéttina, það myndu fleiri koma inn í greinina, ef fólk mætti framleiða og selja sínar eigin afurðir.  Þá er verið að tala um allt sem lítur að landbúnaði.  Ég sé fyrir mér að bændur myndu jafnvel koma sér upp sameiginlegri aðstöðu, þar sem hver hefði sinn sölubás, og fólk gæti valið um hvar það vildi helst versla. 

Ég sé líka fyrir mér með smábátana, að ef handfæraveiðar væru gefnar frjálsar, og þannig opnað fyrir aðgang ungra manna að sjávarútveginum, myndi setja drifkraft í byggðirnar.  Lífæðar landsins myndu ganga í endurnýjun lífdaga. 

Það eru í raun og veru engar afsakanir til fyrir því að koma þessu ekki í gegn.  Þess vegna skora ég á stjórnvöld að huga að þessu.  Og ég vil hvetja almenning til að standa með bændum og sjómönnum að því að taka þrælaböndin af höndum þeirra, svo þeir geti frálsir menn sinnt því sem hugur þeirra stendur til.  Að þeir séu ekki gerðir að lögbrjótum bara við það eitt að bjarga sér.  Þetta er orðið nóg, og kominn tími til gefa eftir.  Hér er lítið samfélag og alveg óþarfi að reyna að apa allt upp eftir milljónaþjóðum.  Við eigum að nýta okkur smæðina og frelsið sem getur verið  hér einmitt vegna hennar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góður pistill hjá þér Ásthildur, það er núna verið að fara eins með bændur og sjómenn og útgerðarmenn.  Rugl-kvótar um allt, allt rígbundið í einhverjar reglugerðarflóru sem enginn skilur og allur kvóti safnast á fáa aðila sem síðan deila og drottna yfir lýðnum.  Öllu skal hagrætt og eins og þú bendir réttilega á væri hagir bænda vel borgið með verkefninu"Frá haga til maga".  Það er að verða eins í landbúnaði og sjávarútvegi að nýir aðilar komast þar ekki að.  Og eftir því sem tíminn líður og engin endurnýjun verður, þá munu innan nokkurra ára sitja eftir í þessum tveimur atvinnugreinum elliær gamalmenni og framþróun verður engin, bara stöðnun og allur kraftur löngu búinn.

Jakob Falur Kristinsson, 29.10.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk bæði tvö, já það er alveg ótrúlegt hvað þarf að njörva allt niður í okkar fámenna og menntaða landi.  Og í rauninni komið alveg nót.  Ég heyrði í honum Þorvaldi Gylfa í viðtali um daginn, þar sem hann sagði að við fólkið í landinu værum svo seinþreytt til vandræða, að við værum óska viðfangsefni ríkisbubbana, þeir geta dundað sér við að reyta af okkur öllum náttúruauðlindum meðan við sætum bara stillt og róleg.  En það er farið að ólga, og ég er að vona að sú ólga komi af stað skriðu, sem hreinsi til í þjóðfélaginu.  Þannig að það verði farið að huga meira og betur að hag almennings, en ekki þeirra sem vilja eignast landið og miðin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Komið nóg.  Og reita af okkur allar náttúruauðlindir... Smá leiðrétting á málfari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Orð í tíma töluð.

Knús.

Solla Guðjóns, 29.10.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ásthildur mín ég er svo sammála þér þetta er allt rétt og satt. Takk elskan fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín Kristín Katla mín og láttu þér batna fljótt og vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 17:48

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér, þessi forræðishyggja er orðin óþolandi. Þar sem ég bjó á austurlandi var sláturhús, því var lokað svo að flestir fjárbændur gáfust upp eftir eitt ár með þessum flutningum á fénu. Núna er frystihúsið að berjast í bökkum svo ekki lítur það vel út fyrir alla þá sveit. Ömmur okkar og afar lifðu góðu lífi þrátt fyrir heimaslátrun og höfðu nægan fisk beint úr sjónum. Afi minn var útvegsbóndi, gerði út báta og var með fiskverkun plús skepnubúskap fyrir heimilið, heilbrigt líf sem sést vel á pabba, 85 ára og vinnur ennþá eins og þjarkur í garðinum sínum. Við endum eins og kaninn, rotnum ekki í gröfunum vegna þess að allur matur er fullur af rotvarnarefnum og sterum

Huld S. Ringsted, 29.10.2007 kl. 19:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég bara get ekki skilið þessa forræðishyggju, hef grun um að verið sé að eltast við einhverja útlenska staðla og svo auðvitað að hygla þeim sem eiga fjármagnið  og eins og einn ágætur ungliði í Reykjavíkurliðinu sagði; ég hélt að þetta væri orðin hlutur.  Það er ekki mikil reisn yfir þeim sem stjórna, ef þeir ætla bara að gera eins og stóru karlarnir segja þeim að gera.  Þá er alveg eins gott að láta hnefana tala, eins og að binda einn og hygla öðrum. Ef stjórnvöld eru beinlínis að grípa inn í til þess.  Þá er betur heima setið en af stað farið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:18

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill að vanda kæra vinkona.  Mikið væri nú margt skemmtilegra og ánægjulegra hjá bændum og okkur sem verslum vöruna ef frjálsræðið væri örlítið meira. VOnum að senn komi betri tímar í þeim málum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:55

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég styð 100% þessi skrif þín. Hvernig væri að hlusta á bændurna og sjómennina sem eru hjartað í sínum atvinnugreinum og hafa kunnáttuna og réttu sýnina.

Flott skrif hjá þér!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur, við skulum taka smátíma til að ræða þetta við fólki í kring um okkur.  Dropinn holar steininn.  Og nú er lag að plægja akurinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:59

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrkir valda fíkn og draga úr frumkvæði og sjálfsbjörg eins og önnur fíkniefni.  Þetta kemur vel fram í röddum þeirra, sem sjá allt neikvætt við sjálfbæra uppbyggingu á landsbyggðinni. Menn eru orðnir háðir fixinu frá féló og nenna ekki að hafa sig upp af rassgatinu til að vinna og gera eitthvað uppbyggilegt.  Svona alveg umbúðalaust í mínum huga.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2007 kl. 22:46

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessu styrkjakerfi bænda, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum hvað varðar hlutfall, er viðhaldið af hinni gerspilltu framsóknarmafíu.  Sambandi hvarf aldrei.  <það fór bara undir yfirborðið. Þetta hljóðar upp á milljón á kjaft á rollu og kjúllabúum landsins. Algerlega absúrd fásinna og brot á öllu, sem heitir jafnræði og heitstrengingum um frjálsa samkeppni og einkaframtak. Állur þessi peningur lendir leynt og ljóst í vasa verslunarinnar, sem ræður afurðarverðinu og greiðir of lágt verð til bænda.  Ef bóndinn, sættir sig ekki við það verð, sem (eini) kaupandinn setur upp, þá getur hann étið það sem úti frýs.  Ríkið greiðir svo mismuninn úr okkar vasa og svo borgum við aftur með fullri álagningu út úr búð. 

Það væri munur ef við gætum labbað inn í verslun og ákveðið sjálf hvað hlutirnir eiga að kosta.  Það er einmitt þannig sem kaupin gerast á eyrinni í þessu dæmi.  Hér er óbeint verið að styrkja Bónus um 50.000 kall á hvert mannsbarn í landinu.  Það er málið: Hver fimm manna fjölskylda er að borga 250.000 á ári í þessa vitleysu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2007 kl. 23:01

14 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Það er sko ekki amalegt að eiga svona flotta bloggvinkonu eins og þig Maður er bara í stöðugum ferðalögum í gegnum flottu myndirnar þínar og svo fær maður að hitta ættingja sína líka Takk fyrir yndislegar myndir og falleg skrif um hann Gunnar Sumarliða ömmubróðir minn Jú jú...ég á ættir mínar að reka vestur...kemur ekki annars allt það besta að vestanÞú ert æði, Þúsund þakkir

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 29.10.2007 kl. 23:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar, það verður að breyta þessu.  Og við getum gert það með því að lýsa frati á núverandi aðstæður.  Heimta að fá að kaupa vörurnar beint frá býli og bónda.  Og láta ekki endalaust kúga okkur.  Það er bara kominn tími til að segja HINGAÐ OG EKKI LENGRA.  Það er allaveg mín tilfinning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 23:40

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elín mín er Gunnar Hólm móðurbróðir þinn.  Hann svo sannarlega sló í gegn þarna um kvöldið, sýndi svo ekki varð um villst að hann er húmoristi og grallari.  Þegar hann tók stafinn sinn og spilaði á hann eins og kontrabassa, og salurinn lá í hláturkasti.  Frábært alveg, því miður náði ég ekki mynd af því.  En flottur var hann þessi elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2022302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband