Afmælið hans Baldurs Geirmundssonar - BG.

Já ég var að koma heim af stórkostlegri stund.  Þar sem Menningarnefnd Ísafjarðarbæjar hélt veglegt hóf til heiðurs Baldri Geirmundssyni BG og Ingibjörg, nema það vantaði Ingibjörgu, ég veit að þú varst upptekinn IGG mín, en við söknuðum þín öll.  En þetta var frábær skemmtun, og maður fékk í hnén og tærnar.

IMG_9747

Fyrst kom Sunnukórinn, og söng eitt lag eftir Baldur og svo húsið er að gráta.

IMG_9753

Þvínæst lúðrasveitinn, en Baldur hefur verið liðtækur í þeim báðum.

IMG_9760

Þvínæst harmonikkufélagið. Hér eru tvær kempur sem hafa gefið Ísafirði svo mikið af tónlist, þeir Baldur og Villi Valli. Þarna sést líka í Magnús Reynir annan gamalreyndan kappa, en hann var líka kynnir.

IMG_9764

Yndislegir alveg hreint, og með þeim þarna er sonur Villa Rúnar sem spilar á Fagott í symfóníunni, en kom hingað heim til að heiðra Baldur með nærveru sinni og spilar hér á trommur.

IMG_9774

Hér eru bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar með tilkynningu um að Baldur Geirmundsson hefði verið valinn Bæjarlistamaður árið 2007, vel að því kominn blessaður.

IMG_9779

Hver maður er ber að baki nema sér góða konu eigi, sagði Birna Lárusdóttir og kallaði Karitas Pálsdóttur eiginkonu Baldurs upp líka.  Flott hjá þeim.

IMG_9782

Þessi unga kona spilaði því næst tvö lög á harmonikku eftir Baldur, hún er stórkostlegur harmonikkuleikari.

IMG_9787

Og þá sté hann Gunnar Hólm á sviðið, þessi elska, hann söng fyrir okkur útlagann, fyrsti söngvari sem er eingöngu söngvari með hljómsveit.  En hann var síðan trommari í BG í mörg mörg ár.

IMG_9790

Frábær stemning. 

IMG_9796

Flott saman Kalli Geir, Gunnar og Margrét. 

IMG_9797

Og þau eru auðvitað að syngja Hesta Jóa hvað annað, Gunnar sýndi stórkostlega takta, þar þekkti maður gamla góða Gunnar aftur þann æringja.

IMG_9803

Þarna er Svanfríður komin í hópinn, og ef þið skoðið bassaleikarann þá er að hann Siggi Samma, úr Írafár.  En hann er sonur Samma rakara. Þarna var greinilegt að synir og dætur hafa eftir foreldrum sínum, þarna voru allir synir Kalla Geir að spila og syngja, sonur Balda, og sonur Villa Valla og sonardóttir, sonur Samma, allt í ættir.  það var gaman að horfa á.

IMG_9817

Hér er hún Ylfa Mist barnabarnið hann Villa Valla og sonur Kalla Geir taka hér Blue Bayjo. 

IMG_9830

Rosa stemning og allar minningarnar komu aftur.

IMG_9833

Og þetta er auðvitað Mín innsta þrá, hvað annað og þá vantaði þig nú mín elskulega Ingibjörg.

IMG_9831

Þessi yndislega og fallega stúlka Anna Sigga, sá um að skipuleggja þetta allt, og var þarna eins og á hjólum, til að allt gengi smurt.

IMG_9839

Síðan voru góðar veitingar, og hér sker Baldur sneið af afmælistertu.

IMG_9841

Síðan var æðisleg flugelda sýning, og svo er ball á eftir, ég fór hins vegar heim, en er með þeim í huganum.

Það er margt sem flýgur í gegnum huga manns á svona stundum.  Allir dansleikirnir og rómantíkin líka minn æviferill í þessum sporum. 

En ég vil bara þakka fyrir mig, þakka ykkur í menningarnefndinni sem létuð ykkur detta þetta í hug, og að bjóða öllum bænum upp á svona stórkostlega sýningu.  Takk Baldur Geirmundsson fyrir þitt framlag til okkar, og allir sem komu þarna fram.  Gleðin og fjörið, allt var bara svo skemmtilegt, það var þrusustuð í salnum, sem var þétt setinn af fólki á öllum aldri, sumir komust við, aðrir glöddust.  Enginn var ósnortinn. 

Ísafjörður er menningarbær, fyrir margra hluta sakir, eitt er þessi yndislega tónlist sem við erum svo stolt af, tveir tónlistaskólar, og kórar, lúðrasveitir, leikklúbburinn og svo djassinn, hljómsveitirnar.  Við eigum líka út um allan heim fólk á heimsmælikvarða, sem hefur átt sín fyrstu skref hér.  Ég er hrærð inn í mér fyrir að fá að vera partur af þessu öllu saman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég man ekkert eftir BG bara Ingibjörgu og fannst hún góð. Þetta hefur verið æðislegt kvöld. Til lukku með það.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta hefur nú alveg verið snilldarsamkoma þarna vinkona, alveg komin tími á að Baldri Geirmundssyni sé nú þakkað sitt framlag til tónlistarlífsins þarna fyrir lángwerstan.

Þeir sem að þekkja ekki B.G. & Ingibjörg, eða lögin "Þína innstu þrá", eða "Góða ferð" hafa aldrei hlustað á óskalagaþætti í gamla daga, á einu rásinni sem að þá var til.  Stebbi Hilmars & Eyfi, komu nú góðu ferðinni, (Bon voyage), upp á lista í fyrra, ef ég man rétt til.

Til áhnykkjíngar fyrir þá sem að vilja meira um hann vita, þá er til fín heimasíða um kallinn, slóðin er http://bgmusik.is .

Öfunda þig náttúrlega af þessu partíi,

S.

Steingrímur Helgason, 28.10.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

BG ER Ingibjörg og Ingibjörg ER BG hehehe.... Ásdís mín.

Alveg rétt hjá þér Steingrímur, Baldur hefur með tónlist sinni auðgað bæinn okkar síðan ég man eftir bara. 

Já Sara mín, það var margt af þínu fólki þarna.  Ég ræddi aðeins við móður þína, við vorum að brosa að því að við hittumst ekki bara í kaupfélaginu, heldur hittumst við alltaf í Edinborg líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 10:24

4 identicon

Já,þarna missti maður af miklu og sjá afkomendurna blómstra með þeim eldri.  Þakka þér sérlega vel fyrir þetta framlag Ásthildur mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Þói minn.  En ég man nú eftir því að Gréta systir þín söng með BG á sínum tíma.  En þú varst með Villa Valla var það ekki ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 10:51

6 Smámynd: kidda

Mín innsta þrá og Góða ferð, með BG og Ingibjörgu vekja upp margar góðar minningar.

Ég á plötu með þeim en  enga nál til að spila. 

Takk fyrir að sýna okkur hinum hvað það getur verið skemmtilegt að búa td. á Ísafirði.

kidda, 28.10.2007 kl. 11:25

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta hefur verið voða gaman hjá ykkur!

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2007 kl. 11:47

8 Smámynd: Halla Rut

Alltaf jafn mikið stuð hjá þér.

Halla Rut , 28.10.2007 kl. 13:52

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sara ég man hvað hann var alltaf gullfallegur drengur hann Þói og flottur píanóleikari.

Min innsta þrá og Góða ferð vekja upp margar minningar satt er það Ólafía mín.

Já Jóna Ingibjörg mín plástur á sárið, blek í minn göfuga penna, eins og Jón Steinar prakkarinn okkar orti hérna um árið. 

Já Gréta mín þetta var einstakt kvöld, náði næstum jafnhátt og Óbeisluð fegurð, kvöldið áður.

Já Arna mín hér er fjör.

Rétt Halla Rut mín og stuð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 14:23

10 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

fór oft á ball með BG og Ingibjörg eftir að ég kom fyrst hér vestur 1980, alltaf stuð, magnað að fá að hlusta á lögin aftur á nýju síðunni bgmusik.is

Hallgrímur Óli Helgason, 28.10.2007 kl. 15:43

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er greinilega svo gaman hjá þér , takk fyrir skemmtilega færslu og flottar myndir. Eigðu góðan sunnudag það sem eftir er !

Sunna Dóra Möller, 28.10.2007 kl. 15:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Hallgrímur það var alltaf stuð.  Sömluleiðis Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 16:00

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta hefur verið skemmtilegt, ég man nú eftir BG og Ingibjörgu.

Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 16:55

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er alltaf líf og fjör þar sem þú ert, og þú ert alltaf í lífi og fjöri. happy, það er málið !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 17:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt að hugsa um það í gær, hvernig ég vildi láta jarðarförina mína fara fram.  Þar á ekki að ríkja nein sorg, bara gleði yfir að ég sé farin á hinar eilífu veiðilendur.   Var einmitt að hugsa um að ég vil að það verði skotið upp rakettum, það er svo tilkomumikið.  En þá verð ég að fara héðan þegar myrkur er.  Ekki þýðir þá að drepast um mitt sumar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 17:42

16 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mín fyrstu spor í saxófónleik voru í Sjallanum, hjá Baldri með hljóðfæri frá Villa Valla! Það var sko gaman enda Baldur eðalkennari og frábær hljóðfæraleikari og hljóðfærið með sál og þjálfun frá öðrum eins. 

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 18:04

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru svo flottir báðir tveir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 22:06

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið linnið ekki látunum í músikinni þarna fyrir vestan.  Maður er alltaf eins og útnári í samanburði.  Hmm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 22:15

19 Smámynd: IGG

Svo sannarlega var ég fjarri góðu gamni en þó í öðru góðu gamni! Hann Baldur frændi þinn er vel kominn að þessum heiðri sem honum var með þessum atburðum sýndur.  Hann hefur markað djúp og eftirminnileg spor í tonlistarsögu bæjarins okkar.  Elsku besta Ía mín þakka þér innilega fyrir að skrásetja þennan merkis atburð svona vel og birta hér.  Eftir að hafa skoðað bloggið þitt finnst mér nánast eins og ég hafi bara verið þarna með ykkur.  Kær kveðja til þín og allra hinna.   Ingibjörg G.G.

IGG , 29.10.2007 kl. 00:14

20 identicon

Frábær síða og æðislegt að skoða flottu myndirnar þínar:) Já ég lagði á mig að keyra vestur á föstudag til að upplifa skemmtilega helgi fyrir vestan og já Ballið var æðislegt troðið dansgólf allt kvöldið meiriháttar helgi:)Enda bjó ég í víkinni í 13 góð ár svo vestfirði toga alltaf í mann svo býr ein dótla mí líka á ísó:)Rosa flott nýja Edenborgar húsið glæsilegt bara:)

Brynja (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 02:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nefnilega það Jenný mín

Ingibjörg mín og Brynja, takk fyrir hlý orð, mér hlýnar allri um hjartað að fá svona falleg komment.  Ég var einmitt að hugsa um það, bæði virðingu fyrir listafólkinu sem þarna kom fram og eins að leyfa þeim sem ekki komust að fá smá nasaþef af því sem gerðist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 09:36

22 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það hefur verið svaka fjör hjá ykkur,ég grandskoðaði myndirnar til að athuga hvort ég sæi  ekki eitthvað skyldmenni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 13:53

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur vonandi fundið einhvern María Anna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 14:57

24 identicon

'Eg fékk bara fullt af aukahjartslögum, komst í svo mikla stemningu, en við vorum nokkrir hjúkrunarnemar á Ísafirði, 59-60 (það kallast nátturulega fyrir krist). Ekkert nema Keflavíkurfélagarnir geta toppað Ísfirðingana.  Þetta stuð er blátt áfram í blóðinu á Ísfirðingum.  (Vestmannaeyingar lík góðir)  Gaman að sjá þessar myndir...

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:32

25 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað þetta hefur verið skemmtilegt!! Ég hefði sko viljað vera þarna. Vissi ekki af þessu, svo ég missti af valkvíðanum sem hefði fylgt því að taka ákvörðun um hvort ég ætti að láta það eftir mér. En takk fyrir elsku Ía mín að birta þessar myndir og frásögn. Skil reyndar ekkert í þér að sleppa ballinu.

Laufey B Waage, 29.10.2007 kl. 19:56

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei satt er það Laufey mín.  En sko, ég var að skemmta mér heillengi í fyrrakvöld eftir myndina um óbeislaða fegurð.  Svo maður var orðin ansi þreyttur.  En ég skil bara ekkert í mér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:14

27 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég er sko hreinlega með tárum yfir að hafa misst af þessu.  Mamma hringdi á laugardagsmorguninn og sagði að nú ætti ég að vera komin vestur.  Enda söng ég nú með BG einu sinni.  Og það meira segja í útvarpið.  Ólafía getur haft samband við mig (sjos@mi.is), ég gæti kannski bjargað sálartetrinu með tónlist á geisladiski.  Og Sólveig, Keflavíkurfélagarnir eru ansi margir ættaðir að vestan og töluvert skyldir BG ef ættartalan bregst mér ekki.

Sigríður Jósefsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband