Óbeisluð fegurð og skrall hjá kerlu.

Ég skemmti mér rosalega vel í gær.  Þetta var svona frekar óbeislað kvöld.  Við hittumst öll heima hjá Matthildi og stilltum saman strengi.  Gengum svo niður í bíóið, og upp rauða dregilinn.  Það var gaman að upplifa hláturinn og skemmtunina hér heima alveg eins og í Reykjavík á frumsýningu.  Eftir myndina stóðu Matthildur og Hrafnhildur upp og svöruðu spurningum.  Síðan hélt Matthildur smátölu, sagði m.a. frá félagi athyglissjúkra, sem hún er loksins komin í, þar eru tveir aðilar fyrir, Halldór nokkur Jónsson stórhöfði og höfðingi, og svo Ólafur þvagleggur Helgi Kjartansson, og svo Matthildur, og í gær, fékk ég óvænt inngöngu í þetta fræga félag.  Mér til mikillar undrunar og ánægju, fékk líka að gjöf Webcam, eða hvað sem það nú heitir heheheh.. þar sem ég er svo mikill bloggari, þá á ég núna að fara að blogga á mynd líka.  LoL  En þetta var sannarlega mikill heiður. 

Síðan kallaði Matta til Barða nokkurn gröfukarl, sem var einn af dómurum í keppninni, en hann hafði nýlega lent í því að detta útbyrðis úr bát, og þurfti að svamla í land.  Matthildur tilkynnti, að titillinn sem hún fékk í keppninni, og var mjög hreykin af, tilheyrði henni ekki lengur, hún þyrfti að afhenda Barða hann, þar sem hann hefði bjargað sér á Michelindekkinu, Varadekkinu- mallakútnum ) við að bjargast í land.  En hún fékk titilinn Michelin 2007.  LoL hún krýndi hann þarna við mikla kátínu gesta. 

Svo var boðið upp á veitingar, eins flott og á var kosið. 

Eftir þetta var farið út á lífið, og auðvitað á Langa Manga hvað annars.  Sú gamla lét sig ekki vanta.

IMG_9705

Hér er verið að aðstoða Ástu Dóru með borðann sinn þennan eina sanna.  Það er auðvitað Eygló sem þar er að verki.

IMG_9706

Þessi fallega stúlka er Björk árudómarinn.  Hún er flott bæði utan og innan.

IMG_9711

Hér er Matthildur með Micheinborðann sinn sem hún svo afhenti Barða eftir myndina.

IMG_9716

Boðið upp á flottar veitingar.  Hér er einn dómarinn úr keppninni, hann dæmir líka hross W00t

IMG_9718

Gréta Skúla, ein af óbeislaða teyminu.

IMG_9721

Við Hrafnhildur.

IMG_9714

ég á alveg rosalega fallegar tengdadætur, þær létu sig ekki vanta á sýninguna. Þær Matthildur og Tinna.

IMG_9729

Hér er Tinna og ein af þeim óbeisluðu Íris.

IMG_9724

Já við erum komin á Langa Manga, þar var auðvitað lifandi músik.

IMG_9728

Aðalgellurnar Matthildur og Hrafnhildur.

IMG_9737

Stóðst ekki mátið að láta þetta gossa, segiði svo að maður skemmti sér ekki.

IMG_9723

Og sagan "morðið á barnum" er auðvitað í boði..................................................

Sem sagt skemmtilegt kvöld búið, og bara gera sig klára í kvöldið í kvöld, þegar frændi minn Baldur Geirmundsson verður sjötugur, og allur bærinn er boðin í afmælið.  Ekkert mina en það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ólafur þvagleggur Helgi Kjartanssonog allt hitt.. þið eru sko gleðigjafar.Rísandi stemming og kellan í banastuði.

Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Solla Guðjóns

RíFANDI og gæti svo sem allt eins verið rísandi...samt stafsetningarvilla

Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf sama gleðin í "nafla alheimsins" þið kunnið á lífið vestan menn. Hér er nú ekkert planað en maður veit aldrei hvert dagurinn ber mann. Allavega fæ ég barnabörn í pössun á morgun og fram á þriðjud. hlakka mikið til.  Njóttu kvöldsins óbeisluð elsku Ásthildur knús vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 12:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jösses, kona er græn af öfund.  Mikið rosalega er mikil og góð stelpustemming þarna í höfuðstöðvum menningarinnar.  Smjúts á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar, já þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.  Gaman hjá þér Ásdís mín að fá að hafa barnabörnin svona lengi.  einn stubburinn er búin að panta að hafa ævintýrapartý í kúlunni á morgunn.  Það verður fjör

Og megi helgin vera ykkur ánægjuleg líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 13:39

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið hlýtur að hafa verið gaman hjá ykkur, myndirnar segja allt sem segja þarf !

Sunna Dóra Möller, 27.10.2007 kl. 14:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var ótrúlega gaman Sunna Dóra mín.  Þær voru hér í kaffi hjá mér áðan Matthildur og Hrafnhildur.  Við vorum einmitt að rifja upp allt þetta skemmtilega frá því í gær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 16:49

8 identicon

Þetta hefur heldur betur verið skemmtilegt. Alltaf þegar ég skoða myndirnar þínar, sérstaklega úr félagslífinu, er ég að vona að ég sjái einhvern tímann einhvern af „gömlu“ hjúkkunemunum mínum. Allavega ef þú sérð árganginn sem útskrifaðist 2002 (vona að ég muni ártalið rétt) þá bið ég að heilsa.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal gera það Anna mín.  Ertu með einhver nöfn ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:36

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hljómar alveg frábærlega..til hamigju með að vera komin í þetta félag

skemmtilegar myndir hjá þér eins og alltaf.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 22:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steinunn mín. Ég get upplýst það hér að myndinn verður mjög sennilega sýnd þann 18. nóvember í sjónvarpinu, þá geta allir sem misstu af henni horft á hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 22:35

12 identicon

Ásthildur: Svona litu þær út 2002 http://bb.is/pages/44?NewsID=9060&imageid=4298 en ég er svo ömurleg að muna nöfn, ég gæti kannski kallað þau fram í minninu en það tæki langan tíma. Kannski þekkir þú nöfnin.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:48

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey ég sé Svönu þarna og nokkrar fleiri sem ég kannast við, og get rakið mig áfram með að koma þessu til skila Anna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022301

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband