Enn gróðursettir laukar, og óbeisluð í kvöld.

Já það má segja að fljótt skipist veður í lofti.  Og í morgun byrjaði að snjóa, og eftir smátíma var allt orðið hvítt, það má því segja, að það sé fremur kuldalegt um að litast, en það var samt ekki frost, svo það virðist kaldara en það er í raun og veru.

IMG_9689

Dálítið kuldalegt ekki satt, en fallegt verður samt.

IMG_9690

En fyrst í morgun grenjaði rigninginn og karla greyin urðu holdvotir, svo ég keypti fyrir þá nýja hanska og beitningahanska og ekta íslenska ullarsokka, sem er það besta í svona veðri.

IMG_9693

Þessi mynd er tekið í Neðstakaupstað, og sólin er að gæjast og skoða hvort ekki sé allt í lagi.

IMG_9695

Það er eitthvað svo fallegt við skýin og fjöllinn, eitthvað afl sem fyllir mann andakt.

IMG_9697

Jamm og svo er gróðursett í snjónum, í nýju ullarsokkunum.

IMG_9698

Það er allt annað líf.

IMG_9700

Og að er farið að birta, eins gott þvi heimildarmyndin var í Reykjavík og átti að koma með miðvélinni, ásamt leikstjóranum Hrafnhildi og óbeisluðu fegurðinni Ástu Dóru. 

IMG_9702

Hér er svo menningarhúsið okkar eitt af þeim Edinborgarhúsið.  Og sést í gamla miðbæinn. 

En nú er myndin komin, ég búin að fara í hárgreiðslu og þarf að fara að gera mig fína.

Það var ekki auðvelt get ég sagt ykkur að segja við pólverjana á íslensku þeir skilja bara pólsku, og á táknmáli; Ég þarf að fara í hárgreiðslu, ég ætla að sýna ykkur hvað þið eigið að gera.  Hér á að setja niður einfalda röð, hér líka og hér fjórfalda og hér tvöfalda.  Þið eigið að taka bílinn og áður en þið hættið, þurfið þið að taka þessa poka hér, með illgresinu og sumarblómunum og setja á bílinn.  Ég er farinn. Cool Læt ykkur vita hve mikið þeir skildu af þessu á morgun hehehehe...

En moi er farin í partý, við ætlum að hittast óbeislaðar, bæði þátttakendur, aðstandendur og leikstjóri, síðan verður farið í bíó, gengið upp rauða  teppið, og láta eins og stórstjarna.... LoL

Við vorum reyndar nokkar í Vísindaportinu í hádeginu, þar sem Matthildur og Gréta Skúla fóru yfir tilurð myndarinnar, og við ræddum við gesti, og svöruðum spurningum.  Það var rosalega gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun.

Spennt að vita hvað þú ert góð í táknmáli

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

brrrrrrrrrr mér varð kalt af því að sjá snjóinn hjá þér!! það læðist að mér grunur að hans verði ekki langt að bíða hérna fyrir norðan

Góða skemmtun í partýinu 

Huld S. Ringsted, 26.10.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, I wish you a merry chrismas, lalalalalalalalala

Það er nýbúið að vera sólarlandaveður í myndunum þínum?  Hvert fór tíminn?

Góða skemmtun í kvöld ´sskan

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 20:09

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mun passa upp á að pakka ullarsokkunum og lopapeysunni í töskuna.  Er komin vestur í huganum, þó þrjár vikur séu enn í ferðina.....  Kveðjur af síðasta bænum í dalnum (þ.e. efstu blokk í Úlfarsárdal)

Sigríður Jósefsdóttir, 26.10.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: kidda

Góða skemmtun í kvöld Eins og venjulega eru myndirnar þínar flottastar

Esjan er eða var alla vega í dag svona soldið gráhvít, er ekki 1.vetrardagur að nálgast

kidda, 26.10.2007 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Þið bræðið snjóinn eins og skot, óbeislaðar

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2007 kl. 02:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mína, það var rosalega gaman í gær.  Tíminn hann fór bara inn í sjálfan sig held ég.  Fyrsti vetrardagur er í dag held ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gott og gaman að þú skemmtir þér vel elskan, njóttu komandi viku.

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 18:23

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Heiða mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022300

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband