Óbeisluð fegurð í Ísafjarðarbíói.

Óbeisluð fegurð sýnd í Ísafjarðarbíói

Heimildarmyndin um Óbeislaða Fegurð verður sýnd í Ísafjarðarbíói núna í lok október. Sýningar á myndinni sem er 56 mín löng verða tvær. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri myndarinnar verður viðstödd frumsýninguna og mun hún spjalla við kvikmyndagesti og svara fyrirspurnum eftir myndina.

Föstudaginn 26. október kl. 21:00
Sunnudaginn 28. október kl. 17:00
Miðaverð er kr. 1000

Allur ágóði af sýningunum rennur til Sólstafa og er það von skipuleggenda að sjá sem flesta. Myndin hefur fegnið góða dóma og er mjög skemmtileg. Fjallað var um hana í Kastljósi 8. október og í þættinum 07/08 á RÚV. Viðtalið við Hrafnhildi er aðgengilegt á vef Þorsteins Joð .

Forsala aðgöngumiða hefst miðvikudaginn 24.oktober 2007 á Langa Manga og í verslun Office One á Ísafirði. Einnig er hægt að senda póst á netfangið m@snerpa.is.
Halló !
Ég hvet vestfirðinga til að koma og sjá þessa bráðskemmilegu mynd, atburðurinn var á heimsmælikvarða, og það er mikil eftirspurn eftir myndinni víða um heiminn.  Og það skemmtilega er, að þetta gerðist hérna heima hjá okkur.  Þið ættuð ekki að missa af þessari skemmtun.  Myndin verður bara sýnd tvisvar, á föstudaginn kl. 20.00 og sunnudaginn kl. 17.00.
IMG_9378

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða skemmtun kæra kona !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Steina mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

mig dauðlangar að sjá þessa mynd, verður hún ekki sýnd fyrir sunnan?

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún var sýnd fyrir sunnan 5 okt. og svo 7. okt held ég, en ég hugsa að hún fari í sjónvarpið einhverntíma.  Annars er ég ekki viss Ester mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju til ykkar allra.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert langflottust elskan.

Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Glæsilegt

Solla Guðjóns, 25.10.2007 kl. 00:06

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En gaman, kannski verð ég svo heppin að sjá þessa mynd einhvern daginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:18

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Oh boy er mín ekki þarna í aðalhlutverki ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2007 kl. 02:42

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ókei, ég veit ég er alveg græn, en um hvað er þessi mynd? Og hef ég rétt fyrir mér, eða ekki, mér sýnist ég sjá frænku mína þarna með þér á mynd, annars er ég ekki viss, Didda eða Friðgerður, getur það verið???? Ég afsaka fyrirfram fyrir óþekkingu mína, en svona er það nú að búa hinum megin í heiminum

Bertha Sigmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 04:28

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að þessu, vonandi fær restin af landanum að sjá myndina

Huld S. Ringsted, 25.10.2007 kl. 08:11

12 Smámynd: Gló Magnaða

Upps!! Myndin er kl 21:00 á föstudag.

Þessi mynd er frábær og það kom svo sem ekki á óvart. Það sem kom á óvart er hvað hún er rosalega fyndin og skemmtileg og nær algjörlega að skila stemmningunni og gleðinni sem ríkti þetta kvöld. Og svo eru allir svo fallegir í henni.

Ég hlakka mikið til að sjá hana aftur. 

Gló Magnaða, 25.10.2007 kl. 08:53

13 identicon

Til hamingju með ykkur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:29

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman, Bertha mín, nei Didda frænka þín er ekki þarna, nema örugglega í huganum, ætli þú sért ekki að meina hana Kristín Þóris, hún er líka svona ljóshærð og stuttklippt.  Vonandi fá allir að sjá þessa frábæru mynd Hennar Hrafnhildar og Tínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 18:04

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábært! Hlakka til að sjá myndina, þegar hún kemur í sjónvarpið eða á dvd. Vonandi verður hún þó sýnd  aftur í einhverju kvikmyndahúsi. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:01

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona það Margrét mín, því þessi mynd á erindi, svo sannarlega.  Og algjörlega frábært að hún skuli vera til, vegna þess að kona í Beirút var að hlusta á BBC, og ákvað að þetta væri áhugavert efni, og hringdi í Hrafnhildi, við gerum heimildarmynd um þetta, sagði hún og þess vegna er þessi mynd til.  Takk Tína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2022298

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband