24.10.2007 | 11:58
Góður fundur með Guðjóni Arnari og Kristni H. Gunnarssyni.
Ég var á mjög flottum fundi hjá frjálslyndum í gærkveldi. Framsögumenn voru Guðjón Arnar og Kristinn H. Gunnarsson. Mjög fjölmennt var á fundinum, og margir sem lögðu fram fyrirspurnir. Þar kom fram að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram um 13 frumvörp til laga síðan Alþingi kom saman, þar af nýju sem komin eru í umræðu. Þetta er Frumvarp til laga um almannatrggingar og um málefni aldraðra. einnig frumvarp til laga um að sjúkratryggingar greiði tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja, og þeirra sem yngri eru en 25 ára. Breytingu á lögum um tekjuskatt, um hækkun persónuafsláttar. Tillaga um skipan lánamála og sambærileg lánakjör einstaklinga hér á landi og annarsstaðar á Norðurlöndum. Frumvarp til laga um breytingu um stjórn fiskveiða. Hækka veiðiheimildir upp í 170 þúsund tonn. Um leyfi til krókaveiða á eiginbát við annan mann, með 4 handfærarúllur. Frumvarp um Háskóla á Ísafirði og fleira.
Sem sagt mörg góð mál, sem lögð hafa verið fram að mínu fólki. Það verður gerð betri skil á þeim seinna. En það er margt sem er ekki réttlátt í okkar samtryggingu í dag, eins og til dæmis viðbótarlífeyrissparnaðurinn, sem er eiginlega sparnaður fyrir ríkið en ekki einstaklinginn sem safnar, ef hann tekur hann ekki út á réttum tíma. Um aðhlynningu aldraðra og Alsheimer sjúklinga, að það sé ekki nauðsynlegt að hafa sama heimilisfang og viðkomandi, og að greiðsla til heimahjúkrunar hækki upp í 95.000 krónur á mánuði. Þetta mun þýða að fólk getur verið lengur heima hjá sér, og þar með sparað heilmikla peninga, sem það kostar að vista fólk á stofnunum.
Fiskveiðilöggjöfin er kominn alveg út úr kú, og er þjóðfélagslega mjög óhagkvæm, því það eru ekki réttar forsendur sem Hafró setur til grundvallar. Það væri nær að minnka loðnuveiði, þar sem loðna í mjöl gefur einungis 5% hagnað á þjóðarvísu meðan Þoskurinn gefur um 30%. Og það er sannað mál að því minni sem loðnustofninn er, því horaðri og minni er þorskurinn. Loðnan er aðalfæða þorsksins.
Félag smábátasjómanna samþykkti á landsfundi sínum að fá hlutlausa rannsókn til hliðar við niðurstöður Hafrannsóknarstofnunnar, sem ég tel að sýni best hve ótrúverðugar þær niðurstöður eru.
En sum sé, góður fundur vel mætt, og mikill hugur í fólki. Það er gaman að fara á fund þar sem er jafnmikill áhugi á málefnum flokksins og sýndi sig í gær. Og sýnilegt að við erum ekki eins máls flokkur. Heldur látum okkur varða allar hliðar mannlífsins.
Einnig réttindi og aðstöðu þess fólks sem hingað kýs að koma og dvelja, til lengri eða skemmri tíma. Það er skylda ríkisins að sjá til þess að ekki séu á þeim brotinn mannréttindi, og að menn fái greidd þau laun sem þeim ber. Undirboð og svik við vinnandi fólk á ekki að líða. það þarf að taka hart á brotamönnum, sem nóta bene eru íslendingar, sem þannig haga sér af græðgi. Og þetta lækkar líka laun íslenskra verka- og iðnaðarmanna, það hefur sýnt sig. En einnig er sú staða komin upp að íslensk veiðiskip, eru í auknum mæli mönnuð erlendum sjómönnum, og þeim greitt minna fyrir en íslenskum sjómönnum. Slíkt býður hættunni heim. Allt gert til að hámarka eigin hagnað. Þessi græðgisvæðing er að verða óþolandi. Og þeir menn sem enskis svífast til að hámarka gróða sinn, þurfa að sæta refsingum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022299
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo rétt og satt sem þú segir þarna.
Áfram.
Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 13:23
Fólki er sko óhætt að kjósa F þegar svona réttsýn og notaleg kona kýs F ! .... Fyrirmyndirnar skipta miklu máli! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.10.2007 kl. 13:38
Takk fyrir það Jóhanna mín Já áfram með góð málefni, og það sem fólk á að gera er auðvitað að skoða hvað menn hafa fram að færa, og hvernig þeir koma fram með mál. Við erum stundum svo aftarlega á merinni og kjósum bara alltaf það sama gamla aftur og aftur af því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 15:37
Var einmitt búin að frétta að F hefðu lagt fram þetta frumvarp og það gladdi mig mjög. Kveðja vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 15:43
Knús á þig líka elsku Ásdís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 18:10
ég keyrði fram hjá strætó á síðustu helgi sem var með auglýsingu frá Frjálslynda flokknum í bak og fyrir. Full seint í rassinn gripið, eru ekki kosningarnar búnar annars?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 11:45
Jú einmitt, en það er stutt í þær næstu held ég
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 18:02
Hæ,
Tók mér það bessaleyfi að setja þessa færslu á www.xf.is
Birtist þar þá á morgun.
Kveðjur bestar vestur,
Magnús Þór Hafsteinsson, 25.10.2007 kl. 19:34
Gott mál Magnús minn, mín er ánægjan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.