Myndir frá Hnífsdal og fl.

Datt í hug í morgun að skreppa með myndavélina út í Hnífsdal fyrir hana Þórdísi bloggvinkonu mína. 

Það var ágætis veður í morgun, en núna er komin rigning og rok, og ég búin að vera úti að raða niður runnum til gróðursetningar.  Úff það var frekar  ....................................................... blautt LoL

 

IMG_9628

Þetta hús hér fremst er gamla kaupfélagshúsið, þegar Hnífsdalur var alvöru þorp.  Húsið við hliðna var hús sem Einar Steindórssón átti heima í, og uppi á bakkanum eru heimabæjarhúsin.  Þetta með rauða þakinu er friðað. Þar utan við eru hesthús, sem bærinn hefur nú keypt upp, því þar kemur vegurinn frá Bolungarvík gegnum gönginn.

IMG_9629

Alveg er ég viss um að hér hafa margir átt gleðistund, og jafnvel stofnað til hjúskapar, nú eða afkvæmis.  Félagsheimilið í Hnífsdal.

IMG_9630

Horft yfir ána, að byggðinni. Vildi ekki taka myndir af Ólafsauðninni hinu meginn. Devil Það var Leifur Pálsson sá heiðursmaður sem gaf svæðinu það nafn á sínum tíma.

IMG_9634

Hreggnasinn.  Blokkin þarna er kölluð Vindheimar, það er svolítið vindasamt þarna á háhæðinni.

IMG_9635

Svo horfir maður út á Djúpið og hér nær er Snæfjallaströndinn og fjær er Grænahlíðin.

IMG_9637

Arnarnesið.

IMG_9641

Og þetta venjulega sjónarhorn sem ykkur er boðið upp á.  Nema núna rennur snjórinn í fjallinu saman við skýin.

IMG_9620

Lognið á undan storminum hehe..

IMG_9623

Naustahvilftin þar dansa Dísir. 

IMG_9625

Horft yfir miðbæinn.

IMG_9626

Þessar myndir eru allar teknar í dag, fyrripartinn, áður en byrjaði að hvessa og rigna.

Eins og náttúrlega sjá má.  Eigiði góðan dag, og ekki hætta ykkur úr í þetta leiðindaveður nema þið eigið brýnt erindi. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Úff, hvað það er kuldalegt hjá ykkur Vonandi verður aðeins hlýlegra um að litast eftir rokið og rigninguna.

Félagsheimilið í Hnífsdal............... vekur upp minningar sem eru reyndar ekkert sérstakar. Það var keyrt á bílinn hjá okkur á planinu og viðkomandi stakk af . Bestu minningarnar frá þeirri helgi eru frá löggustöðinni, frá því að við fórum að gefa skýrslu um þetta. Fyrsta og vonandi eina skiptið sem við eyðum nótt á löggustöð En það var þrælgaman að vera þar, segi ekkert meira um hvað við gerðum þar.

kidda, 22.10.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Ólafía mín, say no more.... say no more

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já hér í Rvk líka leiðindarveður þetta eru góðar myndir Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.10.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eru fjöllin orðin hvít. Brrrrrrrrrrr segi ég enn og aftur en svaka stemming samt.

Knús á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 17:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á ykkur báðar til baka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér er nú veðrið að lagast aftur.

Flottar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 19:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál Hrönn mín, það þýðir að veðrið lagast hér í nótt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 19:07

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kemst í vetrarskap við að sjá þessar myndir !

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 20:20

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fjöllin og snjóslæðan oo svo fallegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það styttist í gamla vetur konung. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:46

11 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Félagsheimilið maður!

Hluti af Stórsveitinni spilaði nú þarna með LL einhverntíman á menntaskólaárunum. Það var rosa gaman. 

En snjórinn í fjöllin yljar mér bara um hjartarætur, finnst miklu betra að hafa snjó en suðvesturhornsrokrassgatið og rigninguna. Það verður svo dimmt. 

Takk fyrir myndirnar. Þú ert glugginn minn! 

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 22.10.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Naustahvilftin nýtur sín vel í þessum lit

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 22:06

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð yndislegar elskurnar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 22:10

14 Smámynd: Rannveig H

Nú yljar mér um hjartarætur  'Eg átti heima á móti kaupfélaginu.Takk fyrir mig eins og alltaf.

Rannveig H, 23.10.2007 kl. 08:29

15 Smámynd: Laufey B Waage

Heimabærinn, Hreggnasinn, Félagsheimilið og Kaupfélagið í Hnífsdal, vekja heldur betur upp minningaflóð frá því í fyrra eða hittifyrra þegar ég var 15 ára. Skreið inn um klósettgluggann til að komast á fyrsta ballið mitt þarna. Sat svo allt ballið með HI bak við BG og spilaði á bongótrommur. Takk sæta. 

Laufey B Waage, 23.10.2007 kl. 09:56

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Laufey say no more darling  tvö yndisleg börn hafa komið út frá því.   Rannveig mín, ég man alveg hvað þú áttir heima.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 12:04

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm elsku knúsídúllan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 16:41

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Datt það svona einhvernveginn í hug

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:51

19 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

17. nóvember.  Búið að merkja hann með stórum punkti á dagatalið.  Þá kem ég...... heim í heiðardalinn...  Gefðu BG frænda stórt knús frá mér, verð með ykkur í huganum um helgina.  Ég man nefnilega þegar ég var "átta ára unglingur...."

Sigríður Jósefsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:49

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal gera það Sigríður mín.  Elli á að spila í afmælinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2021759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband