20.10.2007 | 13:01
Dagurinn í gær.
Það var heilmikið að gera hjá mér í gær, ljúka við að gróðursetja á leiksvæðið í Hnífsdal. Það var ekki beinlínis kræsilegt að sullast í moldinni, rennandi blautri og gljúpri, sem betur fer var ég með aðstoðarmenn, Pólverja og Portúgala.
Harðduglegir menn, sem hingað eru komnir til að vinna. Þeir eru múrarar aðallega, en létu sig hafa það að fara í gróðursetningu.
Sullum bull og bullum sull.
Svo var mér boðið á fund. Reynir Traustason hringdi í mig og bauð mér að koma á fund sem DV hélt, þeir eru að fara af stað með fundarherferð um landið. Þessi fundur fór ágætlega fram. Þeir gáfu fólki kost á að spyrja þá um málefni. Og fengu margar óvægilegar spurningar, sem þeir svöruðu bara ansi vel.
Síðan færði Reynir Björgunarsveit Ísafjarðar peningagjöf frá Hreini Loftssyni, sem er ísfirðingur, og missi afa sinn í sjóslysi, sú peningagjöf hljóðaði upp á eina og hálfa milljón. Má segja að sama hvaðan gott kemur, þessum aurum er allavega vel varið.
Formaður björgunarsveitarinnar tekur hér við peningunum.
Smellti af einni mynd af Reyni og fjölskyldunni hans.
Sigurjón á tali við ljósmyndara BB.
Á þessum fundi voru mætt allir lykilmenn Dv. báðir ristjórarnir, fjármálastjórinn og framkvæmdastjórinn og fleiri. Ungt og elskulegt fólk.
Þarna var líka Sherlock Hólmes, svona til að undirstrika væntanlega rannsóknarblaðamennsku.
En ég gerði meira, ég skrapp á Langa Manga bæði fyrir fund og eftir. Þar var hljómlistamaðurinn Guðmundur við áttum ágætt spjall. Ræddum m.a. júróvísjónkeppnina sem hann tekur þátt í núna.
Hann er alvarlegur þarna af því aðhann er að syngja rosalega rómó lag.
Hér er hann kominn með áheyrendur.
Frú Matthildur alltaf jafn sæt, og Halli vinur minn.
Jamm sú gamla á djamminu í góðum félagsskap.
Úlala ein óbeisluð.
Það var margt um manninn á Langa Manga eins og venjulega, hér eru glöð ungmenni, þau eru frá ýmsum löndum.
Þetta eru samt allt saman ísfirskar kjarnakonur.
Sæt saman, hann er ítalskur þessi sjarmör. Og stúlka sem mér þykir alltaf vænt um.
Nú er maður orðin eins og Séð og Heyrt hehehehe... Sæt saman,
Hér er önnur stúlka sem mér þykir vænt um líka.
Það eru ekki drykkjulætin eða hamagangurinn eða ólætin í þessu fallega og prúða unga fólki sem var að skemmta sér á Langa Manga, þó var klukkan orðin þrjú.
Við Matthildur enduðum svo í eldhúsinu hjá bróður mínum. Og getiði bara um hvað þau eru að ræða Feminisma ?? jamm einmitt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 2022535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg yndisleg færsla Áthildur mín það hefur verið nóg að gera hjá þér með öllu þessu fólki gaman af myndunum.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 14:14
Þórdís mín, það má nú bæta úr því að senda fleiri Hnífsdalsmyndir
Það er merkilegur andskoti Keli minn, að alltaf þegar hlýtt er á okkar gamla fróni, þá er kuldakast í Evrópu.
Takk Kristín Katla mín. Já þetta var skemmtilegur og viðburðarríkur dagur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 14:30
Takk fyrir síðast Hjalti og Gugga munu væntanlega muna eftir að læsa framvegis, óttalegt að vera rifinn fram úr til af næturdrottningunni og vestfjarðarnorninni.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.10.2007 kl. 14:52
Já segðu !!! Takk annars fyrir frábært kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 14:57
Fallegar myndir af fallegu fólki!!!! Og Ásthildur!!!! Guðmundur!!!! Þú hefðir nú getað smellt á hann einum kossi frá aðdáanda númer eitt!!!! Hrikalega fallegur maður.........
Falleg myndin fjórða neðan frá af parinu sem horfist í augu..... Þegar einhver horfir svona á mig þá veit ég að hann er ástfanginn
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 15:42
Lofa að smella á hann kossi næst Hrönn mín. Fékk líka áritaðan nýja diskinn hans. "Gaman að hitta þig Ásthildur "skrifaði hann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 16:28
ó guð.......
.....ég kikna í hnjám........
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 16:38
Já svo tilkynni ég honum að þessi koss sé frá aðdáanda númer eitt henni Hrönnslu. Og það verður auðvitað til þess að maðurinn fer beinustu leið austur fyrir fjall til að syngja fyrir sína konu Verst að hafa ekki vitað af þessu fyrr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 17:05
Það er greinilega stuð fyrir vestan eins og venjulega
Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 17:08
Já þetta er eilíft stuð. Á næstu helgi verður frumsýning hér á heimildarmyndinni um óbeislaða fegurð, og ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þar verði rauðidregillinn til staðar. Það er búið að panta hann alla leið frá Hollýwood.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 17:24
Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.