17.10.2007 | 10:10
Boðið upp í Færeyjaferð í kuldakastinu.
Það er hrollur, og hriktir í beinum.
Hryggeymsli liggja í leynum.
Í liðum er tak,
Er leiða í bak,
Ég er tætt yfir öllum þeim meinum.
Úff. Svo kalt, en það á að hlýna. Mér datt í hug að skreppa smáferð til Færeyja.
Það eru margar fallegar og sérkennilega byggingar í Færeyjum. Fólkið elskulegt og jákvætt.
Ætli Hundertwasser hafi verið hér líka hehehehe.
Hér sjást tröllinn sem drógu Færeyjar alla leið frá Íslandi, þau ætluðu víst að fara lengra, en döguðu uppi hér og urðu að steinum, og þess vegna eru Færeyjar þar sem þær eru.
Hér er Gjáin, stórkostleg frá náttúrunnar hendi. Og hljómburðurinn þarna niðri drottinn minn.
Hér glumdu flottar karlaraddir, Hermannakór Shaporins og Hraustir menn.
Listaverk eru hér flott á torgum.
Og kúluhús. Svei mér þá, það er þarna líka.
Þröngar götur og Þrándar í Götu líka
Hér stendur skrivarastova. Örugglega einhver ríkur og frægur.
Kanónur höfðu þeir til að verja sig. Hafa sennilega ekki skotið vestfjarðanornum út og suður samt.
Hér eru víða falleg þorp, og göng að þeim öllum. Þeir bora göng þó þar sé bara einn sveitabær. Danir segja; Færeyingar bora við borgum. Eitt fjallið er kölluð blokkflautan held ég, vegna þess að það eru fleiri göng, og það vill syngja í fjallinu í ákveðinni átt. En þetta er sagt eftir minni og getur vel verið að ég fari aðeins með rangt mál.
Allir vegir eru nánast einbreiðir, en allir malbikaðir, og svo eru útskot, eins og hér á Vestjförðum, þar sem vegurinn er bara einbreiður.
Hver maður á líka bát, sem er algjört must. Og þeir hugsa vel um bátana sína.
Kindur eiga þeir líka, sumir bara eina eða tvær, en aðrir nokkrar, heyjið þurrka þeir á snúrum. Kartöflurnar setja þeir ekki niður eins og við, heldur stinga upp torf, leggja kartöflurnar niður og snúa torfinu við og setja yfir. Örugglega miklu fljótlegra og hreinlegra en hjá okkur.
Það er gaman að fara til Færeyja. Ég held að ég eigi eftir að fara þangað aftur. Margt að sjá hjá vinum okkar og frændum í Færeyjum.Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er fallegt í Færeyjum mér hefur langað að koma þangað kannski að geri það bara.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2007 kl. 10:20
Já, það er fallegt í Færeyjum. Ég fór þangað í sumar með Hverafuglum en það er kór eldri borgara á Hveragerði. Það eru nokkrar myndir þaðan inn á vefsvæði mínu ,,bokband.com". Þú mátt alveg sjá þær. Ég er einmitt að lesa núna seinni bók Sveinurs Ísheims Tummassonar um ,,Dávur í Tjørnuvík" . Bráðskemmtileg og fróðleg bók.
Svanur Jóhannesson, 17.10.2007 kl. 10:22
Nú langar mig til Færeyja! Mig langar alltaf til útlanda þegar ég kíki hér inn ! Takk fyrir skemmtilega ferðasögu
Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 10:26
Ég segi eins og Sunna Dóra mig langar alltaf eitthvað til útlanda þegar ég skoða svona ferðamyndir hjá þér en Færeyjar er staður sem ég er ákveðin í að heimsækja áður en langt um líður.
Huld S. Ringsted, 17.10.2007 kl. 10:40
Fyrsta utanlandsferðin mín var til Færeyja þegar ég var fjórtán....Mig minnir að bærinn á fyrstu myndinni heiti Kirkjubær en það þótti algjört möst að sýna okkur hann.
Þetta er hrikaleg fegurð þarna þó ég hafi ekki tekið eftir henni í denn.
Kona tekur sig vel út á kanónu
Solla Guðjóns, 17.10.2007 kl. 11:34
Já Kristín mín örugglega kominn tími til.
Svanur það verður gaman að skoða myndirnar þínar. Takk fyrir það. Já Færeyjar og færeyingar koma manni á óvart.
Stelpur mínar Arna, Hlud og Sunna það er bara að skella sér, pínulítið lengra en til Vestmannaeyja.
Hehehe Halla, ég get alveg ráðið í hvað þú ert að hugsa sko
Já það er rétt Ollasak mín þetta er Kirkjubær. Kanóna er bara nokkuð þægilegt sæti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 11:42
Get nú ekki sagt að mig hafi hingað til langað til Færeyja, en kannski þegar ég er búin að fara til Vínar.
Ætli það séu jólamarkaðir í Vin? Í fyrra fór ég til Heidelberg og núna er förinni heitið til Stuttgarts um miðjan des. Ætla hér eftir ef guð lofar að fara á hverju ári í des til útlanda í des
kidda, 17.10.2007 kl. 12:04
Ójá það eru bæði allskonar jólamarkaðir og svo glögginn góða á hverju götuhorni. Mikið götulíf og skemmtanir í desember. Og rosaflottar ljósa skreytingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 12:05
Ég hef komið til Þórshafnar x2 en bara í mýflugumynd. Karlinn minn var hins vegar að spila með "húsbandinu" um borð í Norrænu, fyrir margt löngu og er búinn að lýsa fyrir mér dásemdunum.
Nú þarf að drífa sig og sjá í eigin pers
Takk fyrir mig dúllan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 12:39
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 13:25
Fallegar hjá þér Færeyjamyndirnar. Mikið af fallegum húsum. Og limran glæsileg, eins og þín var von og vísa.
Laufey B Waage, 17.10.2007 kl. 13:36
Takk Laufey mín. Þetta kom svona í morgunsárið með frostrósunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 13:39
Var í Færeyjum í 2 vikur í ágúst 1989. Fórum á skátamót. Gistum í Klaksvík og í Vági (Vágur). Kom svo í ljós að þetta var kristilegt skátamót og áttum að mæta í messu á hverjum degi.
Hrikalega fallegt þarna. Finnst Færeyjar grænni en Ísland.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 14:35
Já þær eru greinilega grænni, ég held að það sé af því að það rignir meira. Líka er grunnvatnsstaðan hærri. Þess vegna geta þeir bæði haft þessi fínu grasþök og ræktar kartöflurnar sínar með þessum hætti. En sennilega eru þeir trúarnöttar, ef það er satt að þeir eigi allir hver og einn sína biblíu, og aktiualli lesi þær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 15:20
Ég verð að bæta því við að ég hafi verið svo fræg að fara til Færeyja, því það var svo skemmtileg ferð. Það var afmælisferð Kvenfélags Hólahrepps og margt var nú eftirminnilegt en sérstaklega þegar við komum í litla kirkju og kirkjuvörðurinn söng fyrir okkur sálm eftir Jón Arason sem er í kirkjusöngbókinni þeirra en lítt þekktur hér.
Guðrún Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 10:32
Frábærlega skemmtileg myndasýning. Í Færeyjum er fínt að vera. Fallegt land og gott fólk.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 14:15
Takk fyrir það Magnús minn.
Ég er viss um að við fórum líka í þessa litlu fallegu kirkju Guðrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.