Ef til vill ekki alveg tímabært en.................................

Var að taka til í bréfum og greinum, og fann þessa ágætis hugvekju og datt í hug að setja hana hér inn;

 

Jólagjafalistinn hennar ömmu.

 

Elskulega fjölskylda, mér datt í hug fyrir þessi jól að senda ykkur smábréf um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.

 

Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó.  Ég á orðið lager sem endist mér út ævina.

 

Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.

 

Ég á orðið 7 flónelsmorgun sloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í bili.  Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink kerlingarlitur.

 

Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.

 

Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré.  Ég þurfti að setja tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól.  Og ég er orðin svo fótafúin.

 

Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur.  Ef þið viljið gefa mér bækur, þá vil ég frekar Arnald Indriða, eða Agötu Christie.

 

Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór Reykjavíkur.

 

Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.

 

Ég verð að segja eins og er, að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað hljómflutningsgræjur eða tölvu.  Sit afar sjaldan í svona stól, því það er erfitt að standa upp úr honum.  Og ég nota tölvu frekar, og þykir meira gaman að háværri rokktónlist.

 

Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin, við ætlum nokkur saman gamlingjar og djamma og djúsa.  Vonandi verðið þið stillt og góð á meðan.

 

                                                Sjáumst á næsta ári amma. 

Broskelling

 

 

Gleðileg Jól.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

frábært bréf frá ömmu.

kidda, 16.10.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Snilld....mér fannst þetta fyndið með myndarammana......við höfum svolítið hjónin verið að stækka myndir og gefa ömmunum og öfunum....hef einmitt fengið þessa tilfinningu að nú hlýtur plássið á veggjunum að fara að verða búið hahahahha...svo las ég þetta og hugsaði: Það eru greinilega fleiri en við sem gefum myndir af því besta sem við eigum......en stundum kannski bara of margar hahahah !

Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðný GG

Ohh hvað það hlýtur að vera mikið til í þessu ,kannast soldið við að hafa gefið sumar gjafirnar þarna  ....kvitt frá mér

Guðný GG, 16.10.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli það ekki elskurnar.  En það er gaman að þessu, og svo sem ekki allt hér sannleikanum samkvæmt ehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 11:58

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha rosalega held ég að það sé mikið til í þessum lista!

Huld S. Ringsted, 16.10.2007 kl. 13:02

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hahaha þetta er alveg frábært og fyndið.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fínt hjá þessari ömmu!  ... tek hana mér til fyrirmyndar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.10.2007 kl. 14:45

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér dettur í hug, við að lesa þennan lista, að fyrir þó-nokkuð mörgum árum síðan lét móðir mín þau skilaboð út ganga til sinna mörgu afkomenda að þau vildu ekki fá neitt í jólagjöf sem ekki eyddist. Þessu höfum við reynt að fara eftir í gegnum þau ár sem eru liðin, þannig að eftir hver jól eiga þau birgðir af gjafakortum, jólastjörnum og jólaskreytingum,  konfekti, ostakörfum, víni, snyrtivörum og leikhús- og tónleikamiðum. Öllu þessu tekst þó að koma í lóg yfir árið, með aðstoð gesta og gangandi. Alltaf freistast þó einhverjir til að gefa þeim einhverja fallega hluti, en þá má viðkomandi alveg eins eiga vona á að fá það sjálfur aftur í jólagjöf næsta ár!

Mamma hefur alltaf gefið öllum gjafir, en er nú aðeins að heykjast á því, þar sem þetta er orðin gífurleg vinna að versla og pakka inn og skrifa á kort. Hún keypti þó reyndar allar jólagjafir handa langömmubörnunum 16 úti á Krít um daginn, fyrir aðeins 20.000 íslenskar og var mjög lukkuleg með það. En ég held að hún ætli að hætta að gefa fullorðnum barnabörnum sínum, til að draga svolítið í land.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2007 kl. 16:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta jólagjafa stand er orðið dálitið umfangsmikið.  Ég man að við vorum að hjálpa mömmu með að pakka inn gjöfunum, sem skiptu tugum.  Svo þegar pabbi var orðinn einn, þá var ég að aðstoða hann og keypti bara konfektkassa á liðið  En þetta er góð hugmynd hjá mömmu þinni.

Huld mín, jamm ég held nefnilega að það sé þarna eitt og annað

Já það er alveg óhætt að taka þessa kerlu til fyrirmyndar Jóhanna mín og Kristín Katla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 16:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Arna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 2022544

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband