15.10.2007 | 21:04
Gönguferð við Dóná, og skoðuð skrýtin hús.
Það var kalt í dag, og ég var frekar döpur, bara út af veðrinu. Svo ég ákvað að fara í smá göngutúr upp með Dóná, og skoða sérkennilegt hús í Vínarborg. Byggingunni hans Hundertwasser, sérkennilegur karl, sem vildi byggja húsin þannig að það yrði skógur í borginni. Hann vildi sum sé að fólk ræktaði tré á svölunum hjá sér, og í húsunum, rætur trjánna ættu að fá að eiga sitt pláss. Sérkennilegur fugl. En gaman að skoða byggingarnar.
Svona er ein af hans hugmyndum.
Hér glittir í blokkina sem hann byggði.
Sérkennileg bygging ekki satt ?
Ekki skortur á hugmyndaflugi á þessum bænum.
Já trén þurfa að hafa pláss fyrir ræturnar.
Smáatriðin skipta líka máli sko.
Það er alveg satt, það býr fólk í þessari blokk.
En það er líka víst, að það er enginn venjulegur Jón Jónsson.
Eins gott að hafa ekki fengið sé neðaní því þegar maður gengur um svona gólf.
Sennilega betra fyrir sjómenn en aðra, þeir eru vanir að stíga báruna.
Hér er líka rosalega fallega skreyttur veitingastaður, en maður fær sjaldnast pláss, því hér koma margir að skoða.
Það er sama hvar litið er ekkert er hornrétt í þessu húsi.
Við yfirgefum þessa frábæru byggingu og tökum stefnuna á Dóná. En þar eru margar mjög flottar byggingar.
Og stutt til allra átta.
Það er dálítið kalt, en það gerir ekkert til, því við erum hlýlega búin.
Já hér eru margar flottar og stórkostlegar byggingar.
Og mikið skreytt hús.
Sjá hér til dæmis.
Hér er líka kaffi Mílanó, hér getum við farið inn og hlýjað okkur með heitu kakói.
Og þá er maður komin niður á aðaltorgið Stefansplatz, og þá er hægt að taka neðanjarðarlestina heim í Gasometer. En ég á eftir að sýna ykkur þær byggingar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 2022545
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlega byggingar og þvílík borg ! Alveg frábærar myndir eins og alltaf hér á bæ
Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 21:09
Mikið er þetta stórar byggingar það er eins og maður er stattur New York . Takk fyrir þetta Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 22:26
Vín er borg hámenningarinnar. Yndisleg borg Sunna Dóra mín.
Keli minn ég er heima núna, þetta var í fyrra sko !!
Já Arna mín byggingarnar í Vín eru spes.
Kristín Katla mín, þær eru margar flottar þarna, skal ég segja þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:11
Vá var arkitektinn á sýru??? En þetta er mergjuð bygging. Rosalega væri gaman að sjá eins og eina íbúð.
Takk fyrir ferðalag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 23:30
Takk fyrir myndirnar, þangað langar mig að fara
Byginngarnar eru flottar, sástu nokkuð aspartré í rækt þarna í trjáhúsinu?
kidda, 15.10.2007 kl. 23:37
Segi sama og Jenný, svakalega væri ég til í að sjá inn í eins og eina íbúð.........
Flottar byggingar. Skemmtilegasta sem ég geri er að rölta um í stórborgum, virða fyrir mér byggingar og spá í arkitektur!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:00
Alveg snilldar myndir. Systir mín fór einu sinni með dóttur sína á þessar slóðir og þær skemmtu sér konunglega. Mig langar líka, en gaman að ferðast í huganum í þínu boði. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:16
Næst þegar ég fer, skal ég lofa ykkur að banka upp á hjá einhverjum íbúanum og fá að taka myndir. Ég er vön sko frá hinum endanum, það koma hér manneskjur sem biðja um að fá að koma og skoða heheheh... Ólafía mín, nei ég sá ekki aspartré hehehehe... Já það er bara dálítið gaman að ferðast svona í huganum, með góðu fólki
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:57
Sérstakt,glæsilegar byggingar en bara gaman af þessu með trén...en drukkin vildi ég ekki vera þarna.Klósettið er töff.
Solla Guðjóns, 16.10.2007 kl. 02:22
Væri gaman ef reykvíkingar tækju mið af svona byggingarlist í stað þess að tileinka sér þennann austurblokkarstíl, sem hér tíðkast. Byggingalist hér minnir í mörgu á Múrmansk, sem er án efa ljótasta borg í heimi og algerlega ómannvæn. Hundertwasser var magnaður kall og ekki svíkja málverkin hans heldur. Mikið uppáhald hjá mér, síðan ég var í myndlistaskóla. Það er ágætis samanburður um andrúm borganna að bera samna frontinn á Kaffi Mílanó í Vín og Kaffi Mílanó í Skeifunni. Fangar algerlega misræmið.
Takk fyrir þetta ferðalag Ía mín.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 03:31
Já Jón Steinar minn, það svona hvarflar að manni, þegar svona glæsibyggingar eru skoðaðar, hve fátækleg við erum að verða í arkitektúr, allt einhvernveginn á ódýrasta og ljótasta hátt. Enginn fegurð eða samræmi.
Ég á líka einhversstaðar mynd af sorpeyðingarstöðinni sem hann teiknaði, með húfunni hans trónandi á efsta turninum. Magnaður karl
Nei Ollasak mín, ég held að maður myndi fljúga á hausinn í svona umhverfi, ef maður væri eitthvað rykaður í kollinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 08:25
Sérkennilegar byggingar!
Huld S. Ringsted, 16.10.2007 kl. 09:25
Flottar byggingar! ...en ekki spillir dressið sem konan klæðist, og það er íslenskt, trúi ég?...
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:56
Já sláin er íslensk úr íslenskri ull, besta efni ever. En húfan er færeysk, keypt það þegar við fórum til færeyja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.