Uppskeruhátíð og matarboð.

Það var vínberjauppskera hjá okkur í gær.  Eins og sjá má nammi namm.

IMG_9496

Þau eru rosalega góð.

IMG_9493

Hér er sonur minn að klippa klasana af.

IMG_9491

Stubburinn litli fylgist með.

IMG_9494

Meðan stóri bróðir hjálpar til.

IMG_9495

Nammi namm.......

IMG_9497

IMG_9499

IMG_9500

Svo var pabbi búin að bjóða okkur út að borða, við fórum á Hótel Ísafjörð og fengum okkur að snæða.

 

IMG_9506

Lesið í matseðlana.

IMG_9512

Og pantað.

IMG_9515

Eftir matinn fórum við með pabba heim á Hlíf, í smá partý, hér eru kátir vistmenn.

IMG_9518

Bara gaman.

IMG_9526

Sæt saman, Tinna tengdadóttir og stubburinn.

IMG_9505

Sonur minn er að gera listaverk úr steinum, þessi karfi er eitt af þeim, sem hann gerði fyrir afa sinn.

IMG_9503

Og þessi fallega kona er móðir mín.  SmileHeart

Kvöldið var mjög skemmtilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Vá, ég fékk vatn í munnin og núna langar mig í vínber.

Þar sem ég er steinakerling þá langar mig að forvitnast um karfann sem sonurinn er að gera

Hafðu það gott í dag

kidda, 14.10.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta eru mjög girnileg vínber. Og móðir þín er falleg kona. Eigðu góðan sunnudag mín ljúfust

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þú ert algjör snillingur að rækta allt þetta gúmmolaði sjálf. 

Karfinn er rosalega flottur. Hver að drengjunum þínum er svona mikill listamaður? 

Laufey B Waage, 14.10.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er Júlíus minn, hann er mjög listrænn, hann hefur líka málað myndir, Ingi Þór hefur líka málað dálítið.  Það er gaman að þessu hjá þeim.

Ætli við séum ekki með sama afbrigðið Jóna Ingibjörg mín. Þau er óvenjulega sæt núna, sennilega vegna þess hve það var sólríkt sumarið. 

Annars takk allar fyrir hlý orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það hlýtur að vera sálrænt að skoða síðuna þína Ásthildur því ég kíkti eldsnöggt á hana áðan áður en ég skrapp í búð og hvað heldur þú að hafi ratað ofan í körfuna mína? Vínber!! bara varð að fá vínber

Huld S. Ringsted, 14.10.2007 kl. 14:37

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið voru þetta girnilega vínber, ég fékk strax vatn í munninn. Verst að ég er búin að fara í búðina..!

Þetta er afar falleg mynd að móður þinni! Takk fyrir myndirnar

Sunna Dóra Möller, 14.10.2007 kl. 14:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú verð ég að fara að hugsa um hvað ég læt frá mér hér Huld mín

Takk fyrir hlý orð Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2007 kl. 15:29

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm!

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2007 kl. 18:00

9 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

flottar myndir hjá þér Ásthildur, ég sé að dóttir mín hefur þjónað ykkur á hótelinu, stóð hún sig ekki bara vel.

Hallgrímur Óli Helgason, 14.10.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hallgrímur þessi yndislega stúlka er sem sagt dóttir þín.  Hún var alveg frábær Stubburinn hreinlega elskaði hana.

Halla mín þú slærð náttúrulega í gegn, það veit ég. 

Jamm Jenný nefnilega nammi namm

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 00:04

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Frábært!

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2007 kl. 13:02

12 Smámynd: Ester Júlía

Ooo Takk fyrir þessar frábæru myndir!!!!  Girnileg vínberin ....úfff..elska vínber.  Sá reyndar stærstu vínber sem ég hef séð á ávaxtamarkaði í Róm, þetta voru einmitt svört ( blá) vínber og nánast eins og plómur á stærð.  ( Nema þetta hafi verið plómur?? - hehe..nei þetta voru vínber) 

Æðisleg mynd af móður þinni , ofsalega falleg og sæt kona. 

Kær kveðja , Ester

PS. Þekktir þú hana Helgu Stígsdóttir? 

Ester Júlía, 15.10.2007 kl. 14:06

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég þekki Helgu Stígs.  Hún er systir Haraldar Stígssonar, sem var nágranni minn til margra ára.  Frábær kona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 16:34

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Sannkölluð paradís í Kúlunni.

Móðir þín er fallleg og stór glæsileg.

Hér eiga að koma kossakall og hjarta en dótaríið vill ekki virka svo stórt knús.

Solla Guðjóns, 15.10.2007 kl. 17:25

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábærar myndir eins og alltaf. Fólkið þitt er stórglæsilegt! Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar og knús til baka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 20:47

17 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

JAHÁ - flottar myndir, verð nú samt að spyrja

áttu heima í kúluhúsinu á Ísafyrði?  það hlýtur bara að vera því svona gluggar eins og eru sýnilegir á vínberjatínslumyndunum eru bara til í kúluhúsum og ég ætti að þekkja þá.

 ég og maðurinn minn erum nefnilega með kúluhúsaæði og búin að vera með það ansi lengi, og erum að fara að byggja kúluhús á landinu okkar hér á Álfsnesinu sem tilheyrir nú Reykjavík í dag. 

Einar Þorsteinn teiknaði húsið okkar árið 1992 og við erum búin að vera á leiðinni að byggja það síðan, en nú er biðin lokst að taka enda og við í startholunum, ég hef einmitt hugsað mér að setja inn á bloggið mitt byggingarferlið, þær myndir sem eru komnar þar eru af landinu okkar, þar sem húsið mun rísa.

Við heimsóttum ykkur líklega fyrst árið 1993, þá komum við bæði, síðan þá hefur maðurinn minn komið í nokkur skipti, því hann fer stundum vestur að vinna við hurðir (hann heitir Jón).

en bara gaman að skoða bloggið þitt

og hún Anna Steinunn Þengilsdóttir er litla systir mín

kveðja

Ingibjörg R. Þengilsdóttir 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:26

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra það elskuleg, já ég er kúluhúsabúi.  Gott hjá ykkur til hamingju með að vera aktualli komin í gang með bygginguna. Þá verður ekki aftur snúið, og þetta er bara hrein snilld. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:53

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nammi, namm vínber. Eru þau ekki extra góð úr eigin garði?? skemmtilegar myndir.  Kær kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:21

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú Ásdís mín, þau eru extra góð og vistvæn út eigin garði, enginnn eiturefni, því hér var allt eiturefnalaust í sumar, náttúrulegar varnir, með ránmaurum og svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 2022546

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband