11.10.2007 | 08:27
Afmæli.
Þennan dag árið 1922 fæddist móðir mín Aðalheiður Bára Hjaltadóttir. Hún hefði því orðið 85 ára í dag hefði hún verið ennþá á meðal okkar blessunin. En mamma mín fór frá okkur þann 1. nóvember árið 2000. Það var eftir stutta sjúkdómslegu, og hún fékk að vera heima allan tímann, við systkinin skiptumst á að vera hjá henni.
En mamma mín var alltaf miðpunktur heimilisins. Kring um hana voru alltaf barnabörnin og gæludýr barnanna hennar. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverju barnabarnanna, þá var farið heim til ömmu. Og þau voru mikið inn á heimilinu á Seljalandsvegi 78 Vinaminni. Þetta varð til þess að ungarnir hennar voru miklu nánari en ella hefði verið. Þau voru meira eins og systkini en systkinabörn. Og sá strengur hefur aldrei slitnað sem betur fer.
Öll jól hittust allir hjá mömmu, og meðan fjöldinn var ekki of mikill var borðað saman, en síðan eftir að við urðum of mörg, þá var farið eftir matinn heim til mömmu og þar voru teknir upp jólapakkarnir, og við sátum öll saman og áttum góðar stundir. En það var annað, það voru mörg jólin sem utanað komandi fólk eyddi jólunum með fjölskyldunni. Einhver sem átti engan að, eða var fjarri heimkynnum sínum. Allaf var sjálfsagt að við kæmum heim með slíka, og allir boðnir velkomnir. Hjartað í mömmu var stórt, og þar rúmuðust allir.
Okkur þótti vænt um það systkinunum að geta veitt henni þá síðust ósk að fá að dvelja heima uns yfir lauk. Og undir það síðasta, þá vissi hún að fólkið hennar beið eftir henni, hún var vör við þau.
1967 þann 11. júní eignaðist hún dreng sem var skírður Júlíus. Þeir voru á sama aldri elsti sonur minn og bróðir minn. En það var mömmu mikið áfall þegar hann dó aðeins 7 mánaða gamall í janúar 1968. Ég held að hún hafi aldrei jafnað sig almennilega á þessum barnsmissi, og ég er alveg viss um að þau hafa hist aftur, þegar hún fór héðan.
Elsku mamma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið hér fyrir okkur börnin þín og allra mest fyrir barnabörnin.
Hér í faðmi fjölskyldunnar.
Mamma.
Hve endanlegt síðasta andvarp þitt var,
hve fjarlægist ímyndin þín.
Að vita ekki leið þína burtu og hvar
þú heldur þig kjölfestan mín.
Heilög var sorgin í hjartanu - þú
helgaði minnin um son.
Sem hrifinn var burt frá þér, smábarn, en nú
er sameining ykkar mín von.
Þitt hljóðláta fas, þinn hlátur og þrek
í hug mínum aðeins nú skín.
Þinn stuðning við áttum við bernskunnar brek,
og best var að leita til þín.
Þú varst okkur klettur í hafinu - keik
og hjá þér við átt höfum skjól.
Í brotsjóum lífsins, í baráttu og leik,
björt varstu lífs okkar sól.
Nú horfin þú ert og við sitjum hér hrygg
og hugsandi hvert fyrir sig.
Við elskum þig mamma sem trú varst og trygg
og trúum að Guð geymi þig.
Elsku mamma, einhversstaðar í faðmi fjölskyldunnar sem ef flutt yfir móðuna miklu. Til hamingju með daginn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 92
- Frá upphafi: 2022539
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, fríður hópur og þú ert EKKI ólík henni mömmu þinni. Falleg kona
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:37
Takk elsku Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 08:48
Falleg kveðja og fallegt ljóð. Mikið hefur mamma þín verið falleg kona. Eigðu góðan dag í dag elsku Ásthildur. Ég ætla að kveikja á kerti og hugsa vestur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:03
Takk fyrir það elsku Anna mín. Þetta ljóð kom nánast fullskapað, ég vaknaði kl. 6 einn morguninn fyrir jarðarförina og skrifaði það niður, nánast eins og það er í dag. Þurfti sáralítið að laga. Svona gerist stundum, ég held að það heiti að vera innblásin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 09:46
Falleg kveðja til mömmu þinnar og ljóðið líka þú ert einstök Ásthildur mín
Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2007 kl. 09:50
Falleg færsla Ásthildur mín, til hamingju með afmælisdaginn hennar mömmu þinnar. Mamma mín fór líka í nóvember en það var 30 og árið var 2002. Hún var 64 ára.
Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 09:56
Fallegt ljóð og kveðja lýsir þér soldið vel
V ona að þú eigir góðann dag
kidda, 11.10.2007 kl. 10:16
Tek undir orðin hér að ofan að þetta er fallegt ljóð og fallegur hópur.
Bestu kveðjur í tilefni dagsins, Ásthildur mín.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.10.2007 kl. 10:21
Takk allar saman, ég fékk að lesa þetta ljós upp í kirkjunni í jarðarförinni, presturinn vildi endilega að ég gerði það. Ég var ekki viss um að ég gæti það, því þegar ég er sorgmædd eða á einhvernhátt uppnumin tilfinningalega, þá fæ ég kökk í hálsinn og kem ekki upp orði. En þegar leið að því að ég átti að standa á fætur til að fara í púltið og lesa, fann ég að það kom yfir mig þvílík ró og friður að ég vissi að ég myndi geta lesið þetta upp skammlaust. Það var yndisleg tilfinning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 11:41
Yndislegt ljóð alveg. Sjaldan hef ég séð jafn mikinn kærleik skýna í gegn og hér. Ótrúlegt að þú gast lesið þetta upp við útförina en stundum kemur styrkurinn til manns þegar maður á minnst von á því! Til hamingju með afmælisdaginn hennar mömmu þinnar og eigðu góðan dag
Sunna Dóra Möller, 11.10.2007 kl. 11:56
Takk báðar tvær, þið hafið öll bjargað þessum fallega degi fyrir mér með svo fallegum tilvitnunum. Það er nærandi og græðandi. Takk fyrir mig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 12:09
'Eg man sko vel eftir henni Báru,elskuleg kona til hamingju með daginn hennar.'Eg seigi líka eins og Þói Gísla alltaf gaman að lesa bloggið þitt og ég er alltof löt að kvitta.Myndirnar á færslunni hér á undan OMG hvað ég man eftir þessum skvísum í hlíðinni :)
Rannveig H, 11.10.2007 kl. 12:24
Sunneva mín við erum nátengdar bæði ættar- og sálarböndum. Ég hafði ekki hugmynd um færsluna þína. Og auðvitað dó litli Júlíus 68. Og Vinaminni er á sínum stað, hef verið eitthvað syfjuð í morgun, þegar ég setti þetta inn Laga þetta bara strax. Takk fyrir. Og já hún var miðdepillinn okkar allra elsku Sunneva.
Elsku Rannveig mín, þú varst svo mikið þarna allt í kring um okkur, bara dálítið yngri en við. Ég man líka vel eftir þér þarna á Stakkanesinu. í heimsókn hjá Stínu Árna og í leikjunum. Lítil skotta með falleg brún augu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 12:42
Það er alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar. Þær eru svo..."Íslenskar" ,,,,er eina rétta orðið sem ég finn yfir þær.
Þessi pistill þinn í dag snart mig mikið persónulega. Móðir mín hét líka Aðalheiður og missi hún einnig barn, en hann var fjögra ára þegar hann dó af slysförum. Ég held að hún hafi aldrei jafnað sig heldur og held ég að engin geri það alveg. Svona áföll breyta fólki um alla framtíð. Móðir mín dó einnig úr sjúkdóm sem tók stutt yfir árið 2002 og var það minn mesti missir. Hún var besta vinkona mín.
Það er mesta lukka hvers mans að eiga góða móður sem ég sé að þú hefur greinilega átt.
Bestu kveðju til þín
Halla Rut , 11.10.2007 kl. 13:37
Ertu með póstfang. Mig langaði að senda þér einn "E-mail".
Halla Rut , 11.10.2007 kl. 13:38
Sendu mér á skaftie@snerpa.is, og ég skal senda þér til baka nýrra netfang Halla Rut mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 13:49
Þetta hefur verið sterk kona!
Til hamingju með hana
Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 13:54
Falleg minning um móður þína, sem virðist hafa innrætt afkomendum sínum góða hluti og eldmóð , - því undrar mig ekki innblásturinn og þitt jákvæða geð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 13:57
Takk fyrir hlý orð elskurnar mínar. Já mamma var svo sannarlega sterk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 13:59
Falleg minning Ásthildur! Til hamingju með daginn hennar mömmu þinnar og eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 11.10.2007 kl. 14:53
Takk Huld og Hanna Birna, og sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 16:42
Falleg minning um móður. Vona að dagurinn ykkar hafi verið ljúfur. Kær kveðja vestur
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 19:17
Já það var margt hugsað í dag, og dálítil angrværð í gangi. Takk mínar elskulegu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.