Frá sjó og haga til maga taka tvö.

Ég var að lesa eftirfarandi í Bændablaðinu sem barst inn um bréfalúguna mína í dag;

Eftirlit með innfluttu kjöti afar takmarkað.

Af og til eru birtar fréttir af því í danska bændablaðinu Landbrugsavisen að mikið gerlainnihald sé í innfluttu kjöti.  Bændablaðinu datt í hug að leita eftir því hvort eins væri ástatt varðandi innflutt kjöt til Íslands.  Í ljós kom að eftirlit  með kjöti er á hendi tveggja stofnana hér á landi. Annarsvegar er það Landbúnaðarstofnun, sem fyrst og fremst hefur eftirlit með íslenskri kjötframleiðslu í sláturhúsunum.  Hins vegar er það svo umhverfisstofnun sem fylgist með kjötvinnslustöðvum.  Þarna er ákveðin skörun.  Samkvæmt samtölum sem undirritaður átti við starfsfólk þessara stofnana eru línur ákaflega óskýrar hvað eftirlit varðar, þær skarast víða og hægt er að fullyrða að sumt í eftirlitinu sé á gráu svæði sem lítið eða ekkert sé sinnt.

“Ákveðin atriði virðast vera hjá báðum stofnunum, en eru hjá hvorugri” eins og einn viðmælandinn orðaði það.

 Margar kjöttegundir fluttar inn. 

Í ár hafa verið flutar inn ýmsar tegundir af kjöti, þar má nefna kjúklingabringur og læri, andabringur, elgskjöt og kjöt af fleiri villtum dýrum, svo sem nautalundir frá Nýja-Sjálandi.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins á eftirlit með kjöti í hverju Evrópusambandslandanna fyrir sig að vera það strangt að ekki þurfiað skoða það frekar þegar það er flutt til annarra landa.  Þetta á bara við um löndin innan ESB.  Samt eru endalausar ásakanir í gangi milli dana og svía og norðmanna um að salmonella sé í kjúklingakjöti frá þessum löndum.

Kjöt sem kemur frá löndum utan ESB – landanna á að sæta rannsókn.  Enginn kannaðist við að nýsjálensku nautalundirnar sem hér eru til sölu, væru sérstaklega skoðaðar þótt þær kæmu alla leið frá Eyjaálfu.  Ef þetta kjöt kemur inn í kjötvinnslu hér á landi gæti sýnataka hugsanlega farið fram en ekki af því kjöti sem liggur í frystikistum verslana.  Nýsjálenska nautakjötið er fryst og pakkað í Nýja- Sjálandi og því virðist sem ekkert eftirlit sé með ástandi þess.

Engar tölur var að fá um hvort sala á erlendu kjöti hefði verið stöðvað vegna gerla í kjötinu, og heldur ekki hve mörg sýni væru tekin, hver tæki þau og undir hvaða kringumstæðum.  S.dór.

_____________________________________

Er þetta ekki einkennilegt í ljósi þess reglugerðafargans sem snýr að íslenskum bændum ?  Þegar konur mega ekki einu sinni baka pönnsur og selja á markaði, því það er svo mikil hætta á smiti.   Eða algjörlega bannað að selja kjöt frá bóndabæjum til neytenda, og það í okkar hreina og smitfría landi ? 

Maður spyr sig, hverra hagsmuna er verið að gæta hér.  Það er alveg öruggt sem sést á þessu að það er ekki verið að hugsa um hag almennings í landinu.  Og ekki verið að hugsa um hag bænda.  Það má hver hugsa það sem hann vill.  En fyrir mér er það auðsætt að hér er verið að hugsa um peningamennina enn og aftur.  Passa upp á að þeir hafi nú sitt.  Og enginn kássist upp á þeirra jússur. 

En ætlum við endalaust að láta bjóða okkur þetta.  Og eins með fiskinn í sjónum.  Ætlum við endalaust að láta traðka á okkur, binda hendur okkar á bak aftur af misvitrum stjórnmálamönnum, sem vita ekki einu sinni hvernig lífið gengur fyrir sig fyrir utan Reykjavíkursvæðið. Eða vilja ekki vita það.

Er ekki komin tími til að við látum í okkur heyra og krefjumst réttar okkar, að fá að ráða einhverju sjálf um hvernig við lifum og hverja við skiptum við.  Hvernig við nýtum þær auðlindir sem eru samkvæmt stjórnarskrá sameign þjóðarinnar allrar, en ekki fáeinna útvaldra manna, sem eru nú að eignast tögl og haldir í því sem okkur hefur allaf verið sagt að væri þjóðareign ?

 

PIC00005[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Margt skrítið í lífinu. Fróðlegur pistill.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig, veit minna en ekkert um þessi mál en þú setur þau fram á skiljanlegu máli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar  Jamm hann skortir ekki tilþrifinn formanninn okkar Hanna Birna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill!

Huld S. Ringsted, 9.10.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góður pistill Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.10.2007 kl. 20:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úbbs Jóna Ingibjörg mín, þetta bíður morgundagsins

Takk stelpur mínar, já Worry mín, það er stundum gengið ansi langt í vitleysunni.  Og þá er bara að reyna að vinda ofan af hnyklinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 2022535

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband