Komin heim út borg óttans, myndin var algjörlega frábær, og ..... það sem kom mér mest á óvart hvað hún var fyndin. En það skrifast mest á Matthildi og Eygló.... en síðan bara alla hina. En sjón er sögu ríkari. þetta var aldeilis frábær skemmtun. Það var smáhnútur í maganum á mér, þegar við stormuðum inn í bíóið, hvað ef nú..... eða ...... úff..... En það var alveg óþarfi að hafa áhyggjur, myndin er frábærlega vel heppnuð hjá þeim Hrafnhildi og Tínu.
Hér er grallarinn Matthildur, en ævintýrið byrjaði í þessum ljósa kolli. En hefði samt ekki orðið að veruleika ef hún hefði ekki átt flippaðar vinkonur algjört ljós fyrir eiginmann, og síðast en ekki síst 14 manneskjur sem þorðu.
Elísabet sló rækilega í gagn sem uppistandari, og verður fljótlega í þættinum hennar Sirrýjar Örlagaeitthvað. Og hún ákvað þetta bara daginn áður. Þær eru ekkert að gera hlutina mjög mikið fyrirfram eða stressa sig þessar stelpur.
Eygló lét sig heldur ekki vanta, en hún kom þarna fyrir sem ankerið, sem stendur á bak við og allt snýst kring um.
Okkur var boðið í smáveislu eftir frumsýningu. Hér eru nokkrir keppendurnir og dómarinn Barði gröfukall.
Hópurinn heldur glaður fyrir utan kvikmyndahúsið. Þetta var dýrðleg stund.
Jamm þar var mjög gaman þetta kvöld.
Halldór Jónsson var kynnir á galakvöldi óbeislaðra. Hann sló í gegn, og þegar súpan kláraðist í miðju matarstússinu, þá fór hann bara upp á svið og sagði brandara, meðan Matthildur og kó fóru og redduðu meiri súpu. Enginn var pirraður á biðinni, allri bara voru hæst ánægðir.
Í góðum hópi með Hrafnhildi, Tínu, hún kom allaleið frá Beirút til að vera á frumsýningu og Þorsteini J. En hann kom á sýninguna, og tók viðtöl við Möttu og Hrafnhildi, það verður sennilega birt næsta fimmtudag.
Daginn eftir fórum við svo öll út að borða saman, það tilheyrir eftir svona skemmtilegt og velheppnað kvöld.
Nú er að velja rétt.
Á pubbarölti í bort óttans. Ekki sáum við neitt sem gat orkað tvímælis, allir bara vinalegir og í góðu skapi, eina sem ég sá sem vakti ugg, var hópur af heimavarnarliði uppstrílaðir og tilbúnir í allt. Skil ekki þessa umræðu um læti.
Þær hafa ekki einfaldan smekk Eygló og Matthildur. hehehehe....
Já það virkaði ekki mjög óttaþrungið á mig, lífið í miðbænum þetta kvöld. Bara glaðlegt fólk sem var að skemmta sér. Ég sá að vísu einn pilt kasta af sér vatni, og ég sagði við hann, að ég ætlaði að vara Villa Vill við. Hann hélt samt áfram að pissa. Gat ekki hætt greinilega.
Svo má segja að gallerí himin hafi verið fallegur líka í henni Reykjavík.
Flott, meiriháttar reyndar.
Stórglæsilegt bara.
Galleríið er stærra í Reykjavík en á Ísafirði, það segir sig sjálft, þar sem höfuðborgin er jú miklu stærri.
Gunnar var örugglega að afhomma þarna í kirkjunni.
Svo ók ég fram á sveitamarkað. Ég ætla að ræða hann betur síðar. En það var gaman að rölta þarna um og skoða hvað fólki hafði til sölu.
Þarna kenndi margra grasa, en meira um það síðar.
Í djúpinu sáum við þrjá erni, þeir flugu þarna um og létu vindinn bera sig. Það var erfitt að ná góðum myndum. Veðrið var frekar drungalegt. En það var gaman að sjá þessar glæsilegu skepnur með þanda vængi.
Þeir léku sér og skeyttu ekkert um okkur, þarna niðri.
Og þeir voru ennþá þarna í dag, þegar við ókum heim.
Svo eru það vestfirsku fjöllinn, maður finnur orkuna streyma á móti sér, þegar maður kemur heim.
Flott ekki satt ?
Skútur á siglingu í góða veðrinu.
Ef þið skylduð ekki vita það, þá er þetta vegurinn upp í himnagalleríið. Hann nær alla leið upp í himininn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Arna mín. Já þetta var meiriháttar helgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:01
Stórkostlegt
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:44
Það hefur greinilega verið ofsalega gaman hjá ykkur í borg óttans, takk fyrir myndasöguna
Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 20:42
Takk fyrir yndislega myndasögu. Ég hélt að myndin um óbeisluðu ætti að vera í sjónkanum, dem, ég er svo löt að fara í bíó.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 20:44
Já þetta var ofsalega gaman allt saman Huld mín. Jenný mín, myndin verður örugglega sýnd í sjónvarpinu einhverntímann.
Takk Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:49
Flottar og skemmtilegar myndir hjá þér, allt milli himins og jarðar.
Þú mátt skila til Matthildar að mér finnst klippingin hennar frábær og sýnir léttan anda nútímalegan hugsannagang.
Halla Rut , 7.10.2007 kl. 21:03
Þú hefur aldeilis átt skemmtilega daga. Frábærar myndir. EIgðu góða viku.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 21:10
Það hefur verið opðslega gaman hjá ykkur ég fór að brosa og þú Ásthildur mín þú blómstrar og mjög skemmtilegar myndir. knús
Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 21:19
Kæra Cesil, nú hefðir þú átt að setja viðvörun. Ég helti næstum því úr kókglasinu yfir tölvuna þegar ég var að skoða myndirnar en í alvöru þá hefði ég nú viljað vera þarna í Djúpinu með góða linsu. Mig hefur lengi langað til að sjá þessa fugla live. Birds of prey (finnst einhvernvegin flottara upp á ensku) eða ránfuglar heilla mig einfaldlega og hafa alltaf gert, ekki veit ég af hverju.
Merlin, 7.10.2007 kl. 21:21
Jah óbeisluð fegurð ekki bara á hvíta tjaldinu...þið eruð glæsileg og geyslar af ykkur á myndunum....mikil gleði.
Svo finnst mér skemmtilegt að sjá Kollu í Borgarnesi frænku Árna karlsins mín þarna fyrir framan borðið í sveitamarkaðinum...
Himininn er falllegur fyrir ofan Gunnar..veitir víst ekki af
Knús
Solla Guðjóns, 7.10.2007 kl. 21:27
Er hægt að sjá þessa mynd hér í bænum?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 21:56
Þetta var skemmtileg ferð hjá okkur.
Myndin er algjörlega frábær og það verða allir að sjá hana.
Gló Magnaða, 8.10.2007 kl. 09:53
Skila því Halla Rut mín.
Sömuleiðis Ásdís mín, gott að þú ert öll að koma til.
Já þetta var aldeilis frábær skemmtun Kristín Katla elskuleg.
Merlin, ég vildi óska að þú hefði verið þarna með mér, þetta var gífurlega flott flugsjów sem þeir settu upp fyrir okkur.
Er þessi elskulega kona frænka þín Ollasak, ég á eftir að gera þessu málum betur skil. Þær voru hressar og vissu alveg hvað þær vildu þessar kerlur.
Jón Steinar, ég veit ekki hvort það er hægt að sjá hana í R núna, það voru 3. sýningar, en svo verður hún frumsýnd hér á Ísafirði á Vetrarnóttum. Þú ættir bara að bregða undir þig betri fætinum og heimsækja okkur, núna seinnipartinn í október.
Sammála þér Gló mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 10:54
Mjög flottar myndir, mér finnst alltaf magnað að sjá fjöllin "okkar" þegar maður kemur í þessa beygju við mynni Skötufjarðar. Maður fyllist allur af orku.
Fulltrúi fólksins, 8.10.2007 kl. 11:05
Fallegar eru fjallamyndirnar og Krumminn æði .... er svo veik fyrir Krumma! Skemmtilegar myndir og greinilega góð stund sem þið áttuð í Borg Óttans.
www.zordis.com, 8.10.2007 kl. 11:21
Einmitt Fulltrúi góður, einmitt.
Já það var góð stund, en Zordís mín ahemm þetta eru ernir elskuleg Konungur fuglanna, er ekki viss um að honum finnist upphefð í að vera kallaður krummi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.