Má bjóða ykkur í smáferðalag til El Salvador undir svefninn.

Af því að maður á aldrei að láta eitthvað íþyngja sér undir svefninn, þá ætla ég að bjóða ykkur með mér í smáferðalag til El Salvador.  Það var reyndar gleðilegt tilefni, sum sé gifting, og við förum á slóðir Pablo og Isabel.

El. S. 14

Reyndar byrjaði ferðalagið ekki  mjög vel, því þegar við komum til San SAlvador komumst við að því að taskan okkar hafði ekki komið með.  Og við stóðum þarna með ekkert til skiptanna.  En við kvörtuðum við flugfélagið, það voru bæði American airline og British airways sem við höfðum ferðast með, og fengum peninga til að kaupa föt til skiptanna. 

El Salvador10

Hér er hótelið sem við gistum á.  Það er utan við miðborgina, því þar var stórhættulegt að vera.  Menn stoppuðu þar helst ekki á rauðu ljósi, og þetta var fyrir jarðskálftana, það stórversnaði eftir það.

En það voru svona verðir við allar byggingar, með vélbyssur og alles, alla banka, búðir og hótel.  Þetta venst sjálfsagt.  Við íbúðargötur voru keyptir verðir og götur þeirra betur stæðari girtar af.

El Salvador4

Þetta var bakgarður hótelsins, hér borðuðum við morgunmat.  Þeir borða ekki kartöflur, heldur nota þeir banana í staðinn, eða hrísgrjón.  Þetta er mágkona mín með mér, sem býr í Mexíco.  Það var ómetanlegt að hafa hana með altalandi á spænsku. 

 El Salvdor3

Hér erum við á flugvellinum að kvarta yfir töskunni.  Við fengum að leita í týndum farangri, og þvílíkt og annað eins sem týnst hefur, það sama var í London og Miami, þar sem við heimtuðum líka að fá að leita.  Fleiri herbergi með töskum og allskonar farangri.  En nei taskan fannst ekki.  Hún kom reyndar hingað heim nokkrum mánuðum seinna, frá British airways.

El. S. 12

Hér sitjum við á veröndinni á hótelinu, og Elli að semja ræðu sem hann átti að flytja við giftinguna, og systir þýðir yfir á spænsku.

El Salvador5

Við brugðum okkur niður að ströndinni, og fengum okkur krabbasúpu.

El Salvador7

Eins og sjá má er ekkert smá í þetta lagt.

El S.13

Svo var farið út að versla föt fyrir giftinguna, vegna töskutapsins, ég veit að þið trúið því varla, en þetta hús var inni í mollinu.

 Það var hægt að kaupa öll heimsins vörumerki. 

El Salvador6

Bæjarins bestu, eða þannig.  Snakk á horninu.  Og ég er þarna í baksýn, eins og sjá má með innkaupapokana hehehe.

El. S.11

Sölukonurnar á götunum voru allar með svona litlar sætar svuntur.  Þær seldu allskonar varning.  Þarna voru líka betlarar og maður sá líka vesalinga sem greinilega voru alkoholistar og geðveilt fólk, þau áttu ekki mjög gott líf.

 El Salvador9

Við fórum líka upp í lítið þorp utan við San Salvador, þar sem borgarastríðið var hvað harðast, það mátti ennþá vel sjá skotgöt víða á húsum.  Svona voru göturnar.

El Salvador8

Í þorpinu sátu menn og spjölluðu, enginn vissi lengur í hvað liðið þeir höfðu barist, enda sátu foringjar þeirra saman og sumbluðu.  Sá sem vann þetta stríð voru Bandaríkjamenn og aðallega Kóka kóla.

Gifting4

Hér er verið að undibúa veislu brúðhjónanna.  Þessi litla skotta þarna minnsta er litla Alejandra.

Gifting3

Hér leiðir Pablo dóttur sína inn gólfið.  Það var ekki gift í kirkju, heldur á hótelinu þar sem veislan fór fram, og það var bæði kristileg athöfn, en líka borgaraleg, það er siður þarna.  

Gifting2

Hér eru brúðhjónin og svo við Elías, ég er voða kerlingarleg þarna svei mér þá hehehehe.

Eins og sjá má HÉR;

Untitled-1

Þar sem ég er með mágkonu minni henni Kristínu.

Já þetta var ferðin til El Salvador, sem hefur leitt af sér annað mál, sem er að kynnast elskurlegri fjölskyldu minni frá þessu fjarlæga landi.  Og svo er að sjá hvernig þeim reiðir af.  Þau komu hingað í og vilja setjast hér að.  Þau voru rík á mælikvarða El Salvador sem varð svo til þess að Mafían vildi fá sinn skerf að auðæfum þeirra.  Of stóran skerf.  Þeirra hótanir voru ekki innantómar, því þeir víluðu sér ekki við að drepa foreldra Isabel.  En svona er lífið.  Þeirra bíður örugglega gott og hamingjusamt líf her á okkar kalda landi.  Þau hafa sett sig hér niður, eiga hér sitt heimili og fjölskyldu.  Þar sem hjartað er, þar eigum við heima. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kerlingaleg?? Þú ert svo fín og glæsileg.  Hefð haldið að þú værir einhver milladrottning frá Dallas...Elli ætti nú bara að vera í svona sjakkett í vinnunni, þetta er algerlega HANN.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: kidda

Ég sá engamynd af kellingu á þessum myndum, nema kannski af þessum konum sem voru að selja þarna eitthvað. Takk fyrir að bjóða í skrepp til El Salvador, þangað mun ég örugglega ekki ferðast nema í huganum

Vona að þeirra mál leysist fljótlega á góðann hátt.

kidda, 2.10.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe krakkar þið smjaðrið fyrir mér.  En mér finnst það yndislegt.  Milladrottning frá Dallas ekkert minna en það Jón minn Steinar.  

Elsku engillinn minn, að ferðast í huganum er bara voða skemmtilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sá nú bara flotta og glæsilega konu takk fyrir þessar myndir, það hlýtur að vera upplifelsi að koma á þessar slóðir.

Huld S. Ringsted, 2.10.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Huld mín, það er svo sannarlega upplifun að koma á staði þar sem allt er svo ólíkt okkar heimi, en finna samt að allstaðar er fólkið eins, með drauma og vonir, kærleika og allt sem tilheyrir.  Við erum þrátt fyrir allt öll úr sama efninu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir, en mikið rosalega eru þær "heitar".  Það hlýtur að hafa verið rosalega heitt.  Takk fyrir söguna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 08:28

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jenný mín það var heitt þarna, og það var nánast á hverjum degi einhver partur með þrumum og eldingum, aðallega á kvöldin.  Svo loftið var alltaf tært.  En þetta er gósenland fyrir ræktun.  Ég held að El Salvador sé þriðja mesta kaffiútflutningsland heims.  Man samt ekki alveg hvar í röðinni, en allavega mjög framarlega.  Enda sá ég að Nesquick var með verksmiðjur þarna.  Í þessum löndum skipta líka Kók og Pepsi með sér yfirráðasvæðum.  Þarna var greinilega Kók umráð, allir setbekkir voru merktir Coca cola. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 08:51

8 Smámynd: Gló Magnaða

 fidd fíjú  skvísan.  

Gló Magnaða, 3.10.2007 kl. 10:14

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir söguna þú er mjög glæsileg Ásthildur mín og þið öll.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 10:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.

Gló við verðum magnaðar á föstudagskvöldið.   Ég er farin að hlakka rosalega til.  Á nú reyndar eftir að fjalla um það hér og sona, ekki spurningin um það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 11:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skrifaði niður ferðasöguna, og hér er brot úr henni;

Sumartíminn hér er frá október til apríl, þá er þurrt og hitinn að jafnaði um 40° celsius. Aðalframleiðsla þeirra er kaffi, besta kaffið er ræktað hæst uppi í hæðunum. Það er að mestu selt til Evropu. Tecla er bær þar sem veðráttan er hvað hagstæðust og þaðan kemur besta kaffið. Árið 1970 var El Salvador þriðja söluhæsta land á kaffi. Þeir rækta líka sykurrófur. Fyrir stríð var líka ræktaður bómull en ekki lengur. Opinberar tölur segja að um 70.000 manns hafi verið drepnir í stríðinu en fólk hér segir að miklu fleiri hafi verið drepnir. Og síðan hafa leifar af uppreisnarhópum og hermenn haldið upp teknum hætti og drepið fólk og rænt. Foreldrar Isabellu voru t.d. drepnir á heimili sínu af ræningjum og hún missti einn bróður í stríðinu. Þá lágu lík eins og hráviður á götum og var staflað upp á götuhornum og síðan flutt burt eins og hvert annað rusl.  Tilvitnun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 11:08

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er önnur upprifjun úr ferðasögunni minni.   Einhverntíman ætla ég að gefa þessar ferðasögur mínar út á bók. 

"Miðvikudagur rann upp fagur eins og hinir nú ætluðum við að prófa San Salvador morgunmat, hrærð egg með skinku, rauðar baunir eða risabanana steiktum. Á eftir er meiningin að fara upp í fjöllinn og skoða lítið þorp þar sem uppreisnarmenn héldu sig áður. Þorpið Suchitoto reyndist vera fyrrverandi höfuðborg El Salvador með eldgömlum fallegum steingötum og gömlum byggingum. Okkur var sagt að þarna í nágrenninu og kring um borgina hefði verið hvað harðast barist í stríðinu og uppreisnarmenn héldu sig þarna. Borgin er upp í hlíðum El Salvador og mjög fallegt útsýni þaðan yfir vatn sem heitir Suchitlán. Við fórum inn á Hótel og veitingastað sem heitir El Posada de Suchitlán og fengum okkur að borða. Svo fórum við og skoðuðm safn í einkaeign, það er maður sem heitir Alejandro Cotto. Safnið er heimili hans og þar eru stórkostulegir munir m.a. kristsstytta 400 ára. gömul. Hann fékk verðlaun Premis Nationale de Culture 1997. Að fara þarna var stórkostleg upplifun. "

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 11:15

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir ferðalagið Ásthildur mín. Ekki seinna vænna....;)

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 13:03

14 Smámynd: Saumakonan

Frábær ferðasaga!!   Og myndirnar ekki af verri endanum.... kelling??? hvar??? ég sá allavega enga!

Eigðu góðan dag ljúfan

Saumakonan, 3.10.2007 kl. 13:30

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegt ferðalag en greinilega erfitt á köflum. Takk fyrir skemmtilegar myndir og sögu.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 13:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð ferlega ljúfar og góðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 16:39

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa ferð. Hún var ljúf. Sérlega fannst mér krabbasúpan góð

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 16:50

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þér Hrönn mín, krabbasúpan var alveg ekta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 17:30

19 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Þú ert bara svakalega fín þarna Ásthildur mín, meira að segja glæsileg. 
Hvenær fórstu þessa ferð? 
Ég held að það sé  skemmtilegast að ferðast á þá staði sem eru ekki ekta túrista staðir. 
Góð og skemmtileg saga.

Annars sá ég trúlega nýrri mynd af þér í BB ég sá blaðið á einhverri skrifstofu á Patró, veit reyndar ekki hvort það var gamalt eða nýtt. 
MBK
BMA

Birna Mjöll Atladóttir, 3.10.2007 kl. 18:57

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi ferð var farin 1999  Já það er alltaf öðru hvoru eitthvað að sýna mig þarna á BB, þessar elskur.  Takk annars  Sammála þér um að það er miklu skemmtilegra að fara á staði sem heimamenn eru meira en einhverja túristastaði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband