Hvernig viljum við taka á vandanum, og erum við á réttri leið ?

Þekki ekki biðtímann núna á Vog, en það eru 3ja vikna bið á Hlaðgerðarkoti.  Í fyrra var hringt eftir 6 mánuði í son minn eftir að hann sótti um innlögn á Vog að hann kæmist að.  Ef þetta er með því besta sem gerist, þá er vandinn mjög mikill annarsstaðar.

Málið er að þegar fíklar loks ætla að takast á við sjálfa sig og lífið, þá þurfa þeir að komast inn NÚNA, ekki á morgun ekki eftir þrjár vikur, hvað þá sex mánuði.  Eins er með fólk sem er við að falla, byrjað á niðurleiðinni.  Þá þarf að vera til staðar einhver stofnun sem grípur inn í. 

Eða eitthvað sem aðstandendur geta fest hönd á.  Ég hefði viljað sjá ráðstefnu á breiðari grundvelli en þarna virðist vera.  Og sérstaklega í ljósi þess að vandinn hefur aukist svona mikið.  Þá sé ég heldur ekki ástæðu til að hafa einhvern hátíðafund með helstu skemmtikröftum þjóðarinnar.  Ég hefði frekar vilja sá fund með aðstandendum fíkla, og öllum þeim aðilum sem tengjast fíklum á allan mögulegan hátt. 

Þetta er ekki bara spurning um heilsu, það eru gríðarlegir peninar í spilinu, af því að peningar eru nú aflið sem bærist mest í þessu þjóðfélagi.  Eða hvað halda menn að rán, innbrot og allskonar skemmdir á eigum og fólki kosti almenning í þessu landi ? Fyrir utan brotnar fjölskyldur, sorg og vanlíðan hverskonar.


mbl.is „Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það þarf að vera opin neyðardeild sem kemur til aðstoðar strax. Það er alveg rétt.

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt eitthvað slíkt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála Ragnheiði eitthvað verður að gera og það strax.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: kidda

Mikið er ég sammála ykkur. Ég stóð í þeirri trú að td inn á Vog kæmist fíkillinn inn strax ef hann væri að fara inni í fyrsta skipti. En nei, það var 3ja vikna bið þá. 

Það þurfa að vera til fleiri úrræði fyrir börnin okkar en eru núna til staðar. 

kidda, 2.10.2007 kl. 17:43

5 Smámynd: Fríða Eyland

Sæl Ásthildur ég er sammála þér. Fyrir stuttu var mér bent á þessa færslu  um þessi mál, að mínu mati hafa þær aðferðir sem í boði eru ekki skilað árangri sem skildi.

Fríða Eyland, 2.10.2007 kl. 17:43

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl kæra vinkona og hjartansþakkir fyrir hlý orð og góðar kveðjur í veikindunum, það hefur bæði glatt mig og hjálpað mér. Í bæði skiptin sem sonur minn fór inn á Vog tók það stuttan tíma sem betur fer og svo fór hann beint á Staðarfell eftir Vog. Vona að vel gangi hjá þínum.  En það er sko sannarlega þörf á betri úrræðum. Hefst samt sjálfsagt aldrei nema við aðstandendur förum að beita okkur í málunum á fullu.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 19:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman.  Það er gott að vita að það ríkir skilningur á þessu vandamáli.  Enda eiga svo margir um sárt að binda einmitt vegna þessa ástands.  Ég er oft alveg við að gefast upp, og þó hefur ástandið hjá mér lagast, en það hangir alltaf yfir mér óttinn um að allt fari á verri veg, og þá grípur mig sami óttinn og öryggisleysið og vitneskjan um að ég geti ekkert gert, ekkert leitað.  Þess vegna verð ég í besta falli sár, þegar 30 ára afmæli er mestmegnis sjálfsánægja með vel unnin störf, sem vissulega á við mörg rök að styðjast, og mér dettur ekki í hug að gera lítið úr því sem náðst hefur.  En samt sem áður, þá er ekki ástæða til að halda hátíðarfund með bestu skemmtikröftum landsins, það er eiginlega eins og blaut tuska framan í mig og mína líka.  Þeim peningum hefði örugglega verið betur varið í annað og brýnna verkefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg er þetta satt og rétt hjá þér Ásthildur og ykkur hinum.

Þó börnin mín hafi blessunarlega hingað til sloppið við að verða fíkn að bráð þekki ég vel til þessara mála og óttanum sem fylgir slíku og votta ég þér innilega hluttekningu mína.

Það er með því ótrúlegra sem kemur hér fram að ekki skuli vera til bráðamóttaka  rétt eins og fyrir aðra sjúkdóma er herjar á mannfólkið.

Svei þeim er ráða.

Knús á þig

Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 22:41

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ollasak mín.  Það er dálítið sérkennilegt, það kæruleysi sem ríkir um þessi mál öll sömul.  Það þarf að koma fram að það er svo margt sem er i málinu, ekki bara fíklarnir, heldur allir í kring um þá, ráðalaust brotið fólk, sem getur ekkert gert, og ekkert snúið sér.  Það er mjög sársaukafullt og tætandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband