1.10.2007 | 14:52
Sest á skólabekk með unga fólkinu og hittingur gamalla skólasystra.
Handavinnukennari stubbsins hringdi í mig í síðastliðinni viku. Heyrðu Ásthildur, sagði hún, ég var að hugsa hvort þú gætir komið í tíma hjá Úlfi á mánudaginn. Það er svo sem allt í lagi, hann er yndislegur og allt það, en þeir eru svolítið hávaðasamir og skortir athygli nokkrir í bekknum. Mér var að detta í hug að það gæti verið sniðugt að fá foreldra í heimsókn. Ég taldi það hið besta mál. Svo við fórum saman í skólann í morgun stubburinn og ég. Og ég fékk leyfi til að taka myndavélina með.
Þau voru að prjóna orm, og þau sem lengra voru kominn voru að applikera púða. En þetta eru stubbarnir að prjóna.
Einbeitnin skín af þeim. Þetta mun hafast fyrir rest.
Það má segja að stelpurnar hafi verið meira faglegar við prjónana.... eða þannig.
En þetta tókst svona vel hjá þessum unga manni allavega. Ehemm þið eruð ekki að sjá tvöfalt, þeir eru tvíburar þessir tveir myndarlegu ungu menn.
En það gerðist fleira skemmtilegt, árið 1962 fór ég í lýðháskóla í Svíþjóð. Nánar tiltekið til Vimmerby folkhögskola. En það er einmitt rétt hjá heimilinu hennar Línu Langsokks. Við fórum tvær saman, út með Gullfossi, með viðkomu í Edinborg og Kaupmannahöfn, hin stúlkan var úr Biskupstungunum. Hún hringdi í mig um daginn, og sagðist vera að fara inn í Djúp, og langaði til að hitta mig í leiðinni. Hún kom í flugi í morgun og ég sótti hana inn á flugvöll, þegar ég hafði verið í skólanum, og við sátum í góðu yfirlæti í nokkra klukkutíma, uns rútan kom og sótti hana til að fara að Hrafnabjörgum, en þangað var förinni heitið. Það var rosalega gaman að hitta þessa gömlu skólasystur mína. Við hittumst í fyrra augnablik inn á flugvelli, og þá höfðum við ekki sést síðan árið 1963. Hún er ljósmóðir og hjúkrunarkona.
Hér erum við að steypa kerti fyrir lúsíuhátíðina. Ég hér fremst á myndinni, og hún fyrir miðju.
Hér erum við önnur og fjórða frá vinstri. Þetta var í desember 1962.
Þessi var tekinn áðan í eldhúsinu hjá mér. Hún hefur lítið breyst, er sama stelpan og hún var. Við breytumst sennilega ekki mikið, nema útlitið. Inni er allt við það sama.
Og hér eru svo tvær myndir um veðrið, hér er sól, og hlýtt. Ágætis veður til að vinna í gróðri.
Og svo gallerí himinn. Eigiði góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Sunna mín. Jamm hann er einbeittur á svipinn að prjóna orminn Úllí búllí bí.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 15:37
Skemmtilegt að sjá krakkana prjóna, myndarskapur í þeim!
Og ekki eru þið síðri skvísurnar tvær að steypa kerti
Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 16:05
Skemmtilegt að sjá krakkana prjóna, myndarskapur í þeim!
Og ekki eru þið síðri skvísurnar tvær að steypa kerti
Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 16:05
Skemmtilegt að sjá krakkana prjóna, myndarskapur í þeim!
Og ekki eru þið síðri skvísurnar tvær að steypa kerti
Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 16:05
Ásthildur mín eitthvað ernetið að stríða mér, ég ýtti á senda og færslan kom 3 inn. Viltu eyða hinum
Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 16:08
Vá að maður skuli lifa svona breytta tíma. Þegar ég var í Meló voru strákarnir í smíði og stelpur í handó. Það var óumbreytanlegt náttúrulögmál. Ég naut ekki mikillar hylli handavinnukennara, enda glötuð með nál og prjóna og er enn. Þeir eru krútt með prjónana.
Í des 1962 var ég 10 ára. Þá hefur þú verið að forframast í Vimmerby. Min älskade Vimmerby.
Knús og klem.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 16:20
Gaman að þessu að prjóna orm og skemmtilegar myndir knús til þín ertu búinn að fá meillið frá mér ?????
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 16:20
Var að gá Kristín Katla mín, og já og búin að svara.
Jenný mín við fengum sko ekki að smíða heldur þegar ég var 10 ára. Þá var bara stelpur að prjóna og strákar að smíða. En það eru sem betur fer breyttir tímar. Varst þú líka í Vimmerby ? Skemmtilegt
Ég skal reyna að stroka út Huld mín, ég er ekki viss um að mér takist það. En ég skal allavega reyna. Jamm það var gaman að steypa kertin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 17:09
Var ekki bara fínt að setjast á skólabekk aftur í grunnskóla.
kidda, 1.10.2007 kl. 17:22
Flottar myndir.
Í desember 1962 var ég sex mánaða. Altalandi þó á sænsku........
Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2007 kl. 19:45
Jú það var rosalega gaman að setjast með þeim inn í bekkinn. Frábært alveg. Gamla handavinnustofan mín frá Gaggó, ekkert slor.
Auðvitað hefur þú verið altalandi á sænsku á þeim aldri Hrönn mín hehehehe da da da...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 20:40
Takk elsku Ásthildur mín þú veist hvað ég meina knús
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 21:06
Það þótti nú ekki töff að vera í prjónaskap. Við strákarnir smíddum og stelpurnar hekluðu og prjónuðu. Annað var svo fjarstæðukennt að það kom ekki til tals. Systir mín kenndi mér þó að prjóna í laumi og prjónaði ég fyrsta Harry Potter trefil sögunnar, sem ég held að hafi orðið 4-5 m langur áður en ég var stoppaður af. Afrekin urðu ekki fleiri á því sviði.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 00:12
Get ekki annað en brosað af túberingunum. Þetta er svo yndislega retró og þið svo himinlifandi. Assgoti ertu gömul...skólamyndirnar eru koparstungur liggur við. Mamma átti bleika krepdragt með pallíettum og var með lóslitaða túberingu eins og turn upp úr höfðinu. Guð minn almáttugur, hvað ég skammaðist mín fyrir hana.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 00:19
Alveg frábærar myndir þetta. Gaman að sjá þessar gömlu myndir og svo eins gaman að sjá hve drengirnir eru einbeittir yfir prjónunum.
Halla Rut , 2.10.2007 kl. 00:20
ÉG var árið 1962 að ákveða með sjálfri mér hvort ég ætti erindi til jarðar...finna mér verðuga foreldra og verkefni. Var kannski bara svífandi sál einhversstaðar að velta fyrir sér framtíðarverkefnum. Man samt að ég ákvað með sjálfri mér að handavinna væri ekki mitt fag né verkefni. Spurðu bara Helgu handó!!!! Hún henti mér út nokkrum sinnum þegar ég krafðist smíðakennslu í stað krossaumsverkefna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:29
Katrín. Minn handó kennari hét líka Helga enda algengt nafn.
Varð bara að bæta við...sjáið hárið á myndunum...það er frábært... þvílíkt vesen...
Halla Rut , 2.10.2007 kl. 00:59
Já Kristín Katla mín. Þú ert óborganlegur Jón Steinar auðvitað þurftirðu að læra að prjóna í kyrrþey Og þú hefur verið langt á undan þinni framtíð sko !!!
Já Halla Rut þeir reyndu alveg eins og þeir gátu. Ormarnir verða að vera a.m.k. 15 cm langir, og það var sko mælt eftir hverja umferð
Hehehe Katrín. Það þarf töluvert til að vera kastað út úr handavinnutíma held ég En henni hefur sviðið að þú vildir heldur smíða.
Túberingar voru partur af programmet, á þessum árum skal ég segja ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 07:49
Innlitsknús og kveðja, hér hefur allt komið fram sem ég ætlaði að segja...;)
Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 10:33
Knús til þín líka Heiða min.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 14:04
Æ... ég man þegar var verið að reyna að kenna mínum elsta að prjóna, tungan var komin út að eyra og það ískraði í prjónunum þetta var svo fast prjónað hjá honum.
Annars finnst mér að nauðsynlegt að kenna strákum aðeins að prjóna og stelpum að smíða, síðar eiga þau að geta valið hvort þau vilji halda áfram í þessu eða fara í eitthvað annað.
Ég var einu sinni að kenna handavinnu í Örlygshafnarskóla og þar kenndi ég öllum að telja út, bæði strákum og stelpum, það var rosalega gaman og strákarnir höfðu ekki síður gaman að þessu.
Ástar kveðjur
Birna Mjöll Atladóttir, 2.10.2007 kl. 14:31
Það er auðvitað alveg rétt hjá þér, að það að kenna börnunum bæði að smíða og sauma. Já þetta með tunguna, sá það greinilega í gær hehehe.. Knús á móti til þín mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 14:41
Sæl Ásthildur, takk fyrir að segja mér frá myndunum, þær eru frábærar, mér finnst alltaf svo yndislegt þegar tungan fer út í munnvikið hjá fólki og það einbeitir sér bæði andlega og líkamlega. Það hefur verið mikið kapp hjá mínum mönnum að klára ormana sína, og þeir sína meiri áhuga á prjónaskap og handavinnu almennt en móðir þeirra hefur nokkurn tíma gert, enda eru þeir búnir að koma sér upp handavinnufósturmóður í götunni, sem þeir mega leita til við lykkjuföll og önnur vandræði. Það er gaman að eiga svona myndir seinna meir af börnunum og sjálfum sér eins og gömlu myndirnar sanna.
Kveðja Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:15
Takk Ingibjörg mín. Annar stubburinn þinn ræddi nefnilega heilmikið við kennarann um hvernig hann ætti að hafa framhaldið. Hann var alveg pottþéttur á því að ormurinn hans ætti að vera einlitur gulur, en svo voru spekulasjónir um hvort hann mætti gera slétt brugðið, og líka hvað kæmi út ef hann gerði til skiptis slétt eða brugðið. Þá kemur stroffa, sagði minn stubbur. Og þínum fannst það mjög spennandi. Það var yndislegt að hlusta á þá fulla af áhuga ræða hvernig væri best að prjóna, það höfðu líka bæst við nokkrar lykkjur aukalega í endann, og það var allt í lagi, ormurinn myndi bara vera svolítið feitari um miðjuna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:30
Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.