Bregðum okkur til Parísar í rokinu og rigningunni.

Jamm það er kalt í dag.  Við ættum ef til vill að skreppa til Parísar. Þar er gott að vera. 

Myndir frá París og fleira 472

Skreppa í Eifel turninn.

Myndir frá París og fleira 478

Kíkja aðeins yfir borgina.  Og fá sér að borða. Horfa yfir Signu, eða fara í siglingu.  Æðislegt að fara í kvöldsiglingu um Signu og sjá Eifel turninn allan upplýstan.

Myndir frá París og fleira 479

Eða bara horfa yfir borgina.

Myndir frá París og fleira 481
Tilvalið að skoða allt gullið og purpuran í Louvresafninu.

Myndir frá París og fleira 482

Eða dýrgrip allra dýrgripa.

Myndir frá París og fleira 483

Það þarf sko veggpláss undir svona myndir, skal ég segja ykkur.

Myndir frá París og fleira 486

Og pýramídi á hvolfi.

Myndir frá París og fleira 487

Smile

Myndir frá París og fleira 492

Stundum er mikið um að vera, hér var Tecknóhátíð og teppingar um allar götur.

Myndir frá París og fleira 501

Svo er upplagt að bregða sér á Moulin Rouge og horfa á kan kan.  París borg ástarinnar.  París með Concordtorgið, sigurbogan og Champ Elysées.

Já, það er hægt að fara í ferðalag í huganum, meðan rigninginn og rokið ráða lögum og lofum úti.  Annars er komið stillt verður hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá! Þetta á ég eftir, þ.e. París og Vestfirði.  OMG þarf að fara að bæta úr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kvöldsigling á Signu og Eiffelturnin með ljósum er falleg sjón. Mér fannst þó aðeins spilla fyrir allar blikkperurnar sem komu með reglulegu millibili. Sumum finnst þær þó eflaust flottar.

Hefði viljað stanza lengur. Þetta var of mikið tour de express fyrir minn smekk. Ég vil nú líka alltaf gera sem minnst á sem lengstum tíma

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já París er flott borg. Er eiginlega sammála um blikkljósin.  Jenný mín þú átt heilmikið eftir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: kidda

Ég var stödd þarna í París um daginn, var þar stödd í um klukkutíma að leita að vísbendingum. Það er það næsta sem ég hef komist nálægt París

kidda, 24.9.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Taram Taram Taram du du du rudd du du Edith Piaf 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 21:37

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

París er æðisleg, hefði ekkert á móti því að vera þar núna

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Laufey B Waage

Ó já, París er sko æði!! Við Hannes fórum þangað í brúðkaupsferð (okt."04). Vorum svo heppin að hafa hvorugt farið þangað áður. Hún stóð svo sannarlega undir nafni sem borg ástarinnar. Svo fórum við Berglind þangað í kvennaferð síðastliðna páska. Það var heldur betur frábært.

Laufey B Waage, 25.9.2007 kl. 08:54

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

París er æðisleg borg ég vildi að ég væri þar nú en ég hugsa eins og þú  ég er þarna í huganum.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2007 kl. 09:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svona hugarferðir geta verið bara ansi skemmtilegar skal ég segja ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 09:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff Jóhanna, ég þorði ekki alla leiðina upp í Efel turninum, nógu hátt að fara upp á veitingastaðinn og ég fæ svima af að sjá þessa mynd hehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband