Fyrsti snjórinn, rósir og frostrósir, lítill krulli og bros.

Já nú er fyrsti snjórinn kominn alveg niður í byggð, að vísu ekki mikill, en þó, stubburinn var ánægður í morgun.

IMG_9177

Hálf kuldalegt ekki satt ? förin eru eftir stubbinn og afann.

Svo snýr maður sér við í gættinni og þá lýtur heimurinn svona út !

IMG_9178

Og jafnvel svona!

IMG_9179

Þetta sýnir okkur svo ekki verður um villst, að það er ekki alltaf allt eins og það sýnist.  Og stundum er nóg að snúa sér í hálfhring til að fá annað sjónarhorn á tilveruna. 

Ég var að lesa í Fréttablaði gærdagsins, að könnun sem gerð var um trú íslendinga á álfa, huldufólk og blómálfa er mikil, og hefur ekkert minnkað í 30 ár, síðan sambærileg könnun var gerð.

Það gladdi mig, því ég er viss um að það er margt til sem við ekki sjáum, en getum skynjað ef við leggjum okkur fram um það. 

IMG_3724

Ég lét gera álfakort fyrir nokkrum árum.  Það var Erla Stefánsdóttir sem vann í því.  Kortið hefur verið mjög vinsælt meðal erlendra ferðamanna, og margir íslendingar hafa líka viljað kaupa það. 

En ég ætla í tilefni dagsins að sýna ykkur nokkrar frostrósir, síðan á síðasta ári.  Það er mikil fegurð sem er í þessu fyrirbæri náttúrunnar.  Í frostrósum eins og snjókornum er svokallað gullinsnið, en það er einmitt líka í húsinu mínu.  Svo þetta harmonerar vel saman.

IMG_3218

Þetta er sannkallað listaverk sjálfrar náttúrunnar.

IMG_3219

Eins og í gallerí himni, taka rósirnar á sig ýmsar myndir.

IMG_3222

Og eins og með gallerí himin, kosta þær ekki neitt.  Það er bara að njóta þeirra, þar sem þær eru.

IMG_3223

Enginn greinarmunur gerður á fátækum eða ríkum, og enginn getur keypt þær.

IMG_3224

Þær eru þarna bara fyrir okkur að dáðst að þeim og finna fegurðina.  En .... því miður, þá gera það bara allt of fáir.  Fólk forsmáir þessa fegurð, er það af því að hún er þarna ókeypis og fyrir alla ?

Nei ég held ekki.  En við lifum á öld hraðans, og gefum okkur ekki tíma til að upplifa það sem er næst okkur.  Sem bara er þarna fyrir okkur að taka eftir og auðga sálina með því að meðtaka fegurðina.  Það er hægt að fyllast andagt yfir þessum kraftaverkum.  Láta hana fylgja okkur út í daginn, og lyfta huga okkar og ylja að innan.  Upplifa það einfalda og smáa, sem oft er risastórt ef að er gáð.

Svo er lítill stubbur, sem kom í heimsókn til ömmu í gær.

IMG_9175

Það er búið að klippa krullurnar.  Mamma hans gerði það.  Hann sagði nefnilega; mamma mér er svo illt í hárinu, við verðum að klippa það.  LoL

Vonandi eigið þið gleðilegan dag.  Munið að eitt bros getur gert kraftaverk.  Bros kostar ekki neitt, eyðist ekki, og það er endalaust alltaf nýtt bros sem myndast, hvers vegna ættum við þá að spara þau, ef þau geta glatt einhvern ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Góðan daginn Ásthildur mín.Bara orðið smá hvítt.

Frostrósir eru svo sjaldséðar í dag alla vega á gluggum húsa.Ég naut þess þegar ég var lítil að stara í frostrósirnar og teikna þær.

Hlýtt bros frá mér.

Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jólegt OMGþú mátt ekki gera mér þetta svona í september.  Það er nákvæmlega 91 dagur til jóla.

Takk fyrir yndislegar myndir og Stubbur flottur.  Hann er með draumahár, drengurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 09:42

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég vildi að ég væri svona mikill snillingur einsog þú elsku vinkona...með myndavélina, núna næ ég ekki einu sinni að "transfera" á milli vélar og tölvu...það verður súrt ef tölvurassgatið ætlar að gefast upp á mér!

Þetta með brosið, reyni ég að hafa hugfast daglega. Njóttu þessa fallega mánudags ljúfust.

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar.  Það er reyndar rétt hjá þér Ollasak að frostrósir myndast ekki á rúðum lengur. Þess vegna eru þessar teknar út um bílgluggann, áður en ég skóf þær af.

Elsku Jenný mín, tilhlökkunin er eitt af gleðigjöfum jólanna. 

Vonandi er allt í lagi með tölvuna þína Heiða mín.  Og takk sömuleiðis frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 10:58

5 Smámynd: kidda

Mér varð nú bara kalt við að sjá fyrstu myndina. En haustið er komið og vonandi verður veturinn eins fljótur að líða eins og sumarið. Verð að viðurkenna að frostrósum hef ég ekki tekið eftir í mörg ár. Yfirleitt er mér of kalt til að taka eftir þeim

Álfar, huldufólk og aðrar verur eru á sveimi í kring um okkur, það er bara staðreynd.  

kidda, 24.9.2007 kl. 11:29

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir alveg eins og listaverk.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 12:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er kominn vetur, en það á eftir að hlýna aftur, held ég.  En mér finnst frostrósirnar svo fallegar.  Langaði til að deila þeim með ykkur.  Lofa að koma með eitthvað hlýlegra næst

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 12:44

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það var nú ekki á íslandsnostalgíuna bætandi sem bröltir í mér kát og hress þessa dagana....Núna halda mér engin bönd. Flýg beinustu leið til ísafjarðar með kvöldinu ef mér tekst að fá vinnu, pakka og senda búslóðina heim og flug fyrir familíuna fyrir kvöldmat. Verð ég ekki bara að ákalla allar heimsins hulduverur mér til hjálpar???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 12:54

9 Smámynd: Merlin

Flott uppsetning á myndunum hjá þér að hafa þetta svona frá sitt hvoru sjónarhorni  Og það er rétt hjá þér að brosið kostar ekkert og óþarfi að spara það

Merlin, 24.9.2007 kl. 14:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég mæti á flugvöllinn Katrín mín.  Auðvitað færðu vinnu.  Mig vantar annars góðan bókara.  En það sakar ekkert að fá listakonu.   Álfar geta verið mjög hjálpsamir ef maður biður vel.

Takk Merlín mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 15:23

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fallegar frostrósamyndir hjá þér!! og jólalegt ! við erum nú ekki búin að fá snjó hérna niður í byggð (sem betur fer) en fjöllin eru orðin ansi kuldaleg

Huld S. Ringsted, 24.9.2007 kl. 16:11

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er fegin að vera búin að koma blómunum inn í gróðurhús, þeim sem ég ætla að fjölga í vor.  Það er svo miklu auðveldara að vera innandyra í svona veðri.  En ég á annars eftir að setja niður 10.000 túlípana víðsvegar um bæinn.  En ég fæ sem betur fer hjálp við það.  Þeir eru bara svo flottir á vorin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 17:20

13 Smámynd: kidda

Mátt alveg fjölga hengifjólinni

kidda, 24.9.2007 kl. 19:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe jamm skil þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:22

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband